Fimmtudagur, 24. maí 2012
ESB-sinnar flýja þjóðina
ESB sinnar vilja ekki spyrja þjóðina álits um aðild að Evrópusambandinu. Naumur meirihluti, 34 þingmenn af 63, hafnar því að spyrja þjóðina saklausrar spurningar:
Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?
ESB-sinnar vita að þeir eru í minnihluta á Íslandi og eru á flótta undan þjóðinni.
Tillaga Vigdísar felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eins og við var að búast af þér Páll segirðu ekki alla söguna, 34 á móti, 25 með. Það er nokkuð afgerandi. En leigupennar verða víst að vinna vinnuna sína...
joi (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 12:52
Hvað þykist þú vita um það Páll, ertu alvitur ?
Níels A. Ársælsson., 24.5.2012 kl. 12:59
Heill og sæll Páll; sem og aðrir gestir, þínir !
Níels; Tálknfirzki fornvinur, knái !
Alla tíð; hefir mér fundist, sem Páll síðuhafi, hefði einhver þau skilningar vit, sem okkur hinum, þorra fólks; hefir ekki gefið verið - einskonar Fjölfræðingur (Polyhistor) þar á ferð, sem Páll hefir oftlega sannað, Níels minn.
Og þó; fer því fjarri, að ég sé alltaf sammála Páli, en virði þessa yfirburða eiginleika hans, án þess að mér þyki nokkur minnkun að, persónulega; Tálknfirðingur vísi.
Það er eins; og Páll sjái heildarmyndina út frá fleirri sjónarhornum, en flest okkar hinna, Níels.
Minnir mig á; ýmsa gengna vísdómsmenn Fornaldar- og Miðalda, þar með.
Með kveðjum góðum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:21
Páll! Alltaf er gott að vita hvað stendur til boða til að taka ákvörðun um framhaldið kosið verður um þetta á endanum og þá veit kjósandi hvað er í boði og tekur því afstöðu með eða á móti ESB. 80% þjóðarinnar vill vita hvað sé í boði en 10% vill ekki í ESB sama hvað er í boði og svo síðustu 10% eru þeir sem vilja fara inn í ESB sama hvað er í boði.........
Skynsemin er því klára samninganna og síðan að taka afstöðu....
Guðlaugur Hermannsson, 24.5.2012 kl. 13:30
Það er alveg makalaust merkilegt að enn skuli fyrirfinnast svo arfavitlausir einstaklingar að þeir virðast einlæglega trúa því að eitthvað óvænt sé í boði ESB aðlögunar.
Makalaust.
jonasgeir (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 13:51
Tillaga Vigdísar Hauksdóttur um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var felld á Alþingi í dag. 25 þingmenn studdu tillöguna, en 34 þingmenn sögðu nei. Fjórir voru fjarverandi.
Tillaga Vigdísar var eftirfarandi spurning yrði borin undir þjóðina: „Vilt þú að stjórnvöld dragi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka?“
Allir þingmenn Samfylkingarinnar höfnuðu tillögunni. Það sama gerðu þingmenn Hreyfingarinnar. Þingmenn VG höfnuðu tillögunni, nema Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem studdu hana.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks studdu tillöguna, nema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem greiddi atkvæði gegn henni. Þingmenn Framsóknarflokks studdu tillöguna nema Siv Friðleifsdóttir sem hafnaði henni.
gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:07
11879 hafa skrifað undir áskorunina.
http://skynsemi.is/
gangleri (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:12
Nennir einhver að útkýra fyrir Guðlaugi að ofan hvað hann er að fara með rangt mál? Sammála jonasgeir. Það er ótrúlegt að enn skuli finnast fólk sem heldur að það sé eitthvað "í boði" eins og Guðlaugur margsegir. Það er ekkert í boði nema lög ESB. Yfirráð ESB.
Vill ekki fólk fara að vinna heimavinnuna sína áður en það lætur ótrúlega fáfræði sína í ljós á opinberum vettvangi?
Ólafur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 14:31
Eru íslendingar ekki alltaf að monta sig af að vera skynsamir? Og jafnvel hafa sumir vogað sér að halda því fram að útrásarmenn og konur væru best í heimi? Og meira að segja var talið að Ísland væri minnst spillta land í "siðmenntuðu" og skóla-heilaþvegnu/keyptu norðrinu!
Þetta eru allt saman niðurstöður svikullar stjórnsýslu og mafíukeyptra/rekinna blekkingar-ríkisfjölmiðla á Íslandi.
Þeir sem mótmæla þessu óréttlæti, eru lagðir í einelti af þessum herteknu mafíu-ríkisfjölmiðlum.
Lýðræðið er til sölu í boði bankaræningja og þrælahaldara ESB. Börnin og barnabörnin verða notuð sem þrælar, og afkomendur svikaranna sleppa ekki.
Þetta Hugsjóna/kjarklausa lið á alþingi er að veðsetja börnin sín og barnabörn, því þeir eru búnir að veðsetja óveiddan fiskinn í topp, og afsala þjóðinni þeirri auðlind. Nú verðum við bara að vona að framtíðarþrælarnir á Íslandi (börnin, barnabörnin og innfluttir þrælar), fái þó vatn að drekka við þrældóminn. Það er að segja það vatn, sem ekki hefur verið veðsett nú þegar!
Hver hefði trúað því árið 2007-2008 að bankarnir hryndu?
Hver trúir því núna, árið 2012, að fólk á Íslandi hafi ekki efni á hreinu vatni í framtíðinni?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2012 kl. 14:47
Merkilegt að sjá ESB sinna mæta hér sigurreifa yfir því að hafa komið í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu eina ferðina enn. Segir það ekki talsvert um hugsjónir þeirra?
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 14:57
Aumingjar og skræfur.
GB (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 15:04
Frasinn:"Hvað er í boði" orðinn grútfúinn.
Ekki einn heldur þrír framkvæmdastjórar ESB., hafa komið til landsins, og upplýst - SKÝRT OG GREINILEGA" að í sjávarútvegsmálum´sé ekki um neitt að semja , þar gildi lög ESB., OG EKKERT ANNAÐ.
Einföld spurning er því.: Vilja Íslendingar að togaraflotar Spánverja, Portugala, Frakka, já allra ESB., landanna - stundi veiðar innan okkar 200 mílna fiskveiðilögsögu ? - Einnig að ALLAR ákvarðanir hvað við Íslendingar mættum veiða, yrðu teknar í Brussel ? !
Þjóðin á leikinn.
Kalli Sveinss. (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 15:47
Stendur yfirhöfuð nokkuð til hjá Samspillingunni og Vg að spyrja þóðina að nokkru yfirleitt? það verða fyrstu verkefni Alþingis eftir næstu kostningar að reyna að lágmarka skaðann sem þau hafa valdið, eitt er nokkuð víst að Samspillingin og Vg munu ekki ríða feitum hesti frá næstu Alþingiskosningum.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 15:59
Kalli Sveins: það má einnig spyrja um hvort menn vilja sameigilega og miðstýrða efnahagsstjórn og skuldabréfaútgáfu eins og nú stendur óhjákvæmilega fyrir dyrum, nú eða sameiginlegt dómskerfi þar sem öllum helstu grunnstoðum réttarfars er snúið á haus. Allir sekir þar til sakleysi er sannað etc. (habeus corpus). ofl. safaríkt í átt til totalitarian lögregluríkis.
Nú mega menn spyrja sig: 1) Er þetta það evrópusamband sem sótt var um í upphafi? 2) Er Evran, sem var gulrótin í upphafi, sú trausta mynt ogávísun á efnahagslegt jafnvægi og menn töldu? 4) Munum við aukið og beinna lýðræði og sjálfstjórn við inngöngu?
Ef svarið er nei, hvað er þá eftir?
Vitfirringin er alger.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2012 kl. 16:02
Er þá nokkuð annað en að fjölmenna á kjörstað og hafna stjórnarskrár breytingunum þegar þar að kemur?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 16:25
No big deal hvað þetta auma Alþingi gerir. Því verður öllu snúið til baka þegar búið verður að hreinsa þar til.
Halldór Jónsson, 24.5.2012 kl. 23:47
No big deal hvað þetta auma Alþingi gerir. Því verður öllu snúið til baka þegar búið verður að hreinsa þar til.
Stjórnarskrártillögunum verður hent útí hafsauga og enginn mun minnast á þær framar.
Halldór Jónsson, 24.5.2012 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.