Stíll, orðbragð og ríkisstjórn

Alþingi setti niður þegar núverandi meirihluti tók völdin vorið 2009. Ríkisstjórnin var mynduð með svikum þingliðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs við stefnuskrá og margrítrekuð kosningaloforð um að hagsmunum Íslands væri betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess.

Orðbragð og stíll sem hæfir því athæfi að stjórnmálaflokkur með 29 prósent atkvæða ráði afdrifum stærsta álitamáls lýðveldissögunnar er ekki prenthæft.

Á hinn bóginn má lofa og prísa stjórnarandstöðuna fyrir að nýta til hins ítrasta þau þinglegu úrræði sem koma í veg fyrir að meirihlutinn, sem raunar má efast um að sé meirihluti, nái fram vilja sínum.


mbl.is Málþófið spillt nýliðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mörður er sérlega illa til þess fallinn að gagnrýna málflutning annarra, því að ræður hans sjálfs hafa margoft verið óboðlegar öðru fólki. Og varðandi málþóf ætti hann að líta sér nær en að skamma stjórnarandstöðuna. Öll þjóðin má vita, að Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem Mörður ber ábyrgð á, nálgast það að vera meistarar í samanlagðri þingsögunni, þegar kemur að löngum og gífuryrtum ræðuhöldum. Það vita þau bezt sjálf, því að þau hafa á síðustu árum þurft að éta ofan í sig svo mörg fyrri orð, að meltingarfæri þeirra hljóta að vera - svo að ég hrósi þau nú einu sinni - frábærlega sterkbyggð.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 21:47

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Málþóf kallar Mörður umræður um málefni ESB-fylkisins eða hreppsins: Ísland.

Það er auðvitað óþægilegt fyrir ESB-Íslandshrepps-Mörð að vera málnefnanlegri en þetta. Þá gæti sannleikurinn orðið of augljós fyrir kjósendur/skattborgara-þrælana. Það yrði nú vandræðaleg opinberun fyrir VG-Samfó-Hreyfingar-afleggjara Sjalla-ballanna og ESB-vinina hans Halldórs Ásgríms innanum í Framsókn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.5.2012 kl. 23:07

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þetta er að koma úr skrýtnri átt finnst manni vegna þess að hann er einn af þeim sem notar óvandað orðbragð...

Annars eru þessi vinnubrögð sem Ríkisstjórnin býður upp á til skammar vegna þess að fyrir henni þá er betra að tala um málþóf  frekar en að allir þeir sem munu samþykkja svari nú á móti í pontu í það minnsta og útskýri hvers vegna og hvernig breytingin sem fram er verið að fara að samþykkt verði sé okkur Þjóðinni til hins betra í velferð og ágæti, og þess vegna ætti að sammþykkja og styðja...

Þetta eru þeir sem hlusta og horfa á ekki að fá að heyra...

Nei það er betra að kalla hlutina málþóf frekar en að útskýra ágæti málefnisins...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.5.2012 kl. 00:29

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er ösku bölvað og kallar á alla brynvörn vammlauss blaðamanns,til að hemja orðbragðið og halda fáguðum stíl sínum.Það er erfitt að setja sig í spor stjórnarandstöðu,en ég og svo ótal fleiri,biðja þau að láta ekki deigan síga,því að lokum stöndum við uppi sem sigurvegarar. Sá sigur verður tregablandinn, því seint verður sú skömm afmáð,að landar okkar sem höfðu tögl og haldir, notuðu þau til þvingaðra athafna,til algjörs fullveldisafsals.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2012 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband