Föstudagur, 25. maí 2012
Ísland sækir um aðild að evru-hruni
Bretar íhuga að hætta aðild að Evrópusambandinu, Svisslendingar eru grjótharðir andstæðingar aðildar, Norðmenn eru hættir að ræða aðild, Danir og Svíar prísa sig sæla að búa ekki við evru. Hvað gera Íslendingar andspænis yfirvofandi evru-hruni?
Jú, þeir sitja uppi með ríkisstjórn sem staðráðinn er í að ganga í Evrópusambandið og setja þjóðina, landið og miðin í hrærigraut efnahagslegrar kreppu og pólitískrar tilraunastarfsemi sem stendur yfir á meginlandi Evrópu.
Jóhönnustjórnin er tilræði við velferð lands og þjóðar til lengri og skemmri tíma.
Spyr um viðbragðáætlun stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í breskum sjónvarpskappræðum tók Eurokrati til varnar sambandinu í gær og benti á að Tyrkir vildu ennþá inn í sambandið og væru með umsókn í gangi. Það væri til marks um að allt væri í fína lagi.
Mig minnir að umsókn Tyrkja hafi verið í gangi s.l. áratug eða svo og inni af gömlum vana. 47% aðildarlanda stendur gegn inngöngu þeirra. Aðeins um helmingur Tyrkja vill ganga í sambandið.
Þetta eru þó einu rökin sem eurokratar henda á lofti um ágæti sambandsins og svo náttúrlega að Ísland sé að sækja um. Þar eru fleiri meðmæltir inngöngu af því að trúarbrögð á íslandi samræmast m.a. betur reglunni innan sambandsins en múslimatrú tyrkja fer mikið í taugarnar á sumum ESB þjóðum.
Allavega þá mun ESB vera algerlega desperat að halda okkur inni í viðræðum, því það myndi spilla traustinu verulega ef við hættum við. Þrýstinguinn á aðildsrumsókn er því orðinn meiri frá hendi sambandsins en á þjóðþingi Íslendinga. Þetta má greina mjög vel af uppivöðslu og fegrunaraðgerðum Stefáns Fúla, sem er kominn langt út fyrir umboð sitt í áróðinum og inngripum í innanríkismál þetta.
Ég vil svo í þessu sambandi krefjast þess að aðalsamningamaður okkar verði látinn hætta og annar hlutlausari settur í hans stað. Það er algerlega óverjandi að sá aðili taki virkan þátt í áróðursherferð ESB hér á landi, þegar starf hans á að snúast um að gæta hagsmuna okkar í samningaviðræðum. Þetta er eins og að ríkissáttasemjari sé að tala máli atvinnurekenda í vinnudeilum í fundarherferð þeirra um landið.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2012 kl. 08:44
Danir og Svíar prísa sig sæla við að hafa ekki Evru segir þú. Vanþekking þín er mikil. Danska krónan er bundin Evru með mjög litlum frávikum, því má segja að í raun og veru hafi þeir Evru- og eru sáttir við það.
Óskar, 25.5.2012 kl. 11:04
Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur. Einungis 10% treysta núverandi þingi.
Það liggur í augum uppi að vanhæft þing og vanhæf ríkisstjórn nýtur ekki trausts yfirgnæfandi meirhluta okkar, sem viljum fá algjöra ormahreinsun innan fjórflokkanna og þremenningaklíku Hreyfingar/Dögunar.
Allt heiðarlegt fólk, innan allra flokka, veit að vanhæfir þingmenn sitja sem límdir við stóla sína og hanga þar einungis sem rakkar á eigin roði. Þessa pattstöðu þarf að rjúfa og það gerum við, heiðvirðir kjósendur allra flokka, með því að skrifa undir áskorunina. Svo einfalt er það.Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 14:56
Samstaða okkar sem þjóðar gegn sundrungarafli samspilltrar valdaelítu kerfisflokkanna, sem skattleggja okkur til að geta skammtað sér tugi milljóna hver af ríkisfé og og þiggja enn mútufé frá gjörspilltum bönkum. Og nú frá alræði Brussel valdsins.
Okkur ber að losna við þessa óværu, því annars endum við sem lúsug hjálenda ESB, agnarlítil lús út á norðurhjara veraldar. Til hvers höfumm við þá þraukað hér í rúm 1100 ár? Til að enda sem agnarsmá lús undir hæl stór-Þýskalnds?
Vér mótmælum því öll, að enda sem lús undir hæl stór-Þýskalands!
Orðrétt (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 15:11
Orðrétt og litli landsímamaður, mikið hjartanlega er ég sammála ykkur báðum og alveg endilega vil ég taka undir þessi mótmæli:
Vér mótmælum því öll, að enda sem lús undir hæl stór-Þýskalands!
Eva (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 15:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.