Andlýðveldishefðin og frændi Þóru

Í aðdraganda forsetakosninganna 1996 íhugaði Jón Baldvin Hannibalsson formaður Alþýðuflokksins að bjóða sig fram enda þoldu kratar illa að fyrrum formaður Alþýðubandalagsins nyti þjóðarhylli.  Ólafur Ragnar Grímsson stóð fyrir þjóðernishefð vinstrimanna er átti samleið með sjálfstæðismönnum 1944 þegar lýðveldið var stofnað. Jón Baldvin lét kanna fylgi sitt og hætti við framboðið.

Dáðustu leiðtogar róttækra vinstrimanna annars vegar og hins vegar sjálfstæðismanna, þeir Einar Olgeirsson og Ólafur Thors, náðu saman um að einangra Alþýðuflokkinn veturinn 1944 þegar lýðveldisstofnun var ákveðin. Kratar voru undir áhrifum bræðraflokksins í Danmörku og vildu ekki stofna til lýðveldis.

Faðir Jóns Baldvins, Hannibal Valdimarsson, gekk harðast fram í andstöðunni við stofnun lýðveldis. Hann lagði þar með hornstein að andlýðsveldishefðinni í íslenskum stjórnmálum. Andlýðveldishefðin telur Íslendinga ekki geta staðið á eigin fótum. Um leið og gefur á bátinn hlaupa andlýðveldissinnar upp til handa og fóta og krefjast þess að við segjum okkur til sveitar hjá þeim útlenda húsbónda sem er í kallfæri.

Eftir hrun gekk andlýðveldissinnum vel í áróðrinum um að þjóðin gæti ekki haldið hér uppi mannsæmandi samfélagi og yrði að leita ásjár hjá Evrópusambandinu. Afleiðingin var umsóknin um aðild að ESB sem naumur meirihluti alþingis samþykkti 16.júlí 2009.

Forsetakosningarnar í sumar snúast um það hvort við viljum staðfesta tiltrú okkar á lýðveldinu eða gefa ESB-sinnum umboð til að sitja Bessastaði.

Ólafur Ragnar er tilbúinn að standa vaktina enn um stund. Álengdar bíður frænka Jóns Baldvins, Þóra Arnórsdóttir. Ef við kjósum Þóru verður það túlkað sem stuðningur við ESB-umsóknina.

Ólafur Ragnar er aftur maður lýðveldisins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögskilnaðarmönnum þótti það ekki eiga vel við að segja sig úr lögum við hernumda þjóð. Niðurstaðan varð málamiðlun. Lögskilnaðarmönnum tókst að aftra því, að sambandslagasamningnum frá 1918 væri rift vegna ósjálfráðinna vanefnda hernuminnar þjóðar. Hraðskilnaðarmönnum tókst á hinn bóginn að aftra því, að lýðveldisstofnunin væri látin bíða stríðslokanna. Hún var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 1944 með 95% atkvæða gegn rösklega 1%.....

gangleri (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 15:47

2 identicon

Vandinn við Kratana, er að þeir eru uppfullir af alþjóðarembu, sem hefur ekkert með heiðarlega samkennd alþjóðahyggjunnar að gera, ekki frekar en þjóðremba hefur neitt með heiðarlega samkennd þjóðernishyggju að gera.

Alþjóðaremba bíró-teknó-Kratanna byggist á glóbalísku forræði og boðvaldi að ofan, sem hefur það að markmiði að ræna almenning allra landa. Svo einfalt, en viðurstyggilegt, er það.

Auðvitað er Ólafur maður alþjóðahyggju, en einnig þjóðernishyggju.

Þóra er hins vegar fulltrúi alþjóðarembunnar, líkt og ISG, í þjóðrembunni, að einhver hlusti á rödd 0, eitthvað prósent á samfylktu elítuþingi og framkvæmdaráði ESB.  

Samfylkingin er nú gjör-strípuð og er ekki einu sinni með öryggisventil.

Ólafur Ragnar hefur hins vegaröryggisventil og það megum við þakka fyrir.

Orðrétt (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 16:07

3 identicon

Og þjóðin veit það innst inni,

að það er góð tilfinning að vita af og að geta virkjað öryggisventil Ólafs Ragnars.

Svo einfalt er það og er algjörlega augljóst, þó Baugsmiðillinn hafi reynt að

spotta okkar góða öryggisventil

Orðrétt (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 16:11

4 identicon

Auðvitað kýs allt hugsandi fólk Ólaf Ragnar.

 Hversvegna ?

 Jú, hann bjargaði því að afkomendur okkar yrðu skuldsettir um  HUNDRUÐ MILLJARÐA.

 Vissulega gaf hann með þessari gjörð þeim Jóhönnu & félaga Steingrími, ærlegt kjaftshögg - en heiðurinn er Ólafs.

 "Heiður þeim sem heiður ber".

Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 17:38

5 identicon

Þetta er eiginlega "jafnaðar"mennskan í hnotskurn er það ekki? Hún snýst um að "jafna" allt við jörðu og eymdarvæða allt sem þeir koma nálægt. 

Við getum ekki verið lýðræði að því að við erum svo lítil og vitlaus; við getum ekki verið með eigin mynt af því að við getum ekki stýrt henni; við verðum að borga áhættufjárfestum þegar okkur er hótað; við verðum öll að búa í leiguhúsnæði af því að það er smáborgaralegt að vilja eignast sitt eigið heimili; við verðum öll að fara í strætó því það eru bara flottræflar sem kaupa sér bíla; við verðum öll að eiga túpusjónvörp og svo framvegis.

Í raun hefur ekki verið til hindrun eða hótun svo smá hér eftir hrun að jafnaðarmannstjórnin hafi ekki séð ástæðu til þess að gefast upp fyrir henni.

Seiken (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 17:47

6 identicon

Minning: Hannibal Valdimarsson fv. ráðherra Alþýðuleiðtoginn. Eldhuginn. Vestfirðingurinn vígfimi. Goðsögnin í fimmtíu ára sögu íslenskrar vinstrihreyfingar. Galdur og glóð. Hetja verkamanna og sjómanna sem gerðist bóndi í Selárdalnum. Hólmgangan gegn hægri furstunum í Alþýðuflokknum. Orustan um siglingaleið Alþýðubandalagsins. Vann þar sigur en vissi það of seint. Fall Viðreisnar var hans stærsta stund. Fór einn í víking en kom aftur með fimm menn á þing. Sat á ný í vinstri stjórn. Vissi ávallt hvar íhaldið átti helst heima - utan garðs á bekkjum andstöðunnar. Jafnaðarmaður Íslands. Sannur og heill. Hannibal Valdimarsson. Við kveðjum hann í dag.

Ísafjörður. Já, Ísafjörður. Það voru ekki bækur sem skópu kenninguna um jöfnuð heldur baráttan í bænum. Samvinnuútgerðin og verkalýðsfélagið, gagnfræðaskólinn og sundlaugin sem voru byggð þrátt fyrir kreppu og þrengingar, mjólkurbúið sett á stofn til að bæta kjörin á heimilum barnanna.

Þeir voru menn verkanna Vilmundur og Finnur, Hagalín og Hannibal, Grímur og Stebbi skó. Og fólkið stóð með þeim en íhaldið á móti. Þeir þurftu ekki að spyrja hvað er hægri, hvað er vinstri, hvað er hagsmunir alþýðunnar, hvað leikfléttur broddborgaranna. Þeir hræddust ekki róttækni heldur sýndu hana í verkum sínum. Ísafjörður fékk heitið Rauði bærinn. Íhaldið fyrir sunnan leit á þá sem höfuðóvin og sendi marga sína fimustu menn vestur á firði til að koma þessum róttæku jafnaðarmönnum á kaldan klaka. En án árangurs.

Um áraraðir var Hannibal erkifjandinn á síðum Morgunblaðsins. Ritstjórinn og borgarstjórinn fyrrverandi í Reykjavík lögðu á sig ærið erfiði til að koma Hannibal á kné. Hann var óvinur númer eitt.

Jafnaðarmaður að vestan sem helgaði líf sitt hugsjóninni um sameiningu vinstrimanna. Jafnaðarmaður að vestan sem ávallt var fremstur í röðum þeirra sem skoruðu íhaldið á hólm. Jafnaðarmaður að vestan sem safnaði launafólki saman um eindregnar kröfur og baráttu fyrir jöfnuði og betra mannlífi, rétti allra til umönnunar og hjúkrunar, mennta og menningar. Baráttumaður sem alþýðusamtökin gerðu að forseta sínum. Hannibal Valdimarsson forseti ASÍ. Það var stolt í röddu þegar verkamennirnir ávörpuðu foringja sinn og átrúnaðargoð.

Já, átrúnaður. Kannski var það merkasti eiginleikinn á stjórnmálaferli Hannibals. Þau trúðu á hann fiskvinnslukonan og sjóarinn, múrarinn og smiðurinn. Þúsundir launafólks í öllum landshornum. Var hann ekki fluttur í böndum úr Bolungarvík fyrir það eitt að ætla að stofna verkalýðsfélag á staðnum. Goðsögnin óx ár af ári. Uppreisnin gegn hægri krötum, kosinn formaður Alþýðuflokksins í hörðum slag, síðan steypt fyrir vinstri villu og rekinn á dyr, steig fram á ný og stofnaði Alþýðubandalagið, settist síðan sem sigurvegari í fyrstu vinstri stjórn lýðveldisins.

Baráttuárin 1953-1959. Jafnaðarmaðurinn að vestan varð alþýðuforingi Íslands. Átrúnaðargoð og hetja. Slík var dýrkunin að pottormur vestur á Þingeyri í fóstri hjá afa sínum og ömmu gerðist rétt rúmlega 10 ára talsmaður Hannibals í orðaskaki við Magnús frænda sinn, verkstjórann í frystihúsinu. Hannibalistinn var heitið sem Magnús frændi minn skellti á mig sí og æ í þessu orðaskaki okkar fyrir tæpum fjörutíu árum. Og hélt síðan áfram að nota það á mig, líka þegar ég dvaldi um stund á Framsóknarbænum. Hannibalistinn. Ungur strákur var stoltur yfir þessu heiti og fylgdist ákafur með orrahríðum hetjunnar fyrir sunnan.

Slíkur var átrúnaðurinn. Hannibalistinn var mér ungum strák sæmdarheiti. Og er reyndar enn þegar undarleg vegferð örlagatungla stjórnmálanna hafa gert mig að formanni flokksins sem Hannibal Valdimarsson gaf öðrum mönnum fremur tilverurétt og veganesti.

Þegar hægra liðið í Alþýðuflokknum gerði bandalag við Sjálfstæðisflokkinn til að útskúfa Hannibal og koma böndum á áhrifamátt hans í samtökum launafólks þá varð Alþýðubandalagið til á fáeinum mánuðum. Baráttutæki vinstri manna gegn forræði íhaldsins í landstjórn og verkalýðshreyfingu. Róttækir jafnaðarmenn, félagar úr Sósíalistaflokknum og síðar friðarsinnar og herstöðvaandstæðingar úr Þjóðvarnarflokknum tóku höndum saman í Alþýðubandalaginu. Í tólf ár var Hannibal Valdimarsson formaður Alþýðubandalagsins og jafnframt forseti ASÍ. Í senn leiðtogi í þingsölum og foringinn við samningaborðið. Baráttan fyrir jöfnuði og bættum kjörum, hugsjónin um raunsanna og róttæka jafnaðarstefnu var sá lífsandi stjórnmálanna sem hann blés öðrum í brjóst.

Vissulega voru þar einnig átök innanborðs. Sá kjarni úr Sósíalistaflokknum sem enn trúði á agaðan öreigaflokk eftir fyrirmyndinni úr austri var Hannibal oft erfiður í samstarfi. Og bróðirinn fluggáfaði sat löngum á Marbakkanum og vildi ráða taflmennskunni. Síðan bættust synirnir í hópinn. Tveir höfðu gengið í flokksstýrða skóla austantjalds; sá þriðji var nýkominn frá Edinborg og gerði tilkall til þingsætis. Frá þeim tíma er nær að leita skýringa atburðanna í heimi Sturlungu hinnar fornu en í vitrænni greiningu vísinda nútímans. Hvað var Finnboga? Hvað var Arnórs, Ólafs og Jóns? Og hvað var Hannibals.?

Hver veit? Eða vitum við það nokkru sinni? Mér kemur í huga næturlöng samræða við skólameistarann nýja á heimavistinn á Ísafirði, ungan og vonsvikinn fyrir hartnær 20 árum þar sem aftur og aftur var farið yfir Tónabíósfundinn og skiptinguna í þingflokki og verkalýðsforystu Alþýðubandalagsins að loknum kosningum 1967. Fylgismenn Hannibals, þeir sem vildu breiðan flokk jafnaðarmanna höfðu í raun og veru unnið sigur innan Alþýðubandalagsins, náð meirihlutanum en skildu það ekki, höfðu í reynd sigurlaunin í hendi sér en héldu í misskilningi á brott kannski vegna þess að skákmeistarinn á Marbakkanum hafði gleymt að stilla öllum mönnunum á borðið! Taldi skákina tapaða þótt hún væri í reynd gjörunnin.

Saga vinstrihreyfingarinnar á Íslandi hefði vissulega orðið önnur ef Hannibal hefði innan Alþýðubandalagsins fylgt eftir sigrinum frá 1967 í stað þess að leggjast aftur í víking með nýtt skip og annað föruneyti. Enn og aftur heillaði hetjan unga menn og átrúnaðurinn reyndist sterkur um landið allt. Sigur Samtakanna - sigur Hannibals - í kosningunum 1971 steypti Viðreisninni af stalli og kom til valda nýrri vinstri stjórn. Í annað sinn í sögu lýðveldisins var hann foringinn sem flutti Sjálfstæðisflokkinn út úr Stjórnarráðinu og vinstri stefnuna inn.

Kempan var tekin að eldast og margar hendur vildu nú halda um stýrið. Því fór sem fór. En það var reisn yfir foringjanum síðustu dagana í þingsalnum. Lengi munu sagnfræðingar velta fyrir sér þeirri spurningu: Hvort var það Rútur, Björn eða Hannibal sem réðu hinum röngu skrefum vordaganna 1974 og reyndar árin öll frá 1967 og til stjórnarslitanna þjóðhátíðarárið? Nú eru þeir allir þrír horfnir en eftir sitja aðeins þeir sem slegnir eru blindu nýrra tíma.

Alþýðuforinginn. Goðsagnahetjan. Það var glóð í augum gömlu mannanna sem ég hitti í vikunni í Búðardal og Borgarnesi, Vestmannaeyjum og suður með sjó. Þeir höfðu fylgt Hannibal í baráttunni, jafnaðarmenn í raun og sann, eldheitir í andstöðu við aðgerðir líðandi stundar, stoltir af stuðningi við kempuna frá Ísafirði. Hannibal! Þeir voru beinir í baki og spurðu sterkum rómi: Hvað hefði hann gert nú? Og handtak þeirra var þétt þegar við minntumst hetjunnar sem í hárri elli hafði nú kvatt þennan heim.

Á þessum degi flyt ég þakkir frá öllum þeim sem fylgt hafa Alþýðubandlaginu, flokknum þar sem Hannibal gegndi formennsku lengur en nokkur annar. Ég minnist þeirrar vináttu sem gerði föður minn og hann að fóstbræðrum. Ég leita svara við spurningum um orsakir og örlög. Var það tilviljun að ungur strákur í þorpi við Dýrafjörð tók stoltur við nafngiftinni sem gerði nafn Hannibals að stjórnmálastefnu. Og telur reyndar mörgum áratugum síðar að slík tilvísun nái betur andanum í amstri dagsins en langar ræður og flóknar kennisetningar. Ég spyr: Eru það orðaleikir eða verkin sjálf sem gera suma að raunsönnum baráttuhetjum íslenskra jafnaðarsinna en aðra ekki.

Hannibal Valdimarsson var ævintýrið í íslenskum stjórnmálum. Hetjan í íslenskri alþýðusögu.

Ólafur Ragnar Grímsson

Til baka Leita í greinasafni Prenta grein © Höfundaréttur

Aðgangsupplýsingar

Notandi: Þú ert ekki innskráð(ur).

Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.

Nánar

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.

gangleri (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 18:34

7 identicon

Ólafur Ragnar er svo fínn maður, að hann skrifar mas. vel um Hannibalana.

Það er annað en skítkastið á Ólaf, sem kemur frá stuðningsmönnum Þóru.

Orðrétt (IP-tala skráð) 28.5.2012 kl. 19:35

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Minni Ganglera á að Ólafur var eins árs á lýðveldisárinu. Hann hefur því enda lítið að segja um þann tíma í þessari minningu heldur minnist með hlýhug umdeils stjórnmálamanns sem hann fylgdi í einhverjum málum í seinni tíð. Minningargreinin fjallar um hans kynni af Hannibal og nær eðlilega ekki lengra aftur en til 1967. (Ólafur 24 ára).

Hannibal átti sér langa sögu og var mikill tækifærissinni, sem breytti um kúrs og flokka eins og vindurinn blés. Hann var aldrei hataður, en umdeildur var hann.  Ég er meira að segja svo frægur að hafa haft hann sem skólastjóra þótt ég sé 16 árum yngri en Ólafur.

Hvað þessi langloka þín kemur efni þessa pistils við er mér ómögulegt að skilja frekar en annað sem frá þér kemur. Hvort sem það eru varnir fyrir andlýðveldi og andlýðræði eða reiknikúnstir skoðanakannanna sem annað hvort eru skyldar skammtafræði eða þá botlausri heimsku.

Jón Steinar Ragnarsson, 28.5.2012 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband