Fimmtudagur, 17. maí 2012
Hatrið á Davíð fært yfir á Ólaf Ragnar
Áhrifamesti stjórnmálamaður Samfylkingarinnar var til skamms tíma Davíð Oddsson. Samfylkingin sameinaðist í hatri sínu á Davíð og kenndi honum um stórt og smátt sem aflaga fór - einkum þó að halda Samfylkingunni frá völdum í samfélaginu.
Raunar fór það svo að fljótlega eftir að Davíð hætti þátttöku í stjórnmálum var Samfylkingin leidd til valda í ríkisstjórn Geirs H. Haarde: hatrið þjónaði taktískum tilgangi.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti fær að kenna á sama hatri og Davíð áður. Ólafi Ragnari er fundið það til foráttu að hafa ekki beygt sig fyrir ríkisstjórn Samfylkingar og VG og skrifað umyrðalaust undir Icesave-lögin. Ólafur Ragnar vísaði Icesave til þjóðarinnar sem hafnaði þeim og þar með fyrstu hreinu vinstristjórn lýðveldisins.
Hatrið á Ólafi Ragnari er magnað upp í taktískum tilgangi - að koma samfylkinarframbjóðanda á Bessastaði.
Athugasemdir
Vel orðað Páll
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 17.5.2012 kl. 10:45
Mjög rétt.
Beint í mark.
Þetta blessaða fólk á bágt.
Rósa (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:13
Alveg sammála. Vorkenni þessu vinstra liði. Það á verulega bágt.
Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 11:57
Svokallaðir jafnaðarmenn tefla fram tveim frambjóðendum. Leikhópur þeirra hamast á stöku sveitarstjórnarmanni en það er svo dæmigert fyrir þá og gamlar fréttir.
http://www.visir.is/fjorir-fengid-ivilnanir---nubo-vill-lika/article/2012120129149
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 12:08
Það er allt of mikið hatur í íslensku þjóðfélagi. Þú, Páll, ert einn af þeim sem elur hvað mest á því.
Kristján Kristinsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 12:10
Að vinstri "aul-lítan" kenni ÓRG um ófarir sínar er í raun hlægilegt.
Hvað hefur ÓRG gert þessu liði? Nákvæmlega ekki neitt. Það eina sem hann gerði var að gefa þjóðinni færi á segja sitt álit á eymdarvæðingu samfélagsins sem velferðarstjórnin stendur fyrir. Og þjóðin var sammála um það að hún væri óásættanleg.
Seiken (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 12:10
Alveg rólegur Páll. Hörmungar Davíðs munu seint gleymast...
hilmar jónsson, 17.5.2012 kl. 13:02
Meira að segja Egill Helgason er að vakana, átta sig á að hann hefur tilheyrt og tekið þátt í, að innleiða hættulega haturspólitík. Brúnstakkar vinstriflokkanna hafa vaðið yfir umræðuna með ofbeldi og hótunum í langan tíma. Ástandið hefur þó keyrt um þverbak eftir hrun, enda skapar þjóðfélagsólga kjörinn jarðveg fyrir öfgahópa.
Það jákvæða er, að borgaraleg hugsun er sterk á Íslandi, og þetta siðferðilega niðurbrot hefur ekki náð inn í raðir hins mikla fjölda. Kjör Ólafs í sumar, verður staðfesting á því, að þjóðin hafnar öfgum og ofbeldi.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 13:21
Ótalegt rugl er þetta hjá þér Páll, held að þetta sé nú toppurinn í ruglinu hjá þér.
Sigurður H. Einarsson (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 13:23
Tek undir með þér Páll - það er hlálegt en líka sorglegt að horfa uppá þetta. Þau minn á mann sem týndi hamrinum sínum og sagðist vera búinn að LEITA AÐ HONUM Í DUNUM OG DYNKJUM - það fór fyrir honum eins og Samfylkingunni - árangurinn var enginn.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.5.2012 kl. 14:08
Aumingja Samfylkingin. Enginn "vondi kall" lengur til að benda á, Davíð hættur, Geir dæmdur fyrir ekkert. Nú sitjið þið sjálf í sæti "vonda kallsins" og fáið að súpa á ykkar eigin seiði. Verði ykkur að góðu.
guru (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 14:27
Þessi skrif Davíðs minntu ónotalega á tölvupósta Össurar Skarpa, sem hann sendi frá sér af vertshúsi óminnishegrans hérna í den.
Ef hann nagar ekki á sér handarbökin fyrir frumhlaupið, þá hef ég algerlega misreiknað greind hans.
Örvænting glataðs málstaðar skín úr hverjum stafkrók spunamyllunnar þessa dagana.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.5.2012 kl. 14:43
Það er hlutverk forseta Íslands að yfirfara og undirrita lagafrumvörp frá Alþingi, til þess að lögin öðlist gildi.
Ef eitthvað er það í frumvarpinu sem forsetinn telur að stangist á við önnur lög eða þjóðarhag, þá er það skylda forsetans að hafna því að undirrita frumvarpið og þá þarf samkvæmt lögum og stjórnarskrá að leggja málið fyrir þjóðaratkvæði, ... svo einfalt er það.
Tryggvi Helgason, 17.5.2012 kl. 18:15
Samfylkingin er á góðri leið með að sundrast. Illskan þar er orðin slík að
púkarnir undir pilsfaldi Jóhönnu tútna nú út og leita útgönguleiða og
mun þar hver og einn hugsa einungis um eigin skinn og stefna út í buskann:
"My kingdom for a horse"
sagði kroppinbakurinn Ríkharður í leikriti W.Shakespeare.
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 19:07
Nú virðist samviskan hafa bankað upp á hjá heiðurslistamanninum og kaffibollaspekingi Steingríms. Nú má sá kjaftfori hatursmaður ekki mæla:
http://eyjan.is/2012/05/17/thrainn-adeins-maett-a-fjora-fundi-af-42-ekki-maett-sidan-i-januar/
Það styttist í bálför þessarar vesælu ríkisstjórnar heiftar og illmælgi, þegar varahjólið Þráinn er hættur að mæta með skæting og hatursfull orðbragð
Þá eru bara þrjú hjól eftir undir druslunni. Reyndar grunar mann oft að Bjarni drusla Ben sé fjórða hjólið undir ESB druslunni.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 21:24
Samfylkingarinnar bíður einungis sundrungin, því til hennar sáði hún
og hún ól á henni og hatrinu og hún nærðist á henni og hatrinu og eins og allt
sem nærist á sundrungu og hatri, þá mun Samfylkingin enda sem rúst.
Þannig leikur tíminn þá sem hreykja sér hæst með hatri, að enda sem rúst.
Það heitir að falla á eigin augabragði tímans vegna höfuðsyndar: Haturs.
Tími haturs og heiftar Jóhönnu mun rústa Samfylkingunni og er þá liðinn.
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.