Fimmtudagur, 10. maí 2012
Jói í Bónus gjaldfellir Haga
Hlutabréf í Högum lækkuðu við fréttir af endurkomu Jóhannesar Jónssonar í smásöluverslun. Hagar eru hluti af því verslunarveldi sem Jóhannes og sonur hans, Jón Ásgeir, stýrðu undir merkjum Baugs fram að hruni.
Ef feðgarnir ná til sín lykistjórnendum Haga er eins líklegt að félagið komist i veruleg vandræði. Eigendur Haga kunna ekki að reka smásöluverslun - en það kann Jói í Bónus.
Jóhannes í verslunarrekstur á ný | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hva! afturganga undir heitinu "Draugur" svo það rými nú.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2012 kl. 14:23
Hvaða íslensku bankar ætla lána þessum mönnum því erlendir bankar munu örugglega ekki gera það? Hvernig er staðan hjá þeim hjá Lánstrausti eða í skýrslu RNA? Skipir fortíðin engu ef nýrri kennitölu er slengt á borðið?
Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 14:39
Lykilstjórnendur er ofmetnir hér á landi og efast ég stórlega um að stjórnendur hjá högum séu betri en aðrir og bendi ég til dæmis á verðlagninguna í hagkaupum því til staðfestingar .
Annars hefur Krónan verið að selja vörur frá Iceland þannig að þetta eru ekkert allt of góðar fréttir fyrir innkaupafólkið þar , sem kaupir inn vörurnar í wales svo þurfi að fá bíl til að keyra til útskipunarhafnar sem þýðir aukin kostnað fyrir íslenska neytendur.
Valgarð Ingibergsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 15:38
Trúi ekki að nokkur óbrjálaður Íslendingur eigi viðskipti við þennan mann.
Rósa (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 15:51
Í stað þess að einblína á verðið mættu menn pæla meira í gæðunum. Í Bandaríkjunum sérhæfa lágvöruverðsverslanir sig gjarnan í drasli - sem svo aftur skýrir lága vöruverðið.
http://www.dv.is/frettir/2012/5/10/johannes-segir-fjolskyldu-egils-hafa-misnotad-lagt-voruverd-ut-i-aesar/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:17
Verið viss Jóhannes mun reyna á ný að leika jólasveininn ef hann opnar verslun. Hann mun byrja á því að "gefa" eitthvað og verður svo á fullu í fjölmiðlum að jólast út um allt, upp á barnaspítala og hjá mæðró að gefa epli, allt í trausti þess að við séum einfeldingar sem má nota á sömu trixin og áður. Jóhannes er eins og fjármálanauðgari sem hefur snúið til baka. Fæ hroll bara við það eitt að sjá ljósmynd af Jóhannesi. Munum að dýrasti matur veraldarsögunnar að eilífu var seldur í Bónus.
Sólbjörg, 10.5.2012 kl. 18:26
HAGKAUP er klámyrði og rangnefni á okurbúllu. Stofnandinn, Pálmi, vildi það ekki. Fortíðin ætti að sjálfsögðu að skipta máli þó skipt sé um kt. nema maður EIGI BANKANA SJÁLFUR.
Elle_, 10.5.2012 kl. 23:30
Elín, þú meinar að Egill hafi þanist allur út af djönkfóðrinu úr Bónus.
Því heldur Jóhannes í Bónus fram ... hann ætti að þekkja sitt djönk!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 02:54
Þú segir það Pétur Örn. Jóhannes stærir sig af lágu vöruverði. Ég gef ekkert fyrir það eitt og sér.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 08:13
"en það kann Jói í Bónus".
Eru menn veruleikafyrrtir. Hefur þessi Jói eitthvern tímann rekið eitthvað fyrirtæki sem hefur lifað af eigin rekstri?????
Það hefur allt sem hann hefur komið nálægt farið beina leið á hausin þegar sjóðir eða bankar sem þeir hafa náð tangarhaldi á hætta að dæla fé í vonlausan rekstur.
Glámur (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:16
Rifjast upp eitt, var Jóhannes ekki verslunarstjóri í kjötinu í gamla SS Austurveri- sem fór svo á hausinn?
Sólbjörg, 11.5.2012 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.