Þriðjudagur, 29. maí 2012
18 neyðarfundir á 2 árum: evru-lönd verði Stór-Evrópa
18 neyðarfundir Evrópusambandsins á tveim árum og allir vegna evru-ríkjanna 17 af 27 ríkjum ESB. Barroso forseti framkvæmdastjórnarinnar í Brussel tók niðurstöðurnar saman í ræðu núna áðan. Skv. Telegraph
We believe that Member States, that are now with the euro, will need to deepen their integration to attain full economic and monetary union. It is very important, even if you believe that it doesn't come immediately, to define the trend, the objective. It is very important also in terms of confidence for the investment in the Euro area now. We will support an ambitious and structural approach which should include a roadmap and a timetable for a full economic and monetary union in the Euro area.
Barroso kynnar tveggja hraða Evrópusamband þar sem evru-ríkin 17 stofna til Stór-Evrópu en tíu ríki mynda ytri hring. Bretland, Svíþjóð, Danmörk og Pólland eru meðal þeirra ríkja sem standa utan evru-samstarfsins.
Jóhanna, Össur og hin gáfnaljósin í ríkisstjórninni vilja Ísland inn í evru-samstarfið, - sem næstu nágrannaþjóðir okkar hafna alfarið. ESB-umsókn Jóhönnustjórnarinnar er óðum að verða alþjóðlegu brandari.
9,8% samdráttur í vörusölu á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi umsókn og fáráðlingalík heimskan í kring um hana hefur eflaust verið aðhlátursefni nú um langan tíma.
Alls staðar á milli Berlín, Peking og New York....
jonasgeir (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 13:28
Og nú þegar Þóra hefur tilkynnt að hún muni ekki treysta þjóðinni til að kjósa um umdeild mál, þá er leiðin greið fyrir Jóhönnustjórnina inn í þetta guðsvolaða samband.
Þ.e., ef Íslendingar gera þau stórkostlegu mistök að kjósa hana.
Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 13:49
Svona bara að benda á að ESB ríkin eru orðin 28. Króatía varð númer 28. Og Þóra hefur aldrei sagt að hún treysti þjóðinni ekki til að kjósa um umdeild mál. Það er nú ekki eins og núverandi forseti hafi gert það oft eða fyrri forsetar. Ef ég man rétt er það aðeins Icesave sem hefur verið greitt atkvæði um vegna synjunar forseta. Og það eftir undirskriftasafnanir. Minni líka á að það verður kosið til þings eftir hvað um 11 mánuði. Svo held að fólk ætti nú að fara varlega í tenjga Þóru við stjórn Jóhönnu og kjósa skv. því því. Síðan bendi ég mönnum á að skv. ályktun Alþingis varðandi ESB viðræður er það algjörlega skilyrt við að samningurinn verið ekki tekin upp nema að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu. Og ef menn trúa því ekki þá er líka nauðsynlegt að breyta stjórnarskrá hér áður en ESB aðild yrði möguleg og því kosningar nauðsynlegar til að þær breytingar tækju gildi. Hættið svo þessu bulli. Og Páll ætti að verða rólegur fyrst að ESB er þó svo ábyrgðarfullt að funda reglulega um vandamál Evruna. Held að við ættum nú kannsi að funda aðeins oftar um erfiðleika krónunar bæði nú og til framtíðar.
Magnús Helgi Björgvinsson, 29.5.2012 kl. 14:02
Jóhönnustjórnin verður aldrei brandari.
Hún er harmleikur.
Rósa (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 14:50
Króatía verður ekki formlega nr.28 fyrr en í haust.
Ef Þóra væri ekki kandídat SF þá hefði Herdís verið sú sem veitti ÓRG hörðustu samkeppnina.
Kolbrún Hilmars, 29.5.2012 kl. 15:30
Magnús Helgi, þið platið ekki nema 1 eða 2. Við þurfum bara bæði að lesa um Þóru og hvað Þóra segir opinberlega.
Í þokkabót fór Þóra með rangfærslur um núverandi forseta í fyrstu ræðu og sakaði hann um ´forsetaræði´. Og kallaði lýðveldið Ísland ´þingræðisríki´. Vissi Þóra ekki að við værum LÝÐRÆÐISRÍKI eða var það bara svona Jóhönnu-plat? Og þá meina ég Jóhönnu sem trampar á lýðræðinu.Elle_, 29.5.2012 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.