Tíu ára samfylkingarfrétt um Þóru

Í tíu ára frétt frá Samfylkingunni, sem birtist í Morgunblaðinu, segir að Þóra Arnórsdóttir sé einn af kennurum í stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar. Skólastjórinn var Helgi Hjörvar og meðal kennara Össur Skarphéðinsson.

Eignmaður Þóru og talsmaður, fréttamaðurinn Svavar Halldórsson, segir Þóru ekki muna eftir því að hafa kennt í skóla Samfylkinga.

Svavar gerði frétt á RÚV um forsetaembættið á meðan Þóra var að íhuga hvort hún ætti að bjóða sig fram til forsetaembættis. Líklega vissi hann ekki þá hvað Þóra hugsar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lesandi DV var svo vinsamlegur að skilja eftir spor á mynd, þar sem Þóra er auglýst sem kennari Samfylkingar:

http://fbcdn-sphotos-a.akamaihd.net/hphotos-ak-ash3/547155_10150802434747344_569442343_9691521_1499877516_n.jpg

Lesandinn spyr síðan, af hverju Þóra sé að ljúga.

Ég get ekki spurt betur.

Hilmar (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:34

2 identicon

Á vefsíðu Þóru stendur um tengsl hennar við stjórnmálaflokka:

"Ég starfaði með Alþýðuflokknum þegar ég var 19-22 ára. Það var mjög lærdómsríkur tími og veitti mér góða innsýn í íslenskt stjórnmálakerfi. Hann var svo lagður niður – ég studdi það og átti þátt í stofnun Grósku, sem voru samtök ungs félagshyggjufólks sem vildi sameina flokkana á vinstri vængnum. Ég sat einnig í stúdenta- og háskólaráði Háskóla Íslands fyrir Röskvu í tvö ár og var í fulltrúaráði Evrópusamtakanna þegar ég var tvítug. Ég hélt svo utan til náms skömmu síðar og hef ekki skipt mér af pólitík síðan".

Hún kenndi í stjórnmálskólanum 2002 og var þá löngu komin heim úr námi.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:47

3 identicon

Á síðunni stendur líka:

"Þóra hóf störf á RÚV árið 1998 þegar hún sneri heim úr námi. Hún hefur starfað við fjölmiðla síðan, á Rás 2, fréttastofum sjónvarps og útvarps, Stöð 2, í Íslandi í dag og síðustu þrjú árin í Kastljósi".

Ég finn ekki nákvæma ferilskrá en áhugavert væri að vita á hvaða vinnustað hún var 2002.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:51

4 identicon

Áhugavert Páll. Þar sem þú ert nú lunkinn blaðamaður hvernig væri þá að kanna hve mikið núverandi forseti fékk greitt í ýmsum gæðum fyrir snúninga á vegum Baugs og banka? Er það ekki meira spennandi frétt ? Ekki nema 4 ár síðan.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 18:59

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það var meinlegt af henni að þræta fyrir þetta.  Það kom heldur ekki vel út að bjóða Ólafi til hamingju með daginn á Facebook af öllum stöðum. Það virkar virkilega "hannað" af almannatengslaliði hennar. Það var rækilega séð fyrir því að frá þessu yrði sagt í fjölmiðlum.

Allavega fannst mér holur hljómur í slíku hjali í ljósi aðstæðna.

Jón Steinar Ragnarsson, 14.5.2012 kl. 19:04

6 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Var ekki ORG buin ad vera i einhverjum slatta af flokkum adur en hann vard Forseti????

Þorsteinn J Þorsteinsson, 14.5.2012 kl. 19:06

7 Smámynd: Elle_

Ótrúlegt.  Og á meðan fer einn harðasti ICESAVE vinnumaður Jóhönnu, Samfó-maðurinn Einar Karl, fram með blekkjandi skrif um forsetann og væntanlega vegna ICESAVE.  Kemur alls ekki á óvart frá Einari Karli.  

Forsetinn sagði aldrei eins og Einar Karl lætur að liggja að hann væri búinn að ákveða að hverfa til annarra verka eða ætlaði að hverfa til annarra verka.  Hann var að tala um ef það færi svo: - - - ákveði ég að hverfa til annarra verka - - -.

Elle_, 14.5.2012 kl. 19:07

8 identicon

Jæja Þóra blessunin. 

Nú er þetta alveg á hreinu, að hún er forsetaframbjóðandi Samfylkingarinnar,

sem hefur það að algjöru forgangsmáli að troða landinu og miðunum

og allri þjóðinni í ESB. 

Til þess skal beita öllum brögðum og leyndarhyggju og baktjaldamakki!  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:08

9 Smámynd: Elle_

Jóhann, dylgjur duga ekki.  Og enn síður lygar. 

Elle_, 14.5.2012 kl. 19:10

10 identicon

Hvað yrðum við aftur stór hluti af ESB?  0, eitthvað prósent og áhrif eftir því.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:13

11 Smámynd: Elle_

0,06% vægi í ráðherraráðinu, 0,8% vægi í Evrópuþinginu.  Nokkurn veginn.

Elle_, 14.5.2012 kl. 19:16

12 identicon

"STJÓRNMÁLASKÓLI Samfylkingarinnar verður settur og kennsla hefst föstudaginn 1. febrúar kl. 17-21.30 og laugardaginn 2. febrúar 2002, kl. 10-18.30 í húsnæði Eflingar - stéttarfélags við Sæbraut, Reykjavík. Skólastjóri er Helgi Hjörvar.

Kennarar verða: Helgi Hjörvar, Sólveig Jónasdóttir, Björgvin G. Sigurðsson,

Katrín Júlíusdóttir, Ágúst Ólafur Ágústsson, Eiríkur Bergmann Einarsson,

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Ágúst Einarsson, Flosi Eiríksson, Stefán Jón

Hafstein, Ásta R. Jóhannesdóttir, Þóra Arnórsdóttir og Össur Skarphéðinsson."

Virkilega spennandi hópur, mas. 3 stykki HRUN-ráðherrar og Þóra blessunin.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:23

13 identicon

Ólafur Ragnar Grímsson var eitt sinn í Framsókn. Síðan í Samtökum frjálslyndra og vinstri manna. Síðar Alþýðubandalagi. Á öllum stöðum var hann í framvarðarsveit og formennsku. Nú kemur ung kona og býður sig fram. Þá allt í einu er það vandamál að hún hafi tekið þátt í stofnun eða störfum ungliðahreifingar stjórnmálaflokks eða kennt í stjórnmálaskóla.

Þetta þykir mikil löstur. Hvað ef hún hefði verið í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins ?

Auðvitað vita svo sem allir um hvað málið snýst. Þarf ekkert að tíunda það.

Þóra Arnórsdóttir er ekki yfirlýstur andstæðingur ESB.

Þess vegna fara menn á límingunum. En er það réttmætt?

Er ÓRG á móti ESB eins og margir vona og þess vegna hinn eini sanni kostur?

Ekki hef ég séð hann gefa skýr svör þar um, ekki frekar en um flest sem kemur úr þeim kjafti.

Eru menn því ekki orðnir óþarflega hvatvísir og fljótir að draga hæpnar ályktanir og stilla upp í lið?

Ég tel forsetann vera í dag talsmann hnattvæðingar enda talar hann sem slíkur við hvert tækifæri erlendis þegar langt er til Íslands.

Er ekki ESB hálfgerð hnattvæðing og ÓRG því hálfgerður ESB sinni?

Skyldi þó aldrei vera.

ÓRG er ekki allur sem sýnist og það vita allir sem nenna að hugsa.

Er á því að algjört slys yrði ef hann fær að laumupúkast mikið lengur í skjóli Icesave sem var stílbrot á langvinnri stefnu í allt aðra átt.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:29

14 identicon

Elle, mig minnti þetta líka, að vægi Íslands innan ESB yrði

0,06% vægi í ráðherraráðinu, 0,8% vægi í Evrópuþinginu.

En sjálfsagt kæmust þar líka einhverjir nokkrir handvaldir

og samfylktir og samtryggðir í einhverja júró-bíró-stóla.

Til þess er jú leikur þeirra gerður, en skítt með landið, miðin og þjóðina.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:29

15 identicon

Elle_e.

Ertu að neita því að hann hafi flogið í einkaþotu Baugs og þegið boð?

Eigum við að byrja að gúggla ?

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:31

16 Smámynd: Elle_

Jóhann, ætla ekki að vera með í dylgjum um að forsetinn hafi verið að gera óheiðarlega hluti.  Hann gat ekkert vitað frekar en við hin að þjófar færu þar.  Hann vildi styrkja ísl. fyrirtæki og ekkert gruggugt við það eins og þú lætur.  Hann brýtur ekki niður land og þjóð eins og Jóhanna og co.

Elle_, 14.5.2012 kl. 19:38

17 identicon

Þá er forsetinn kominn í hlutverk hins vonda og þar með orðinn nýtt sameiningartákn Samfylkingarinnar. Fyrrverandi forsætisráðherra, Seðlabankastjóri og núverandi ritstjóri Moggans fær þá pásu frá því hlutverki á meðan enda erfitt að halda saman svona sértrúarsöfnuði til lengdar.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:40

18 identicon

Ekkert á óvart sem kemur fram á þessari vefsíðu Páls Vilhjálmssonar, sem kostaður er af sægreifum og eigendafélagi bænda við að skrifa illa um fólk , sem gefur nýja sýn á málefni Forseta Íslands !!!

Það er annað sem er nýtt og það eru þið sem skrifið hér undir allan skítin og drulluna sem Páll Vilhjálmsson fær greitt fyrir, að skrifa illa um fólk !!!!

Munið bara ykkar verður minnst fyrir skrifin ykkar  á vefnum , það gleymist ekkert á vefnum !!!

JR (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 19:47

19 Smámynd: Steinarr Kr.

Pólitískur ferill Ólafs er þekktur og allir sem vilja kynna sér hann geta það.  Gleymdi Þóra óvart að minnast á kennarastörf sín í ferilskránni?  Það er það sem gerir þetta áhugavert.

Áhugaverðasta prósentutalan vegna ESB  er að ef Ísland gengi inn yrði landið og þá okkar fyrrum yfirráðasvæði 14% af yfirráðasvæði ESB.  Það er það sem gerir okkur eftirsóknarverða.

Steinarr Kr. , 14.5.2012 kl. 19:51

20 Smámynd: Elle_

Pétur Örn, vægið minnkaði að vísu enn frekar við innkomu Króatíu.

Elle_, 14.5.2012 kl. 19:58

21 identicon

Ég á eiginlega bágt með að trúa því að konan ætli að reyna að blekkja sig inn á kjósendur.  Er virkilega til fólk sem trúir því að Þóra sé eitthvað annað en samfylkingin? 

Og var Björgvin G. þá að skrifa um einhverja allt aðra Þóru Arnórsdóttur í bókinni sinni, þegar hann var að telja upp allt það samfylkingarfólk sem fór með honum til UK á árunum 1997-2007 til þess að taka þátt í kosningabaráttu fyrir Tony Blair?  

Seiken (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 20:06

22 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég skil Þóru mjög vel.    (Lesið nöfn meðkennara)

Einungis  hálfviti, vill láta kenna sig við þessi ómenni .  Þess vegna hefur hún sleppt þessum Kennararupplýsingum í  ferilsupplýsingum sínum.

Hún náttúrulega dauðskammast sín og þessvegna afneitar allri aðkomu sinni að pólitík SF  sl. 10 ár.

Ég tel Þóru ekki vera hálfvita. Og auðvitað skammast hún sín.

Eggert Guðmundsson, 14.5.2012 kl. 20:16

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ein merkilegasta athugasemd sem ég hef nokkru sinni séð hér á Moggablogginu - að sumum öðrum ólöstuðum - er athugasemd JR hér í dag kl.19:47:

"Munið bara að ykkar verður minnst fyrir skrifin ykkar á vefnum, það gleymist ekkert á vefnum!!!"

Gagnorðari gerast ekki hótanir.

Kolbrún Hilmars, 14.5.2012 kl. 20:41

24 identicon

Satt segirðu Kolbrún mín. 

Nú verðum við Jón minn bara að harðlæsa að okkur og hírast inni í kompu

svo einhver ökonómískur hittman á vegum Samfylkingarinnar

bara drepi okkur ekki.  ESB liðið virðist hafa komið sér upp

Dallas-dúddanum JR til að hóta okkur.

Greinilega á vegum Jóhönnu og Steingríms. 

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 20:50

25 identicon

Það er hart að mega ekki benda á þá staðreynd að Þóra og þrír HRUN-ráðherrar

voru saman í áróðursskóla Samfylkingarinnar,

án þess að okkur sé hótað öllu illu af einhverjum hittmanni Samfylkingarinnar.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:00

26 identicon

Nú er svo komið að forsetakosningin er orðin hápólitísk. Það höfum við forseta ræflinum, honum Óla að þakka. Hann sem á að vera mannasættir er orðinn argasti polarisator, maður sundrungar og ósættis. Það var ólukkudagir fyrir Íslendinga, þegar þessi umdeildi maður var kjörinn forseti fyrir 16 árum. Hann á eftir að lenda á svipuðum stalli íslenskrar sögu og vinur hans Dabbi, “you know, the guy”, með skítlegt eðli. Þvílíkur skrípaleikur hér á klakanum. Gamla Ísland er enn í fullu fjöru, eða eru þetta dauðateygjurnar?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:14

27 identicon

Mas. Egill Helgason sér í gegnum spunaleikrit Þóru og Samfylkingarinnar.

Egill segir svo í lok nýjasta pistils síns á eyjan.is

að Þóra hafi "... sagt að hún muni nota synjunarvaldið á stór mál sem hafa farið gegnum þingið með naumum meirihluta, þannig að hún hlýtur að teljast til alls líkleg í þessum efnum.

Eða hvað?

Þóra talar líka um að forsetinn eigi að sameina, en þar er þversögn. Forseti sem notar synjunarvaldið á pólitísk hitamál getur ekki annað en sundrað."

Þetta er rétt hjá Agli: 

Allur fagurgali Þóru er þversögn, líkt og öll loforð Samfylkingarinnar.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:16

28 identicon

Ragnarök evrunnar

er fyrirsögn annars pistils Egils á eyjan.is og gáum að því að þar er góður drengur farinn að bila í trúnni, því hann vitnar í Krugman og sér hið óhjákvæmilega, sem er fall ESB og evru-samstarfsins:

"Paul Krugman dregur upp dökka mynd af ástandinu á evrusvæðinu í grein á vef New York Times.

Greinin ber heitið Eurodämmerung eða Evru-ragnarök.

Krugman spáir því að Grikkland yfirgefi evruna í næsta mánuði.

Þá sogist fjármagn úr bönkum á Spáni og Ítalíu.

Við það þurfi Þýskaland að breyta stefnu sinni – ellegar gætu endalok evrunnar verið framundan.

Með grein sinni birtir Krugman þetta myndskeið úr Götterdämmerung eftir Wagner, þar sem Brünnhilde tortímir sér."

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 21:28

29 identicon

Málið verður spaugilegra og spaugilegra

Nú afneitar Þóra því að hafa nokkru sinni kennt við þennan stjórnmálaskóla Samfylkingarinnar og auðvitað afneitar eiginmaður hennar líka, skárra væri það nú ef kallinn stæði ekki með spúsu sinni, enda hafi hún þá unnið á dægurmáladeild RÚV (og við sem héldum að eplatré fylgdi epli) og því vitaskuld ekki tekið þátt í svona löguðu (hér má fólk kíma og jafnvel brosa góðlátlega).  Orðrétt segir svo á frétt dv.is um afneitunina miklu:

"„Við höfum engar skýringar á því hvernig þetta rataði þarna inn.“ Svavar vísaði á Helga Hjörvar, sem var skólastjóri í umræddum stjórnmálaskóla. Helgi treysti sér hinsvegar ekki til að svara spurningum blaðamanns sökum veikinda."

Spaugilegra getur þetta varla orðið.

Af hverju kemur ekki Þóra bara hreint fram og fólk kýs svo samkvæmt því, að hún er frambjóðandi Samfylkingarinnar.

Við Jón minn kjósum ekki frambjóðanda Samfylkingarinnar, en auðvitað er öllum kjósendum frjálst að kjósa það sem þeim sýnist hverjum vera rétt.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:03

30 Smámynd: Jón Valur Jensson

Leitt að sjá að Þóra hefur opinberlega farið með rangt mál um sjálfa sig og tengslin við Samfylkinguna.

En kannski er bara ágætt að sjá það í tæka tíð; þá kaupa menn síður köttinn í sekknum.

Þóra var reyndar ein þeirra sem unnu að stofnun Samfylkingarinnar.

Svo var hún meðal stofnenda Evrópusamtakanna árið 1995 og tók þar sæti í fulltrúaráðinu.

Hefur hún afneitað áhuga á Esb-innlimun síðan? Ekki varð ég þess var.

Hún er vitaskuld óskakandídat Samfylkingarinnar.

Og af ýmsu má ráða, að hún muni alls ekki gefa þjóðinni færi á að eiga síðasta orðið um fiskveiðimálin og hvorki standa þar með landsbyggðinni né gegn margra áratuga framlengingu þessarar umboðslausu ríkisstjórnar á kvóta-"eign" sægreifanna.

Jón Valur Jensson, 15.5.2012 kl. 00:14

31 identicon

Ok áður en allir hneykslast ennþá meira á Þóru, hennar fortíð í pólitík og því fólki sem vill kjósa hana til forseta, hvað ef hún hefði verið í t.d. Framsókn?  Hefðuð þið hneykslast jafnmikið á henni og nú? Eða Sjálfstæðisflokknum? Er það bara af því að hún hefur haft einhver tengsl við Samfylkinguna fyrir rúmum 10 árum eða svo?

Kommon!  Ólafur var nú í 3 flokkum á sínum tíma og flestir forsetaframbjóðendurnir hafa áður verið inviklaðir í pólitík, t.d. Andrea og Ari Trausti.  Þetta er ekki mjög málefnalegt, sorrý.

Skúli (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 16:02

32 identicon

Skúli, það er enginn að hneyslast á Þóru.  Alls ekki.

En af hverju er hún að reyna að breiða yfir sannleikann?

Það er engin ástæða fyrir hana að skammast sín fyrir að vera 

forsetaframbjóðandi Samfylkingarinnar.

Þeir sem vilja að Ísland innlimist í ESB þeir kjósa Þóru. 

Það er ekkert til að skammast sín fyrir og best að hafa það bara á hreinu.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 19:08

33 identicon

Nei ekki veit ég það heldur, en af hverju alltaf að tala um hana sem frambjóðanda Samfylkingarinnar?  Hún hefur margneitað því að vera viðriðin við þann flokk, a.m.k. núna.  Kannski skammast hún sín, hver veit, kannski er hún að segja satt.  Kannski er einhver eða einhverjir af hinum frambjóðendunum viðriðnir Samfylkinguna eða aðra flokka en ekki hef ég heyrt um að þeir séu kallaðir frambjóðendur þeirra flokka. Snýst þetta ekki um meira en þetta?

Skúli (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 20:24

34 identicon

Ég er eiginlega mállaus yfir því að það skuli vera til fólk sem heldur Þóru vera eitthvað annað en samfylkingarkandidat.  Það er lyginni líkast.

Og snilldin við þetta plan er að flokkurinn er svo óvinsæll að ráðgjafarnir hafa þurft að segja við hana: "Það er sama á hverju gengur, þó það rigni eldi brennisteini og kýrhausum, þá skaltu neita því að vera tengd okkur".

Seiken (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 21:21

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jón og Gunna og Seiken kunna lagið á þessu.

En auðvitað er það rétt hjá Skúla, að hún Þóra má skammast sín fyrir Samfylkinguna.

Jón Valur Jensson, 16.5.2012 kl. 00:19

36 identicon

Andrea var í VG og bauð sig fram fyrir þann flokk. Ari Trausti var í einingarsamtökum kommúnista. Ólafur Ragnar var í Alþýðubandalaginu.

Eru þau frambjóðendur Steingríms og VG?

Anna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 13:31

37 identicon

Anna, gáðu að því, að þau eru ekkert að fela það eins og Þóra.

Af hverju er Þóra að reyna að breiða yfir sannleikann?

Það er engin ástæða fyrir hana að skammast sín fyrir það, að vera 

forsetaframbjóðandi Samfylkingarinnar.

Þeir sem vilja að Ísland innlimist í ESB þeir kjósa Þóru. 

Það er ekkert til að skammast sín fyrir og best að hafa það bara á hreinu.

Fólk, einnig Þóra, á bara að segja satt og sannleikurinn er. að hún er

forsetaframbjóðandi Samfylkingarinnar.

Af hverju ætti það að vera eitthvað feimnismál fyrir Samfylkinguna?

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 16:50

38 identicon

og Þóru?

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 16:51

39 Smámynd: Theódór Norðkvist

Lesið endilega þessa frétt af vef Viðskiptablaðisins. Þeir birta lista yfir 40 eða svo þjóðþekkta einstaklinga sem voru í hópnum sem stofnaður var til höfuðs Ólafi Ragnari. Þarna á meðal eru margir af helstu forkólfum ríkisstjórnarflokkanna og baráttumenn fyrir því að nauðga Icesave samningunum í gegn. Einmitt þeir sömu og hafa ekki getað dulið hatur sitt á Ólafir Ragnari fyrir að hafa staðið með þjóðinni.

Merkilegt að ef smellt er á tengilinn fyrir umræddan Facebook hóp, að nú sé aðeins einn meðlimur skráður, Svala Jónsdóttir (stofnandinn?) Í hóp sem taldi 1.160 manns þegar mest var.

Það er greinilegt að það er verið að fela pólitísk fótspor Þóruframboðsins og þar með villa um fyrir kjósendum.

Theódór Norðkvist, 16.5.2012 kl. 20:42

40 identicon

Margir þeir sem þarna eru skráðir sem stuðningsmenn, hafa afneitað þessu, þmt. Egill Helgason og Lilja Mósesdóttir.  Og ég tek þau trúanleg.

Hins vegar er enginn vafi að spunameistari sýndar-veruleikans, Vilhjálmur Þorsteinsson, CCP og gjaldkeri Samfylkingarinnar vill Þóru og Bravóbjórinn.

Svala Jónsdóttir hefur ekki verið feimin við að lýsa yfir stuðningi við aðlögun að ESB og birtist alltaf á facebook með merki evrópuaðlögunarsinna.

Ergo sum:  Þóra er forsetaframbjóðandi ESB og Samfylkingarinnar.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 21:12

41 Smámynd: Theódór Norðkvist

Eins og kemur fram í frétt VB voru einhverjir skráðir án sinnar vitundar, en það má fastlega reikna með að það hafi aðeins verið lítið brot af þessum 1.160. Á svona nafnalistum, eru þeir ranglega skráðu yfirleitt minnihlutinn af nöfnunum.

Theódór Norðkvist, 16.5.2012 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband