Fimmtudagur, 24. maí 2012
Mörður gefur sér að þjóðin hafni ESB-umsókn
Mörður Árnason og aðrir þingmenn Samfylkingar tóku það sem gefið að þjóðin myndi hafna ESB-brölti Jóhönnustjórnarinnar. Þess vegna var allt lagt í sölunar að koma í veg fyrir aðkomu þjóðarinnar að ESB-umsókninni.
Mörður segir það stórsigur að koma í veg fyrir þjóðaratkæði um ESB-umsóknina.
Litlu verður Vöggur feginn.
ESB-viðræðurnar á fulla ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki að það komi á óvart að Páll Vilhjálmsson skrifa illa um fólk , hvað þarf maður að vera mikla menntun til að geta ekki skilið einfalt mál ?
JR (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:21
Landsöluliðið er samt við sig í lýðræðishatri sínu. Þeim hefnist skjótt fyrir það.
Gleymum ekki sögunni: Mussolini var hengdur.
Hitler fargaði sjálfum sér, eftir að brjálæði Deutschland uber alles lauk síðast.
Og brátt líkur því á nýjan leik. Mas. Ítalía skelfur öll og hús hrynja.
Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:25
"Lýðræðissambandið" ESB er væntanlega mjög sátt við sundrung íslendinga.
En það kemur dagur eftir þennan dag, bæði í Brussel og á Íslandi.
Koma dagar koma ráð, sagði eitt sinn afskaplega víðsýn og velviljuð kona við mig, þegar ég var ung, reynslulaus, rótlaus og villuráfandi unglingur.
Kannski þarf reynslulaus og villuráfandi íslensk þjóð einmitt að heyra þessi heilræði góðu konunnar núna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 22:35
Undarlegt að heyra þetta frá JR,
sem nýlega hótaði fólkisem skrifaði athugasemdir hér, að þeir fengju að kenna á því; frá hverjum? Ökónómískum hittmanni ESB og Samfylkingarinnar?
Orðrétt (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:36
NÚ ER STEFAN FULE,STÆKKUNARSTJÓRI ÞESSA ESB-KLÍKUVELDIS ÁNÆGÐUR OG SENDISVEINNINN HANS ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON.
STEFAN FULE ER VÍST STADDUR Á LANDINU AÐ MÉR SKILST.
JÓHANNA OG HENNAR GENGI HEFUR FENGIÐ KLAPP Á HNAKKAN Í DAG FRÁ ÞESSUM STEFAN FULE,SENNILEGAST HEFUR HANN SKELLT KOSSI Á HANA JÓHÖNNU SÍNA.
Númi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 23:11
Númi. Verst ef Jóhanna kærir sig ekki um koss frá karlkyns-Fúla bankaræningja-bólu-ráherra ESB-seðlabankans.
Hvað mun hin lespíska Jóhanna gera í því?
Þetta er að sjálfsögðu gagnslaus og rakalaus gálgahúmor hjá mér, en er eitthvað annað í boði en að snúa sér að einhverskonar húmor við vitleysunni sem er í gangi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2012 kl. 00:13
Blekkingasmiðjan í Brussel skákar lygamaskínu kommúnista í Kreml
Í Brussel hefur verið byggð upp einhver mesta blekkingasmiðja, sem Evrópubúar hafa orðið vitni að frá því að lygamaskína kommúnista í Moskvu var og hét. Skýrt dæmi um vinnubrögð þessarar blekkingasmiðju má sjá í grein Stefáns Fule, stækkunarstjóra ESB í Morgunblaðinu í dag.
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur skipulega verið unnið að því innan ESB að tryggja framkvæmdastjórn þess heimild til að setja löndunarbann á íslenzkan fisk í öllum höfnum ESB-ríkja vegna deilu okkar og nokkurra ESB-ríkja um makrílveiðar. Slíku löndunarbanni var fyrst beitt gegn Íslendingum við útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr þremur í fjórar sjómílur.
Hvernig útlistar Stefán Fule þessa hótun um löndunarbann í grein sinni í Morgunblaðinu? Svona:
„Þá vildi ég líka bregðast við áhyggjum af tillögum framkvæmdastjórnarinnar um hugsanlegar aðgerðir til að tryggja sjálfbærar fiskveiðar. Þær tillögur eru hugsaðar sem almenn ráðstöfun- og því ekki gagnvart Íslandi einu - og eru í fullu samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar svo sem EES-samninginn.“
Hvaða árangri telur þessi maður sig ná með svona hjali hér? Til Íslands hafa komið þingmenn frá þessum ríkjum, sem hafa sagt okkur umbúðalaust hvað þeir ætlist fyrir.
Við höfum staðið í stórstríði við Breta og Hollendinga um Icesave. Þjóðin sjálf hefur tekið af skarið. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú skipað sér í sveit með Bretum og Hollendingum. Hvernig skýrir Stefán Fule þá afstöðu? Svona:
„Þetta er ekki fjandsamleg aðgerð, sem beinist sérstaklega að Íslandi heldur snýst þetta um að uppfulla eina af höfuðskyldum framkvæmdastjórnarinnar, nefnilega að tryggja að reglur ESB séu virtar og að staðið sé við skuldbindingar.“
Hvað er maðurinn að fara? Hvaða reglur ESB höfum við ekki virt í tengslum við Icesave? Hvaða skuldbindingar höfum við ekki staðið við í sambandi við Icesave?
Það er því miður ekki að marka eitt einasta orð, sem frá Brussel kemur, hvorki gagnvart okkur Íslendingum né öðrum.
Það er kominn tími til að við förum að losa okkur við þessa óværu.
SG
Orðrétt af Stjórnmálavakt Styrmis (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 01:04
Það gerðum við varðandi Icesave og gerum það enn og aftur. Einungis 10% treysta núverandi þingi.
Það liggur í augum uppi að vanhæft þing og vanhæf ríkisstjórn nýtur ekki trausts yfirgnæfandi meirhluta okkar, sem viljum fá algjöra ormahreinsun innan fjórflokkanna og þremenningaklíku Hreyfingar/Dögunar.
Allt heiðarlegt fólk, innan allra flokka, veit að vanhæfir þingmenn sitja sem límdir við stóla sína og hanga þar einungis sem rakkar á eigin roði. Þessa pattstöðu þarf að rjúfa og það gerum við, heiðvirðir kjósendur allra flokka, með því að skrifa undir áskorunina. Svo einfalt er það.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 02:23
Ég er þér hjartanlega sammála litli landsímamaður.
Ef það er einhver þarna úti sem treystir sér í undirskrift til forseta til að fá lögum um IPA-styrkina hafnað og svo öllu þessu ferli inn í ESB þá væri það vel þegið.
Þessi ríkisstjórn ætlaði aldrei að leifa þjóðinni að kjósa um þetta mál í neinni alvöru, Jóhanna sagði það einfaldlega í upphafi stjórnarsetu sinnar þó hún síðan hafi farið að tala um að þjóðin fengi að kjósa þegar samningur lægji fyrir, en þá er líka spurning um hvort þjóðin standi ekki frammi fyrir ornum hlut, eða verði að öðrum kosti skaðabótaskyld gagnvart ESB.
Allt þetta ferli er bara óheiðalegt!!!!!!!
Sandy, 25.5.2012 kl. 07:23
Gangleri, Jóhanna og co. geta glaðst á meðan við erum að koma þeim frá völdum:
Ólafur Ragnar með mest fylgi
Elle_, 25.5.2012 kl. 07:38
Ætlaði að setja þetta þarna en skaðar ekki.
Elle_, 25.5.2012 kl. 07:40
Lýðræði góða fólksins í Samfylkingunni er "valkvætt" eins og það kallast á spunamáli.
Þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem koma fylkingunni vel og stjórnmálamönnum hennar eru af hinu góða.
Aðrar eru af hinu illa og því kom ekki til greina að samþykkja þjóðaratkvæði um Icesave og ESB.
Óheilindi þessa fólks eru æpandi.
Þjóðin þarf að hrista af sér þessu óværu.
Hvernig væri að "setja það í ferli?"
Rósa (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 10:44
Okkur ber að virkja samstöðu okkar sem þjóðar
gegn sundrungarafli samspilltrar valdaelítu kerfisflokkanna, sem skattleggja okkur til að geta skammtað sér tugi milljóna hver af ríkisfé og og þiggja enn mútufé frá gjörspilltum bönkum. Og nú frá alræði Brussel valdsins.
Okkur ber að losna við þessa óværu, því annars endum við sem lúsug hjálenda ESB, agnarlítil lús út á norðurhjara veraldar. Til hvers höfumm við þá þraukað hér í rúm 1100 ár? Til að enda sem agnarsmá lús undir hæl stór-Þýskalnds?
Vér mótmælum því öll, að enda sem lús undir hæl stór-Þýskalands!
Orðrétt (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.