Þóra gerir sig að frambjóðanda Jóhönnustjórnar

Þóra Arnórsdóttir biðst ekki afsökunar á stuðningi við ESB-aðild Íslands þrátt fyrir að jaðarríki sambandsins standi ljósum logum. Þóra ber blak af ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem ítrekað, með ESB-umsókn og Icesave-skuldbindingum, reynir að koma Íslandi á kaldan klaka.

Við þurfum forseta sem getur staðið upp í hárinu á gerræðislegri ríkisstjórn.

Þóra Arnórsdóttir er ekki slíkur forseti.


mbl.is Sé ekki í samkeppni við þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

"Þóra gerir sig að frambjóðanda Jóhönnustjórnar"

Páll, borgar Evrópuvaktin þér í alvöru fyrir svona trash ?

hilmar jónsson, 28.5.2012 kl. 21:15

2 Smámynd: Elle_

Hvar beitti forsetinn nokkru ´forsetaræði´ eins og Þóra segir í fréttinni?  Hann setti ICESAVE í dóm þjóðarinnar að kröfu þjóðarinnar.  Svo segir hún okkur vera ´þingræðisríki´.  Síðast þegar ég vissi vorum við lýðræðisríki.  Veit manneskjan sem vill verða forseti landsins ekki muninn á lýðræði og þingræði??

Ætli Samfylkingin borgi Hilmari??

Elle_, 28.5.2012 kl. 21:28

3 identicon

Hver  samdi ræðuna fyrir Þóru.? Var það aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur starfsmanns Evrópusambandsins,og Forsætisráðherra Íslands. ?

Hef lúmskan grun um aðstoðarmann Jóhönnu,ansi líkt hans predikunum,sem hann semur fyrir Jóhönnu.

Númi (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 21:30

4 identicon

Framboð Þóru er framboð Samfylkingarinnar og ESB. Hún er fulltrúi elítunnar. Hún er 2007 framboð, útlit og yfirborðsmennska, með engu innihaldi. Hún er gangandi fótósjoppað auglýsingaplaggat. Nýtt og ómissandi ultra thin dömubindi.

Hún yrði plast-Barbí á Bessastöðum, dregin fram við hátíðleg tilefni, eins og þegar þarf að planta í nýjan vinaskóg. Hún lofar átakalausu sambandi við Alþingi Jóhönnustjórnarinnar og að rugga ekki bátnum. Hún ætlar ekki að leyfa landsmönnum að njóta þess réttar að fá að kjósa um umdeild mál.

Þóra Arnórsdóttir er það síðasta sem þjóðin þarf á að halda, sérstaklega nú, þegar ESB gengur um hótandi hverjum þeim sem ógnar einræðinu sem ryður sér til rúms í Evrópu.

Ólafur Ragnar hefur hinsvegar sýnt, að hann er reiðubúinn til að fórna þægilegri vináttu við fyrrum samherja í pólitík, í skiptum fyrir lýðræðið.

Ólafur er frambjóðandi fólksins.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 21:43

5 identicon

Palli, ertu ekki bara bilaður Róbót ?

Þú ert alltaf að segja það sama aftur og aftur.

Láki (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 22:32

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þóra er á fullum launum í Barnseignafríi. Er þetta siðlegt og eða löglegi að vinna á meðan hún er að þiggja laun eða er hún ekki að vinna að framboði til forseta. 

Valdimar Samúelsson, 28.5.2012 kl. 22:44

7 identicon

"Nú skyldi ég hlæja, væri ég ekki dauð" sagði kerling forðum.

 Var að lesa ræðuna sem Þóra las upp í dag.

 Ja hérna - fljóðið ætlar í ferð um landið. Og gera hvað ? Jú, leggja áherslu á boðhlaup og jógaæfingar !!

 Á þetta að vera fyndni ??

 Sveimér ef  ræðan var ekki skrifuð af gáfumanninum - aðstoðarmanni Jóhönnu !

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 22:54

8 identicon

Jabb, ansi oft a.m.k. Láki...

Skúli (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 22:55

9 identicon

Af því að Þóra er með aðra sýn á forsetaembættið og störf forseta en Ólafur Ragnar, er hún þá sjálfkrafa málsvari Samfylkingarinnar? Eru þá hinir frambjóðendurnir líka fulltrúar Samfylkingarinnar? Þeir hafa jú aðra skoðun og sýna á embættið en Ólafur Ragnar. Þetta er alveg með ólíkindum hvernig fólk lætur.

Gummi (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 23:41

10 identicon

Fróðlegt afturhvarf til fortíðar.

Júní, 2004, eftir neitun Ólafs um undirritun fjölmiðlalaga:

Össur Skarphéðinsson:

"Traustsyfirlýsing við lýðræðið"

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:

"Getur orðið okkur æfing í beinu lýðræði"

Illugi Jökulsson:

"Gleðidagur"

Jónas Kristjánsson:

"Gott er, að þjóðin fær tækifæri til að segja álit sitt"

Davíð Oddson:

"Það hefur verið boðað til ófriðar"

Jón Steinar Gunnlaugsson:

"Fer að kröfu velunnara"

Birgir Ármannsson:

"Ekki sameiningartákn"

Halldór Ásgrímsson:

"Ósáttur við framgöngu forsetans"

Ástþór Magnússon:

"Skapar upplausn í þjóðfélaginu"

Og svona í lokin, vegna mikils áhuga Samfylkingar að breyta stjórnarskránni, einhvern veginn, þá er hér kvót:

"Ríkisstjórnarflokkarnir (B+D) telja að í ljósi ákvörðunar forseta eigi að afnema málskotsrétt forseta og þingræði verði tryggt. Endurskoðun stjórnarskrárinnar stendur þegar yfir samkvæmt óskum forsætisráðherra. ."

Já, það er skondið hvernig menn geta umhverfst á nokkrum árum. Samfylkingin í dag, er Sjálfstæðisflokkurinn fyrir 8 árum.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 01:24

11 identicon

Rétt Hilmar!

Skúli (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 01:47

12 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hilmar, er þetta þá staðfesting þess að framboð Þóru sé á vegum Samfylkingarinnar?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2012 kl. 02:01

13 Smámynd: Einar Karl

Ég kýs frekar Þóru en Ólaf. Líkar ekki hvernig hann elur á tortryggni og sundurlyndi, og lepur upp vænisýki af bloggsíðum og netspjalli:

Ólafur, Þóra og stóra ESB-samsærið

Einar Karl, 29.5.2012 kl. 09:05

14 identicon

Frekar kys eg Olaf en Toru. Miklu, miklu frekar.

Skynsamt folk kys ekki umbudir, tad kys innihald.

Innihald Olavs er ad folk getur treyst ad fyrri vinskapur og saga stødva ekki verk hans og møguleika tjodar til sjalfsbjargar med atkvædagreidslu.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 09:14

15 Smámynd: Sólbjörg

Eftirfarandi er úr pistli Eiríks Jónssonar :

http://eirikurjonsson.is/thora-misstigur-sig-sjalfstaedi/

"Þóra Arnórsdóttir opnaði formlega kosningaskrifstofu sína í gömlu Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg í dag og segir þá meðal annars :

„Þegar Ísland fékk sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var alveg skýrt að í hinu lýðveldi yrði þingræði með forseta, ekki forsetaræði.“

Sjá mbl.is HÉR.

Þetta er ekki rétt hjá Þóru:

Ísland varð fullvalda ríki 1918 og lýsti síðan yfir stofnun lýðveldis á Þingvöllum 1944 án þes að spyrja Dani sem voru þá hernumndir af Þjóðverjum. Ísland fékk aldrei sjálfstæði frá Dönum 1944"

Ykkur aðdáendum samfylkingarinnar getið þið virkilega sætt ykkur við svona frambjóðenda.? Að í samræðum við erlenda þjóðhöfðingja muni hún bókstaflega bulla um staðreyndir út og suður.

Sólbjörg, 29.5.2012 kl. 09:30

16 identicon

Sólbjörg, þetta er bara af sama meiði og þegar Jóhanna sagði að Jón Sigurðsson væri fæddur í Dýrafirði.

Greinilegt að þær Jóhanna og Þóra nota sama ræðuskrifarann og sá er mjög illa að sér í Íslandssögunni, en örugglega mun betur að sér í dagsetningu á síðastu boðvaldsskipun frá Brussel. 

Orðrétt (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 12:28

17 identicon

Við veljum Ólaf, vþa. að hann er með lýðræðislegan öryggisventil.

Kannski ekki stóran, en það er heldur ekki stærðin sem skiptir máli, heldur hvernig honum er beitt, það er vitrænt, því efir höfðinu dansar limurinn.

Og gáið að því, að höfuðið er þjóðin.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 29.5.2012 kl. 14:11

18 Smámynd: Einar Karl

Ísland lýsti yfir sjálfstæði 17. júní 1944. Ísland fékk fullveldi 1918 en fékk ekki forræði yfir sínum utanríkismálum þá og var undir dönskum konungi.

Við höldum uppá það á hverju ári 17. júní að hafa orðið sjálfstætt ríki 17. júní 1944. Þetta hélt ég að allir vissu.

Einar Karl, 29.5.2012 kl. 14:50

19 Smámynd: Elle_

Einar Karl, Jóhanna og co. ala á blekkingum, falsi, landsölu, lýðræðisleysi, sundurlyndi, tortryggni, hroðalegum yfirgangi.  Ólafur elur ekki á sundurlyndi og tortryggni þó hann standi með fólkinu, þjóðinni, gegn valdníðslu Jóhönnu og ykkar flokks.  Ólafur er lýðræðissinni, við vitum það.

Elle_, 29.5.2012 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband