Miðvikudagur, 16. maí 2012
Tveir forsetaflokkar
Þóra Arnórsdóttir er frambjóðandi ríkisstjórnarflokkanna og það kemur skýrt fram í kjósendahópunum sem fylgi hennar byggir á. Vinstrimenn með ESB-hneigð eru bakland Þóru. Stuðningsmenn Ólafs Ragnars eru aftur úr kjósendahópum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Fullveldi og borgaralegar dyggðir eru aðalsmerki þessa hóps.
Forsetakosningarnar verða styrkleikapróf á hvert Ísland stefnir.
Valið stendur á milli vinstiristjórnmála með ESB-aðild á dagskrá eða fullveldi miðju- og hægristjórnmála.
Þóra með mestan stuðning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er frétt sem bragð ar að.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.5.2012 kl. 08:59
Flott hjá Norðmönnum. Sýnir bara að við höfum rétt fyrir okkur. Líka sammála Páli með að Þóra er kandídat Jóhönnu og norrænu velferðarstjórnarinnar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.5.2012 kl. 10:51
Nú þarf Forseti vor að koma vitinu fyrir peningastefnunefnd
Seðlabankans, sem var að hækka vexina um 0.5%, því ekki virðist Jóhönnu stjórnin ætla að gera það.
Því þessi vaxta hækkun fer beint út í verðlagið og hækkar lán heimilanna í landinu,og allt vöruverð í landinu, og verðbólguna sem er mikil fyrir.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 10:54
Það styðja líka margir af stuðningsmönnum eða fyrrverandi stuðningsmönnum VG Ólaf.
Elle_, 16.5.2012 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.