60% þjóðarinnar á móti meirihluta alþingis

Tæp 60 prósent þjóðarinnar vilja fá að greiða atkvæði um ESB-umsókn Íslands, samvkæmt könnun í Fréttablaðinu. Meirihluti alþingis hafnaði tillögu Vigdísar Hauksdóttur um að spyrja þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu hvort halda ætti til streitu ESB-umsókninni.

Spurning Fréttablaðsins var þessi: Á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á næstunni til að ákveða hvort halda eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram?

Spurningin í tillögu Vigdísar: Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?

Þegar meirihluti þjóðarinnar er á allt annarri skoðun en meirihluti alþingis í mikilsverðu máli er einboðið að við eigum að ganga til kosninga sem fyrst.

Skrifum undir á kjósendur.is til að leggja áherslu á þingkosningar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baldur Þórhallsson varamaður Jóhönnu (eða voru þau kannski bæði inn á vellinum í einu?) sagði að þingið hefði með atkvæðagreiðslunni sent þjóðinni skýr skilaboð!

Ja, ekki byrjar þingmannsferillinn gæfulega hjá Baldri karl anganum. A.m.k. virðist þjóðin hafa misskilið skilaboð hans miðað við niðurstöður þessarar könnunnar. 

Seiken (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 19:34

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Undskyld, en sitja þingmenn ekki í umboði kjósenda en ekki omvendt. Hroki háskólakennarans leynir sér ekki.

Einu sinni var sagt að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Nú virðist þingið sólkerfum frá þjóðinni, er ekki hægt að fá viðbrögð við því?

Ragnhildur Kolka, 26.5.2012 kl. 19:50

3 identicon

Á alþingi sita 64 þingmenn,

það segja amk. Jóhanna hrunráðherra Samfylkingarinnar

og ESB og HÍ stjórnmálafræðiprófessorinn Baldur Þórhallsson.

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 20:11

4 identicon

Hvað segja tölurnar? Úrtakið er 1326. Af þeim svara 800 eða 60%.Af þeim svara taka 744 aftöðu eða 93%.431 segja já sem er 58% af þeim sem svara en 32% af upphaflegu úrtaki. 312 segja nei sem er 42% þeim sem svara og 23% af upphaflegu úrtaki. Nú kemur að túlkun? Með hve mikilli vissu getum við sagt að það sé munur á fylkingum?40% af úrtaki næst ekki eða svara ekki eða vilja ekki taka þátt. Hvernig er þessi hópur?

kjosendur.is :Fjöldi undirskrifta:

8803 Undirskriftir

Skynsemi.is :11906 hafa skrifað undir áskorunina.

gangleri (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 22:02

5 identicon

En kemur Páll vilhjálmsson ekkert á óvart !

Ein tómt bull í honum !Það eru kosningar sem segja til um úrslit á hverju sem er !

Þú ert háskólamenntaður, er það ekki, þú ert ekki með próf fyrir að mæta í tíma ?

Eða var það þannig sem þú fékkst þína menntun ?

JR (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 22:40

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 22:49

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg verð að segja eins og er, fyrir minn hatt, að eg hef aldrei skilið og skil ekki enn, hvernig Andsinnar leggja upp þessa strategíu sína.

það skiptir engu máli hvað einhverjar skoðanakannanir segja þennan daginn eða hinn. Eða væri barasta allt í lagi þegar kemur á morgun skoðanakönnun sem segir að 60% sé fylgjandi samningarviðræðum?

það þýðir ekkert að láta svona. þetta er kjánalegt og umhugsunarvert hvernig aðalsamtök Andsinna haga sér í þessu máli.

Alþingi samþykkti aðildarviðræður. Að loknum samningaviðræðum verður kosið um fyrirliggjandi samning. Punktur. Basta.

Hitt er annað, að það er jafnframt umhugsunarvert að tvö helstu upplegg Andsinna - hafa rækilega og tótallí reyst bulluþvaður. Sem vonlegt var. það er umhugsunarvert einfaldlega vegna þess hve mikla áherslu þeir hafa lagt á nefnd atriði. þessi atriði eru:

1. það er ,,aðlögunnarferli".

Fakt: Hefur sannanlega reynst þvæla. Eins og eg benti á strax á á degi eitt.

2. það er ,,ekkert um að semja".

Fakt: Hefur sannanlega reynst þruglumbull. Sumt því viðvíkjandi hefur meir að segja komið á óvart. Td. í sambandi við gjaldeyrishöftin. EU ætlar barasta að hjálpa Íslandi að losna úr höftunum og losna við snjóhengjuna.

Sko, það má alveg eflaust finna eitthvað að væntanlegum samningi. það er fátt fullkomið hér í heimi. En það hvernig Andsinnar nálgast þetta mál - það er eiginlega alveg óskiljanlegt. þetta er svo ómálefnalegt hjá þeim. þetta er heldur ekki bundið við einn eða tvo Andsinna. Td. lenti ég fyrir slysni inná Ínn rásina um daginn - þar var Guðlaugur þór að halda ræðu um EU - og þvílíka bullið maður. Við erum að tala um alþingismann. Maður hristir bara hausinn yfir þessu liði. því miður.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.5.2012 kl. 01:28

8 identicon

Auðvitað vill vaxandi meirihluti þjóðarinnar hætta við þetta feigðarflan helferðarstjórnarinnar. 

Þjóðin er alltaf vitrari en fíflin á þingi,

sem létu Jóhönnu og Steingrím terrorisera sig í hliðarsölum og vanvirða þar með Stjórnarskrárvarinn rétt þingmanna til að greiða atkvæði samkvæmt bestu samvisku.  Það gilti bæði er Icesave samningum var nauðgað í gegn af þeim helferðarhjúunum á þingi og eins er þingmenn VG háskældu á þingi vegna upphafs aðlögunar að Brussel elítu viðbjóðnum. 

Þetta veit allur almenningur og er nú búinn að fá uppí kok af valdnauðgun og flokksræði helferðar hjúa AGS og Icesave vistarbanda oks skv. beiðni ESB. 

Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 01:57

9 identicon

Allir helstu fjölmiðlar heimsins tala nú um undirbúning ríkisstjórna

vegna væntanlegs hruns evrunnar

Þetta veit meirihluti almennings hér á landi og sér engan tilgang í að æða

inn í þá vítisloga sem þar munu geisa, enda skelfur og titrar nú öll Ítalía

og svo er það Portúgal og svo er það Spánn

og að lokum stendur Frakkland upp og mótmlælir yfigangi Þýskalands

og þá mun allt verða þar snar-snældu-brjálað.  Allt þetta vitum við.

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 02:12

10 identicon

Jóhanna safnar nú í sarpinn og verður brátt sett inn í raspinn

fyrir margföld Stjórnarskrárbrot og ökónómískan terrorisma gegn þjóðinni

og það ítrekað, því hún var einnig hrunráðherra ásamt Össuri.

Steingrím ræfilinn er nóg að senda í eigin mykjuhaug. 

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 02:31

11 identicon

Europe's biggest fear

A run they cannot stop

Þetta er nýjasta greining The Economist á evru-vandanum:

May 25th 2012, 11:20 by A.P. | LONDON

It’s been a week since shares in Bankia plummeted on reports, later denied, that customers were pulling deposits out of the Spanish lender. Fears of a full-scale bank run in Greece have not yet materialised. But the possibility of a deposit run in Europe's peripheral states is still very much alive. It is also the thing that policymakers are least prepared for. 

As with most aspects to the euro crisis, the usual answers are not much help. One tactic is to show customers the money. Old hands of emerging-market bank runs talk of how they used to pile cash up in full view of panicking customers so that they could see how well stocked the banks were with money. The equivalent now is to let the central bank provide enough liquidity that the ATMs always spit out cash. But if the idea is to get your hands on euros today in case of a currency redenomination tomorrow, then you will still want it out of the bank and under the mattress.

Another response to runs is to calm worries about the solvency of specific institutions by beefing up the scale of deposit guarantees. In the first phase of the crisis, which now seems almost innocent in its simplicity, that is what governments did. But that makes the problem worse, not better, if government solvency is at the root of the problem.

The logical solution, as we argue this week, is to set up a joint deposit-guarantee scheme, in which euro-zone states pool resources to provide credible reassurance that depositors across the zone will get their money back, up to a harmonised threshold of €100,000 ($125,000). To get around the redenomination risk, the guarantee would have to be a promise to repay the original value of the deposit in euros.

The problem, as analysts have noted this week, is that even if the political will to realise this end existed (which is highly questionable), it would take a long time to negotiate an agreement. There are all sorts of fiddly details for Eurocrats to get their teeth into. Should the scheme be prefunded? Should depositors be preferred creditors, or behind the ECB in the queue? What supervisory arrangements are needed to ensure that creditor nations have sufficient oversight of the deposit-taking institutions they now insure in peripheral countries? And that is before you get into the rigmarole of ratifying agreements.

The trouble with this is that there is a horrible, insoluble mismatch between the timescales to which Europe’s policymakers work and the timescale of a bank run. A run is most likely within the next few weeks. And if a run starts, Europe’s governments will have to reassure within a matter of hours. You might just about get a communiqué from Brussels in that timeframe, but could it really reassure when so many questions are unanswered?

If it does not, then the run will continue until such time as the banks close their doors to further withdrawals or the central banks have satisfied depositors’ demand for cash. The former means trapping depositors inside a system they do not trust. The latter means providing liquidity to a banking system that has been abandoned by its own citizens. It would be hard to come back from either position.

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 03:14

12 identicon

Á ég að endurtaka varúðarorð The Economist?

A run is most likely within the next few weeks.

And if a run starts, Europe’s governments will have to reassure within a matter of hours. You might just about get a communiqué from Brussels in that timeframe, but could it really reassure when so many questions are unanswered?

Nei, júró-bíró-teknó-kratarnir munu ekki geta svarað öllum þeim spurningum tímanlega, því þeir koma sér ekki saman um neitt nema að staðla endalaus leiðindi á endalausum möppu-dýrabæjar fundum.  Svo þurfa allir leiðtogarnir að koma enn og aftur saman og þá verða þeir líkastir

gríni Benedikts Gröndal á leiðtogum Evrópu í Heljarslóðarorustu.

Orðrétt (IP-tala skráð) 27.5.2012 kl. 03:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband