Fimmtudagur, 10. maí 2012
Krónan á víða vini - ekki í Samfylkingunni
Krónuvinir eru Paul Krugman nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, Financial Times, Wall Street Journal og Telegraph - svo nokkrir séu nefndir. Skilgreining á krónuvini er að viðkomandi telji að íslenska hagkerfið eigi að búa við sjálfstæða mynt.
Með krónuna að vopni fóru Íslendingar í gegnum kreppuna á hraðferð. Til samanburðar er Írar, að ekki sé talað um Grikki í hægfara hörmungarkreppu sem mun vara í áratug eða lengur.
Innanlands á krónan víða vini - en ekki í Samfylkingunni. Og það segir meira um Samfylkinguna en krónuna.
Sjálfstæður gjaldmiðill hjálpaði Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flott ummæli hjá "typhoonboom" , sem skora hæst, í athugasemdakerfinu við grein A.E-P, sem Páll vísar til í Telegraph. Hér er talað hreint og beint út:
"I really do wish that the Euro, and for that matter the EUSSR itself, would just hurry up and implode.
The longer this goes on the more misery and poverty it will cause and the worse the ultimate conflagration will be, and for what? Just to massage the cowardly and megalomaniac egos of Europe's liberal elite,
the same elite that created this monster in pursuit of their impossible dream, and the same elite that must now bear responsibility for its victims.
We all saw this coming, everyone who dared to peer through the fog of propaganda, lies and blind hope could see that the whole edifice was rotten and built without foundations,
we were ridiculed at the time, yet now we are witnessing the manifestation of our own predictions. Unfortunately, with this destruction we must also witness the inevitable human suffering that accompanies it. Who will be held to account?"
Í þessa "ridiculous" helferð stefna hirðfífl samfylktrar elítunnar.
Við segjum: NEI.
Jón og Gunna (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 18:47
Gott að eiga Paul Krugman að krónuvini. Hann þá kannski skiptir fyrir okkur þeim 1000 milljörðum sem þarf að skipta hér eigi eigu útlendinga? Páll kannski hringir í "nafna" sinni og biður hann um að redda þessu!
Magnús Helgi Björgvinsson, 10.5.2012 kl. 18:52
Niðurlagsorð greinar Ambrose Evans-Pritchard eru mögnuð, sér í lagi í ljósi þess að ef Alexis Tsipras nær 2-3% meira fylgi í næstu kosningum í Grikklandi, þá gæti flokkur hans, Syriza, orðið stærsti flokkurinn og fengi þá 50 aukasætin sem hann þarf til að nota "the ultimate weapon" og þá er spilaborg fjármagnselítu júrókratanna fallin. Það er ljóst að margir bíða nú spenntir eftir úrslitum endurtekinna kosninga í Grikklandi, sem liggja í loftinu:
"Those in the Bundestag, the ECB, and the EU elites now playing nuclear brinkmanship with Greece – ie, threatening expulsion unless Greeks vote again in June, and get it right this time – have misunderstood the predicament they are in. Shakespeare had a term for this: hoisted by their own petard.
As Syriza leader Alexis Tsipras likes to say, Greece has the "ultimate weapon". It can bring down the whole house of cards.
There is no "clean" way to end EMU. But there are certainly degrees of havoc. The least destructive is for the German core to withdraw in an orderly way, leaving EMU to the Latin bloc with euro contacts in tact.
The worst possible way to do end this misadventure is to light the fuse in Greece and set off a chain-reaction of uncontrolled EMU exits and sovereign defaults. Unfortunately, the colossal misjudgement now being made in Berlin and Frankfurt makes this unhappy ending more likely by the day."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:00
Krugman er af mörgum skynsömum kallaður keynesískur trúður. Hann er alveg gallharður á því að samfélög geti lifað og haft það fínt á nýprentuðum rafmagnspeningum seðlabankanna.
Þannig séð á hann eflaust marga samfylkingaraðdáendur.
Samfylkingin eru svo gæfulaus og vitlaus í sínum ESB leiðangri að það hálfa væri nóg.
Það er alveg á kristaltæru að eigendur 1000 milljarðanna sem Magnús hefur svo miklar áhyggjur af yrðu engu fegnari en upptöku Íslendinga á Evru. Þeir væru ekki lengi að senda peningahauginn sem hefur verið í hæstu ávöxtun heimsins hjá sósíalistanum seðlabankastjóra beinustu leið úr landi í tryggt skjól.
Og reikningurinn?
Auðvitað á íslenska almúgagreyin, blásaklaus af öðru en kanski þekkja einhvern sem hafa kosið samfylkingu.
jonasgeir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:31
Fyrst Magnús veltir fyrir sér snjóhengjunni, þá er vert að benda honum á, að Lilja Mósesdóttir, doktor í hagfræði eins og Krugman, hefur greint vandann af heiðarlegri skarpskyggni og hún mælir með Skiptigengisleið og Ný-krónu. Það gerir hún til að tryggja samstöðu um að "allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum." Því virðist helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms alveg hafa gleymt, enda upptekin af svikum sínum um skjaldborgina fyrir heimili landsins.
Lilja segir svo á heimasíðu sinni, liljam.is:
"Kreppa krónunnar birtist í gjaldeyrishöftum sem koma eiga í veg fyrir að 1.000 milljarðar eða snjóhengjan svokallaða streymi úr landinu og gengi krónunnar hrynji. Snjóhengjan mun halda áfram að vaxa, þar sem ekki má lengur kaupa gjaldeyri vegna verðbóta á höfuðstól og útgreiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna er ekki lokið.
Þrjár lausnir hafa komið fram á þessum vanda:
Í fyrsta lagi, Harðindaleiðin, þ.e. með gengishruni krónunnar
Í öðru lagi, Skuldsetningarleiðin með upptöku evru og láni hjá Seðlabanka Evrópu eða útgáfu ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum.
Í þriðja lagi, Skiptigengisleiðin sem gengur út að skrifa niður froðueignir við upptöku t.d. Nýkrónu.
Einkaskuldum þ.e. snjóhengjunni verður komið yfir á almenning ef við förum Harðinda- eða Skuldsetningarleiðina. Aflandskrónurnar bjuggu gömlu bankarnir að hluta til með peningaprentun og eignir kröfuhafa gömlu bankanna keyptu vogunarsjóðir á brunaútsölu. Peningaprentun og afslátturinn á eignum kröfuhafa eru froðueignir.
Hrapið í lífskjörum almennings kemur svo til strax með Harðindaleiðinni en dreifist yfir fleiri ár með Skuldsetningarleiðinni. Markmiðið með Skiptigengisleiðinni er að skrifa niður froðueignir sem engin greiðslugeta er fyrir til að verja kjör almennings og koma í veg fyrir fátækt og landflótta.
Seðlabankinn hefur innleitt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem felur í sér gjaldeyrisútboð. Markmiðið er að minnka snjóhengjuna og undirbúa upptöku evrunnar. Nú hefur komið í ljós að lítill áhugi er á þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans . Það er því hætta á að gjaldeyrishöftin muni vara til eilífðar.
Í nýlegri skýrslu utanríkisráðherra er fullyrt að krónan komist í skjól með stuðningi Evrópska Seðlabankans eftir inngöngu í ESB. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðru vísi en svo að taka eigi lán fyrir snjóhengjunni.
Þetta stemmir ekki við svonefnda framvinduskýrslu um aðildarumsókn Íslands frá í mars, en þar er ítrekuð sú skoðun Evrópuþingsins að afnám gjaldeyrishafta sé skilyrði fyrir aðild að sambandinu og upptöku evru.
Ég spyr því efnahags- og viðskiptaráðherra hvort það sé rétt að engin aðstoð muni fást frá ESB við að leysa kreppu krónunnar fyrr en við höfum losað okkur við snjóhengjuna?
Ef enga aðstoð er að vænta frá Evrópska Seðlabankanum og lítill áhugi á uppboðsleið Seðlabankans, hvernig á þá að losa okkur við gjaldeyrishöftin og hvað mun það taka langan tíma?
Seðlabankastjóri fullyrti nýlega að bankinn hafi ekki umboð til að kanna aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en upptöku evrunnar. Bankinn hafi því aldrei rætt við t.d. kanadísk og sænsk yfirvöld um möguleika á aðstoð við einhliða upptöku gjaldmiðils þessara landa.
Ég spyr því hvernig standi á því að Seðlabankinn hafi ekki umboð til að meta aðra kosti en upptöku evru eins og lofað er í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna?
Ég velti jafnframt fyrir mér hvort vandi þjóðarbúsins sé ekki fyrst og fremst skuldavandi en ekki krónuvandi eins og talsmenn evrunnar klifa stöðugt á?
Skuldakreppan í Evrópu hefur afhjúpað ókosti sameiginlegrar myntar. Jaðarríki hafa þurft að bregðast við lausafjárvanda með nafnlaunalækkunum og stórauknu atvinnuleysi. Á sama tíma hafa fjármagnseigendur flúið land með evrurnar sínar. Munu Íslendingar sætta við slíkar aðstæður?
…
Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg.
Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.
Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.
Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar. Hver vill búa í slíku samfélagi?
Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.
Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.
Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:31
Það er vert að ítreka hér orð Lilju, formanns Samstöðu - flokks lýðræðis og velferðar ... okkar allra ... og þjóðinni má ekki vera sama, hún verður að galopna augun, því þetta varðar alla framtíðarmöguleika okkar allra, óbreyttra og venjulegra Íslendinga:
"Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg.
Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.
Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.
Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar. Hver vill búa í slíku samfélagi?
Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.
Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.
Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis.Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 19:37
Samspillingarfólk á enga vini hvorki lifandi né dauða.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:56
Kannski nokkra góðkunningja,rétt eins og löggan.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2012 kl. 23:23
Skyldi Krugmann vera vinur verðtryggðu krónunnar líka, Páll? Veistu það?
Gústaf Níelsson, 10.5.2012 kl. 23:55
Í framhaldi af því sem varðar hið eldfima pólitíska ástand í Grikklandi þá birtist þar glæný skoðanakönnun fyrir rétt tæpum sólarhring. Ljóst er að Syriza sækir gríðarlega í sig veðrið og mælist nú með 23,8% atkvæða og yrði samkvæmt því langstærsti flokkurinn og fengi því aukasætin 50.
Gömlu ríkistjórnarflokkarnir, Nýtt lýðræði (hægri flokkur) og Pasok (spilltur krataflokkur) fengju skv. því 17.4% og 10.8%, en hafa nú sléttan helming þingsæta vegna þess að Nýtt lýðræði náði 50 aukasætunum nýafstöðnum þingkosningum. Litli krataflokkurinn sem gömlu evru-flokkarnir reyna að fá til fylgilags við sig geldur nú strax afhroð í skoðanakönnuninni og fær aðeins 4,2% og dettur út.
Ljóst er að við munum heyra mikið frá Alexis Tsipras og flokki hans Syriza á næstu vikum, mánuðum og árum og hugsanlega falli spilaborgarinnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 01:07
Gústaf Níelsson.
Svarið er nei, Paul Krugman er ekki "vinur" verðtryggðu krónunnar. Hann kallaði verðtrygginguna á Íslandi "andsamfélagslega" í viðtali við Egil Helgason eftir ráðstefnuna í Hörpu á sínum tíma.
Seiken (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 07:48
Eigi eru allir viðhlægendur vinir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2012 kl. 11:51
Hún er mjög eftirtektarverð þessi grein Styrmis Gunnarssonar, á evrópuvaktin.is
Verður SAMSTAÐA okkar SYRIZA
"Það er óneitanlega athyglisvert að fylgjast með þróun mála í Grikklandi þessa dagana. SYRIZA, sem er einhvers konar bandalag smáflokka til vinstri vann mikinn sigur í þingkosningunum sl. sunnudag og tók við af PASOK, flokki sósíalista, sem leiðandi afl á vinstri kanti stjórnmálanna. Og það sem meir er. Skoðanakannanir benda til að verði kosið aftur í júní muni SYRIZA fá um 28% atkvæða en PASOK fara niður í 12% eða rúmlega það. Þetta þýðir að SYRIZA er að taka við af PASOK sem leiðandi afl til vinstri í grískum stjórnmálum.
Það er áhugavert að velta því fyrir sér, hvort eitthvað slíkt geti gerzt í íslenzkum stjórnmálum í næstu þingkosningum að ári liðnu. Vinstri grænir hafa verið forystuafl á vinstri væng stjórnmálanna. Það er eiginlega ekki hægt að tala um Samfylkinguna í þessu samhengi. Hún á í raun og veru ekkert skylt lengur við jafnaðarmannaflokk. Hún er fyrst og fremst einhvers konar hagsmunabandalag pólitískra yfirstéttahópa, aðallega í háskólanum. Hún er sízt af öllu launþegaflokkur. Hefur einhver orðið þess var að launþegar eigi sér talsmenn innan þess flokks?!
En Vinstri grænir eru í upplausn. Þrír þingmenn hafa yfirgefið þingflokkinn frá kosningunum 2009, þau Lilja Mósesdóttir, Atli Gíslason og Ásmundur Einar Daðason. Jón Bjarnason stendur í dyrunum en hefur ekki tekið skrefið út. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir er spurningamerki. Steingrímir J. sjálfur veit ekki hvað hann vill. Svandís Svavarsdóttir og Álfheiður Ingadóttir reyna að halda fast í pólitíska arfleifð sína en lítið er að verða eftir af henni. Ef einhver getur haldið þessum flokki saman í kosningum er það sennilega Katrín Jakobsdóttir.
En spurning er þessi: Bíða VG sömu örlög og PASOK í Grikklandi? Er hugsanlegt að SAMSTAÐA Lilju Mósesdóttur verði okkar SYRIZA?
Með öðrum orðum: Verður SAMSTAÐA forystuflokkur á vinstri væng eftir þingkosningar vorið 2013?
Þetta er umhugsunarefni og ekki sízt fyrir þá, sem hafa áhuga á að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 13:08
Nei. Samstaða verður eigi Syrzia vegna þess einfadlega að raunsæismenn eru búnir að fletta ofanaf lýðskrumi hennar með skynsamlegurm rökum.
það tímabil er beisiklí að baki. Umræðan hérna á íslandi var aðldrei eins almennt lýðskrumskennd og í Grikklandi. Lýðskrumið hérna náði eiginlega aðeins fótfestu þegar innbyggjarar ákvæðu að stela innstæðum af útlendingum. Svo heppilega vildi til að það var algjört aukatriði í heildarsamhenginu og landið verður hvort sem er dæmt ti að greiða umrædda skuld.
Í grikklandi snýst málið um mun meira kjarna. það er búið að telja fólki trú um með lýðskrumi og bullkollshætti að það þurfi ekkert aðhaldsaðgerðir. það þurfi ekkert að gera nema að galda útgjöldum Grikklands í toppi og hætta að borg af skuldum. þetta er búið að telja fólki fólki trú um og allir flokkar hafa eitthvað komið að því lýðskrumi og flokkur eins og SYRSIA tekur það ýskrum bara á endapunkt og stendur svo uppi með Nasista sér við hlið - með engin plön og engin ráð og líta út eins og hálfbjánar sem vonlegt er.
Hérna var ekki hægt að lýðskrumast svona mikið vegna líklega smæðar samfélagsins og skynsemis og raunsæisraddir komust allstaðar að og höfðu betur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.5.2012 kl. 15:22
Talandi um lýðskrumara Ómar B. Kristjánsson,
þá skulum við minnast kosningaloforða "fyrstu hreinu vinstri stjórnarinnar",
þvílíkt lýðskrum Jóhönnu hrunráðherra og Steingríms "hér verður uppreisn"
sem strax eftir kosningar lögðust sem ríkis-verðtryggðar og útbólgnar mellur
undir alræði gróðapunga og fjárglæpamanna, undir vökulu auga Wall Street, City og Frankfurt.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 19:50
Á ekathimerini.com útskýrir Tsipras í dag, af hvaða grunnástæðum hann hafnar samstarfi við ND og PASOK, gömlu rotnu hræin sem skrifuðu undir hvaða díl við alræðis bankastofnanir og hrægamma og erlenda vogunarsjóði, en skuldsettu óbreyttan almenning til helvítis og það allt til að rotnu hræin gætu líkt og Jóhanna og Steingrímur hangið á sínum hundaæiðis 2x30 ára jötu-valda-roði, með gjörspilltum embættismannaklíkum og sérhagsmunaöflum SA og ASÍ:
“I want to stress that the rejection of this offer is not being given by me or by SYRIZA but by the Greek people and their vote on Sunday,” said Tsipras, whose party wants to rewrite the terms of the loan agreement despite the EU and IMF’s insistence that only small changes can be made.
“The memorandum has been rejected by the Greek people. No government has the right to apply it,” he added. “The issue is the austerity measures the Greek people have suffered for two years.”
Tsipras questioned whether the other parties willing to join the unity government were also committed to scrapping measures such as the canceling of collective contracts, ending cuts to pensions and wages, proceeding with privatizations and sackings in the civil service.
“They should give us clear answers to these key questions and forget public relations tricks,” said the SYRIZA leader. “They should forget these tricks before poverty, recession, unemployment, emergency taxes, closed businesses and sackings finish off the country and its people.”
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.