Þriðjudagur, 15. maí 2012
Pólitískur vilji, harður veruleiki og íslensk afneitun
Forseti Frakklands og kanslari Þýskalands lýstu fyrir nokkrum mánuðum yfir óbilandi pólitískum vilja að halda evru-samstarfinu áfram enda væri það hornsteinn Evrópusambandsins. Kannski var möguleiki að bjarga evrunni fyrir tveim árum. Nún, á hinn bóginn, er svo gott sem útilokað að evran verði starfrækt í óbreyttu formi.
Paul Krugman spáir því að Grikkir falli útbyrgðis af evru-flekanum á næstu mánuðum. Í framhaldi standi Þýskaland frammi fyrir tveim kostum; að búa við stóraukna verðbólgu um langa hríð og niðurgreiða lífskjör í Suður-Evrópu eða slíta evru-samstarfinu.
Jeremy Warner segir að brotthvarf Grikklands leiði til áhlaupa á hagkerfi Suður-Evrópu og aðeins ein niðurstaða sé þar í boði - evran liðast í sundur.
Í Svíþjóð og Danmörku, sem bæði eru lönd innan ESB en án evru, er óhugsandi að upptaka verði á dagskrá á næstu árum.
Ísland er með standandi umsókn um aðild að Evrópusambandinu og evrunni. Stjórnvöld hér láta eins og allt sé í himnalagi á evrusvæðinu. Afneitun Jóhönnustjórnarinnar er í ætt við rænuleysi sem liggur á milli þess að vera hjákátlegt og aumkunarvert.
Merkel og Hollande takast á | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afneitun evruríkja, á stöðu evrunnar, er því að kenna, að embættismenn og stjórnmálamenn innan ESB geta ekki viðurkennt opinberlega, að evran var skelfileg hugmynd, og enn skelfilegri í framkvæmd. Það eru alltof margir polítíkusar og embættismenn, sem eiga alltof mikið undir því að evran lifi.
Í því trausti, að evran væri "to big to fail" hefur fé skattborgara verið miskunarlaust sturtað niður um klósettið.
Á sama hátt á Samfylkingin allt undir því, að hægt verði að draga landið í ESB. Engu skiptir þó ESB sé á fallandi fæti, og evran sé á leiðinni á ruslahauga sögunnar, á meðan forysta Samfylkingar á lætur eigin hégómleika ráða umfram þjóðarhag. Öllu skal fórnað, til að bjarga andliti Samfylkingarmanna.
Aðlögunarferli Samfylkingar að ESB, og Icesave samningarnir eru glæpir gegn þjóðinni. Hvorki meira né minna. Og þeir sem taka þátt í þessum Samfylkingaráróðri, taka þátt í glæpnum.
Koma tímar og koma ráð. Samfylkingunni mun ekki takast að breyta lögum um Landsdóm. Hann verður kvaddur saman um leið og flokkurinn hrökklast frá.
Hilmar (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 10:17
Það segir reyndar allt um evruna, ef líf hennar er undir því komin að takist að kúga Grikki til hlýðni.
Nánar tiltekið, að halda henni á lífi heiladauðri í öndunarvél. Allir vita hvert stefnir, en enginn þorir að taka af skarið, og kippa vélinni úr sambandi.
Hilmar (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 10:30
Já og hvort sem það verður Landsdómur eða sakadómur. Mikill misskilningur Jóhönnu og co. að þau geti hagað sér í ríkisstjórnmálum eins og pólitískur flokkur þeirra standi framar landi og þjóð.
Elle_, 15.5.2012 kl. 11:15
Vonandi tekst Íslendingum að sporna gegn innlimun landsins í ESB. En reynslan frá öðrum löndum sýnir, að málið fellur ekki niður með því, heldur verður haldið áfram, strax þegar einhver líkindi eru á samþykki landsmanna við innlimun, og síðan vísast í þriðja sinn, ef önnur atlagan misheppnast. Hvernig á að komast hjá því að hafa þessa afturgöngu sífellt vofandi yfir sér? Ég sé ekki annað ráð betra en að gera ESB afhuga því að ásælast Ísland. Vera má, að enn komi að gagni sú aðferð, sem Íslendingar beittu í deilum sínum við Harald Gormsson Danakonung fyrir liðlega 1.000 árum: Leiðum það í lög, að yrkja skuli níðvísu um ESB fyrir hvert nef á landinu. Vel mætti með skattafslætti, gegnum Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, heiðursmerkjum eða öðrum ráðum stilla svo til, að jafn mikið verði ort í verstu kratabælum sem í frjálshuga sveitum landsins.
Sigurður (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 17:50
Lögin gætu sagt að kalla skuli jöfnunarsjóðinn e-u níðlegu í stil við vísurnar, eins og kannski ´Samfylkingarsjóður´. Og heiðursmerkin gætu verið svona járnkrossar og litlar styttur af Jóhönnu.
Elle_, 15.5.2012 kl. 23:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.