Ólafur Ragnar er Ekki-Samfylkingin

Samfylkingin og sá hluti VG sem lítur á sig sem Samfó-hækju bjóða fram Þóru Arnórsdóttur til forseta. Þóra er ESB-sinni til margra ára og starfaði í samfylkingarkreðsum áður en hún gekk til liðs við ESB-RÚV.

Ólafur Ragnar, aftur á móti, er fulltrúi fullveldissinna sem telja forræði íslenskra mála best komið í höndum Íslendinga sjálfra.

Þeir sem vilja auka veg Samfylkingarinnar í íslensku samfélagi kjósa Þóru. Þeir sem telja Samfylkinguna sértrúarhóp með takmarkað erindi til þjóðarinnar kjósa Ólaf Ragnar.


mbl.is Ólafur mælist með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Færsa þín sýnir fullkomlega hvernig Ólafur hefur breytt forsetaembættinu til hins verra.  Það er orðið pólitískt sem það hefur aldrei verið áður.

Óskar, 26.5.2012 kl. 14:19

2 identicon

Ef ÓRG hefði ekki gert þessa "breytingu" Óskar, þá værir þú þessa stundina að klóra þér í hausnum yfir því hvernig í andskotanum þú ættir að finna 500 milljarða af gjaldeyri til þess að borga Icesave 1.

Seiken (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 14:42

3 identicon

Alveg rétt hjá Seiken, en annars má benda Óskari á að leitun er á rammpólitískara framboði en framboði Þóru.

Það er heil pólitísk fylking eða réttara sagt sértrúarsöfnuður á pólitískri framfærslu almennings í framboði á móti Ólafi.

Er það Ólafi Ragnari að kenna?

jonasgeir (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:16

4 identicon

Þóra er vitaskuld forsetaframbjóðandi Samfylkingarinnar og VG

og  hefði því skrifað undir alla víxla og verðbréf hrægamma og erlendra vogunarsjóða, samkvæmt valdboði frá Jóhönnu og Steingrími.

Það velkist enginn í vafa lengur um það.  Þóra hefði aldrei gengið gegn vilja Jóhönnu og Steingríms.  Hún hefði kvittað undir, með sælubros á vör, svo íslenska þjóðin gæti farið á krossinn fyrir syndir alls hins siðspillta fjármálaheims; allt fyrir drauminn um alríki elítunnar.

Orðrétt (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 15:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Varstu búinn að sjá þessa skoðanakönnun um vilja þjóðarinnar ef áframhald viðræðna yrði borið undir þjóðaratkvæði Palli?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2012 kl. 15:28

6 identicon

Sú skemmtilega staða er nú komin upp að Sjálfstæðismenn eru orðnir hálf skelkaðir um að Ólafur Ragnar verði forseti í 4 ár í viðbót. Eftir næstu Alþingiskosningar er ekki ólíklegt að Bjarni Benediktsson verði forsætisráðherra.

Ólafur Ragnar mun því snúa honum eins og skopparakringlu í kringum sig, eins og hann er farinn að gera við alla. Væntanleg stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar (ef að líkum lætur) verður því undir hælnum á Ólafi Ragnari, fyrirverandi Alþýðubandalagsmanni með meiru.

Er nema von að það að það séu farnar að renna a.m.k. tvær grímur á Sjálfstæðismenn þegar þessi framtíðarsýn blasir við ?

Láki (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 17:06

7 identicon

Hefi aldrei kosið flokk þar sem Ólafur Ragnar skipaði sæti.

 En nú mun ég kjósa hann, já, og reyndar heyri ég það sama hjá ÖLLUM mínum félögum.

 Hversvegna ?

 Jú, hann bjargaði börnum okkar og afkomendum frá hundruðum MILLJARÐA skuldabagga, sananber Icesave,.

 " Heiður þeim sem heiður ber" - og stórt  X við Grímsson á kjördag.

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 17:07

8 identicon

Til að létta fólki lundina, þá læt ég hér fylgja með dásamlegt myndband úr fábrotnu eldhúsi, þar sem Louisiana sydeco dansspor eru stigin af miklu lífsfjöri,

sem seint myndu teljast til staðlaðra alríkis spora, hvorki í Washington né Brussel og alls ekki í Frankfurt eða á Wall Street og alls ekki hjá samfylktri Nubo-hirðinni, enda eru þau svo skemmtileg, lífleg og fjörleg:-)

http://www.youtube.com/watch?v=8iz0Px8a5HI&feature=related

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 18:00

9 identicon

Kíkiði á myndbandið og ímyndið ykkur að þannig byrjuðu allir dagar á vanhæfa þinginu, sem 90% þjóðarinnar treystir ekki lengur

að þannig byrjuðu allir dagar hjá vanhæfu ríkisstjórninni, sem virðist hafa það eitt að markmiði að níða heimilin og fjölga hér þrælum í vistarböndum

að þannig byrjuðu allir dagar hjá aðlagaðri stjórnsýslunni og stofnunum hennar, sem virðast hafa það eitt að markmiði að hygla sér og einungis sínum

... að þannig byrjuðu allir dagar hjá okkur öllum, sem bara viljum mynda samstöðu um lýðræði okkar og velferð okkar til hagsbóta fyrir okkur öll, í þeirri fullvissu að við búum í gósenlandi og að hér ættu allir að geta haft það gott, í sátt og samlyndi og með fullveldi okkar tryggt,

án valdboða að ofan frá elítu júró-teknó-Kratanna og Kommanna og vatnsgreiddra stuttbuxna Dindlanna.  

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 26.5.2012 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband