Schengen er frjáls innflutningur glæpamanna

Landamæravarsla var svo gott sem felld niður með aðild Íslands að Schegen-samkomulaginu. Í skjóli Schengen er frjáls innflutningur glæpamanna, hvort heldur á eigin vegum eða milligöngu íslenskra sakamanna.

Innflutningur glæpamanna er óhjákvæmileg afleiðing Schengen-fyrirkomulagsins, sem upphaflega var á milli nágrannaþjóðanna á meginlandi Vestur-Evrópu þar sem hvort eð er var erfitt að koma við landamæravörslu svo hald væri í.

Eyþjóðir eins og Bretland og Írland eru ekki aðilar að Schengen enda vita menn þar að vörnin gegn alþjóðaglæpum hefst við landamærin.

Ísland ætti að segja upp aðildinni að Schegen og taka upp landamæravörslu á eigin forsendum.

 


mbl.is Íslendingar oftar á bak við innflutning glæpamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara um Keflavíkurflugvöll fara um 7000 farþegar á dag að meðaltali. Þeir eru skannaðir með öryggismyndavélum og borið saman við gagnagrunna Europol, Interpol o.fl. Auk þess geta tollverðir athugað skilríki allra sem fara í gegn ef þörf þykir.

Shengen hefur eflt landamæraeftirlit á Keflavíkurflugvelli og gert það hraðvirkara. Án Shengen hefðum við ekki eins greiðan aðgang að gagnasöfnunum og það sem tekur nokkrar sekundur núna tæki nokkra klukkutíma og jafnvel daga í sumum tilfellum. Við gætum ekki skoðað hvern einasta farþega eins nákvæmlega og eins hratt og gert er í dag.

GassiHT (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:23

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

GassiHT (IP-tala skráð):

Hvernig má það vera að þrátt fyrir alla þessa gæslu "Þeir eru skannaðir með öryggismyndavélum og borið saman við gagnagrunna Europol, Interpol o.fl." þramma glæpamenn inn í landið og út úr því eins og ekkert sé?

Það sýnir bara að mjög takmarkað gagn er í þessari gæslu. 

Ágúst H Bjarnason, 11.5.2012 kl. 11:42

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Ég hélt þig skynsaman mann Páll...

En með þessu Schengenbloggi þínu hefur þú færst andsk... nálægt þessari heimskulegu útlendingshatursáróðurs stefnu framsóknarhugsandi Sjálfstæðisflokksfífla sem vilja kenna erlendum um allt og allt... Skammastu þín...!

Jú, vissulega er til vont fólk í öðrum löndum rétt einsog hér... Það er rétt...!

En eftir efnahagshrunið hefur áhugi þessa vonda fólks á Íslandi, íslenskum peningum og þjóðfélagi, farið mjög mikið þverrandi...

Aðal glæpamannavandamál okkar Íslendinga í dag er ekki erlendir glæpamenn, heldur innlendir "óæskilegir og glæpsamlegir samráðsvettfangar..." Einsog t.d fjórflokkarnir okkar íslensku með einmitt Sjálfstæðisflokkinn í fararbroddi... Gagnvart því hefur þetta Schengensamstarf, því miður, lítið að segja...

Ég veit ekki hvaðan þessi heimska og lygaáróður um þetta Schengensamstarf er komið, en svo virðist að einhversstaðar í einhverju nikótíntyggjó jórtrandi, svitafýlulyktandi, karlpunga bakherbergi hafi verið gefið út skotleyfi á Schengensamninginn í móðursýkiskasti gagnvart útlendingum... Og þú tekur núna þátt í þessum hatursáróðri...!?!

-

Ég hef undanfarna daga séð æ fleiri framsóknarhugsandi vitleysingja agnúast útí það sem útlenskt er hérna á blog.is og vilja kenna Schengensamstarfinu um, án þess að hafa neina hugmynd um útá hvað þetta samstarf raunverulega gengur og hvað það sparar okkur Íslendinga mikið að taka þátt í því...

Í algjöru framsóknarhegðunarmunstri og móðursýkiskasti er ráðist á samstarfið og útlendingum svo kennt um flest alla glæpi og eiturlyfjafíkn á Íslandi...

Yeah... Right...!

Það sem ég held að sé verið að gera er að... Það er verið að undirbúa þjóðfélagið fyrir svona "Ísland fyrir Íslendinga-" stefnu og þessháttar viðbjóð með tilheyrandi lögregluríkisréttlætingu og auknum höftum á frelsi einstaklingsins... Það er einsog það sé verið að undirbúa þjóðfélagið undir skerðingu á borgaralegum réttindum í þágu lögregluríkisins án þess að grundvöllur sé til fyrir þessháttar skerðingu... Því það vantar nefnilega einmitt stríðið... Það vantar akkúrat hina íslensku "Tvíburaturna...!"

-

"Vei þér Sjálfstæðismaður að vera orðin svona mikill framsóknarhugsandi fáviti...!"

Því af öllum þeim fjölda sem kemur til Íslands á hverju ári... Veistu hve margir það eru sem geta t.d flokkast sem glæpamenn...? Vilt þú fórna s.s þetta X-% mikið af gjaldeyristekjum þjóðarinnar, sem rennur í dag inní hagkerfið í gegnum einkaaðila á markaði n.b, í það að fylgjast á einhvernhátt betur en gert er með útlendingum án þess að við höfum neitt raunverulegt kerfi til að taka við því...? Og hvernig á svo að byggja svoleiðis kerfi upp...? Með "auknum" skattaálögum...?

Vilt þú í alvörunni byggja hérna upp stofnlægt lögreglu- og útlendingshatursríki sem hygglir svo sínum innlendu glæpaklíkum í líkingu við ríki einsog Albanía og Norður Kórea...?

Því þetta er akkúrat það sem ég les útúr þessum óþroskuðu skrifum ykkar, ykkar sem skrifið svona heimskulega gegn Schengensamstarfinu og því sem er útlenskt...!

Sævar Óli Helgason, 11.5.2012 kl. 11:49

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það var nú í eina tíð að Lögreglan var með ágætistengingu við Interpol en að segja að Schengen hafi bætt eitthvað eftirlitið er vægast sagt skot útí loftið.

Ef Ísland segði sig úr Schengen þá væri ekki minna eftirlit, í raun meira þar sem menn væru skoðaðir augliti til auglitis, meira en gert er í dag. Ókosturinn við að vera utan Shengen væri sá eini að við sem ferðumst mikið til Evrópu þyrftum í gegnum meira eftirlit á landamærum Evrópuríkja í stað þess að rölta nánast beint í gegnum þær eins og í dag. Ég fór til Póllands í fyrra og sá engan tollara eða öryggisvörð þegar ég fór í gegnum flugstöðina. er það það sem við viljum? Að menn geti farið óheftir hér í gegn, stefnir í það og mun verða enn auðveldara fyrir glæpamenn að arka hér inn og út að vild.

kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 11.5.2012 kl. 12:00

5 identicon

Seðlabankinn neitar að afhenda útskrift af samtali Davíðs og Geirs en heimtar nú auknar heimildir til að þjarma að Jóni og Gunnu.

http://www.youtube.com/watch?v=07F0Oac0_Gs

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 12:27

6 identicon

Ágúst, því miður er "glæpamaður" ekki starfsheiti í neinu vegabréfi, fæstir ganga þeir um með kúbein uppúr rassvasanum og enginn kemst á skrá í gagnagrunna nema hafa vakið einhvern áhuga hjá yfirvöldum. Íslenskir og erlendir glæpamenn sem hvergi eru á skrá þramma inn og út úr landinu eins og ekkert sé, eins og alltaf hefur verið og engin leið er að koma í veg fyrir.

Ólafur, Lögreglan er með ágætis tengingu við Interpol en Shengen gefur okkur beinan aðgang að mun fleiri gagnagrunnum sem eru lokaðir fyrir þeim sem ekki eru í Shengen. Það sést ekki á fólki hvort það ætlar sér að fara að fremja lögbrot þó djúpt og lengi sé horft í augu þess. Og þó þú sjáir ekki Pólskan öryggisvörð fylgjast með þér þá hefðirðu séð tölvutengdar öryggismyndavélarnar ef þú hefðir haft augun opin. Og hefðir þú verið á skrá einhverstaðar þá hefðu mætt öryggisverðir og leitt þig í burtu, eins og gerist oft á dag á Keflavíkurflugvelli.

GassiHT (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 12:41

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Rosalega finnst mér gæta mikils misskilnings um virkni Schengenkerfisins og þátt þess í komu glæpamanna hingað til lands.  Ég tek undir með GassiTH um að landamæraeftirlit er mun öflugra með þátttöku í Schengen en annars.  Vissulega myndu menn fara í gegn um vegabréfaskoðun, ef ekki væri Schengen, en hverju breytti það í raun og veru?  Um þessa vegabréfaskoðun færu þá í kringum 1 milljón ef ekki fleiri á hverju ári.  Út úr þessum fjölda ættu starfsmenn í vegabréfaeftirliti að pikka þessa 100 - 200 einstaklinga sem koma hér til að stunda þá glæpi sem höfundur færslunnar óttast.  Til þess að það sé hægt, þá þyrftu allir að farþegar að fara í gegn um sambærileg hlið og Ameríkufarþegar gera.  Ok, gerum það, en þá er það búnaðurinn sem ætti að nota.  Með Schengen höfum við þó tengingu við upplýsingakerfi Schengen sem er mjög öflugt.  Án Schengen, þá er algjörlega óvíst hvort við hefðum aðgang að því.

Schengen kemur frjálsu flæði fólks á milli landa innan EES ekkert við.  Glæpamennirnir eru því jafn frjálsir ferða sinna hvort sem við erum innan eða utan Schengen.  Þeir koma flestir frá löndum sem vita lítið um hverjir eru glæpamenn og hverjir ekki og því er ólíklegt að þeir séu á skrá.  T.d. voru Mickelsen bófarnir ekki á skrá hjá Europol áður en þeir frömdu ránið hér á landi.  Þeir hefðu því ekki verið stöðvaðir við hefðbundið vegabréfaeftirlit þó þeir hefðu farið í gegn um ítarlegt tékk af færustu sérfræðingum.

Ef menn vilja draga úr komu þeirra glæpamanna sem færsluhöfundur óttast, þá verðum við að taka upp vegabréfsáritanir að nýju.

Annars held ég að þessir glæpamenn séu ekki þeir hættulegustu fyrir Ísland.  Tjónið sem þeir hafa valdið er vel innan við 10 ma.kr.  Hvítflibbaglæponar hafa reynst okkur mun skeinuhættari og kosta þjóðina 10 ma.kr. á mánuði ef ekki meira.

Til að berjast gegn þeim erlendu glæpamönnum sem færsluhöfundur óttast, er lang skilvirkast að efla innra landamæraeftirlit samkvæmt Schengen reglum, þ.e. löggæslu.  Lögregla út um allt land er stórlega undirmönnuð og þá sérstaklega hér á höfuðborgarsvæðinu.  Þar sem landið er fámennt, þá er erfitt fyrir glæpahópa að fela sig, en undirmönnuð lögregla auðveldar þeim það.  Förum því réttu leiðina að þessu, þ.e. eflum notkun Schengen eftirlitskerfisins og eflum löggæsluna.  Þannig munu fleiri glæpamenn nást, en ekki með því að segja okkur úr Schengen.

Marinó G. Njálsson, 11.5.2012 kl. 12:45

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Marinó,eins hvimleitt og það er að hafa hleypt mönnum inn í landið,sem beinlínis eru hingað komnir til að ræna og rupla,er þegar ríkisfangslausir koma með sögu ,,sína,, um illa meðferð og æskja hælis sem pólitískir flóttamenn.Það er mjög auðvelt að finna til með þeim,en getur í tilfellum leitt til árekstra við önnur ríki. Þótt peningalegt tap af þeirra völdum,sé kökubiti miðað við afglöp hvítflibbaglæponana,sem þú nefnir,nægir það ekki til að láta þessi mál engu varða. Það er engin vigt,sem metur miskann,en þð er umræða sem á ekki heima hér,þar sem færsla þín fjallar um og ég styð að afnema.

Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2012 kl. 14:08

9 identicon

Auðvitað eigum við að segja okkur úr Sehengen strax,og það er orðið nokkuð dökt, þegar byggingarfyrirtæki og einstaklingar sem standa í framkvæmdum, verða að ráða sérstaka vaktmenn allan sólahringinn, til að tapa ekki verkfærum og vélum úr landi, varla verður það til að minka byggingarkostnaðinn,og þegar fjölskylda sem er svo heppin að allir hafa vinnu, verður að ráða atvinnulausan einstakling til að vakta hús og aðrar eigur á vinnutíma, er náttúlega algjörlega óþolandi, og gaman væri að vita hvað þetta Sechengen rugl kostar skattgreiðendur. Og halda því fram að Europol og Interpol dugi ekki, er einfaldlega bull.

Ólafur Daði (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:40

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ólafur. Þjófnaðir á verkfærum og vélum hjá byggingaverktökum hafa reglulega átt sér stað í marga áratugi og eru ekki nýtt vandamál sem fyrst kom upp með fjölgun erlendra aðila hér á landi.

Marinó kemur hér vel inn á það hvernig menn rugla iðulega saman því sem tengist Shengen samkomulaginu og því sem tengist EES samningum.

Bretar og Írar eru ekki aðilar að Shengen samkomulaginu. Þrátt fyrir það eru erlendar glæpaklíkur ekki minna vandamál þar en hjá þeim ríkjum sem eru aðilar að Shengen samkomulaginu.

Innan EES og Shengen ríkja eru rússneskar glæpaklíkur ekki minna vandamál en glæpaklíkur frá EES og Shengen ríkja. Það að þurfa að sýna vegjabréf og sæta landamæraeftirliti virðist því ekki trufla rússneskar glæpaklíkur í löndum sem eru aðilar Shengen og EES samningunum.

Sigurður M Grétarsson, 12.5.2012 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband