Fimmtudagur, 10. maí 2012
Hugsjónir og hagsmunir gegn ESB-aðild
Hugsjón um fullvalda Ísland með forræði eigin mála í hendi sér fer fullkomlega saman yfirveguðu hagsmunamati að okkur sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir að stjórna ríkisvaldinu og fá mörg hundruð milljónir í áróðursstyrki frá Brussel hefur ESB-sinnum á Íslandi ekki tekist að sannfæra þjóðina um ágæti þess að ganga inn í Evrópusambandið.
Öðru nær; eftir því sem umræðan eykst verður andstaðan við aðild útbreiddari. ESB-umsókn Samfylkingar og svikulla þingmanna Vinstri grænna 16. júli 2009 stuðlaði að allsherjarumræðu um Ísland og Evrópusambandið. Á Íslandi var ESB vegið og úrskurðað léttvægt fyrir íslenska hagsmuni.
Niðurstaðan er fengin. Þjóðin vill ekki aðild að Evrópusambandinu. Eina rétta aðgerðin er að alþingi með þingsályktun afturkalli ESB-umsóknina.
Mikill meirihluti stjórnenda á móti ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er andvígur aðild að Evrópusambandinu", segir fréttin.
En hver eru þessi fyrirtæki? Eru þetta ekki einkum heildsalar og aðrar sjoppur sem standa í innflutningi og eru með okur álagningu. Og enga samkeppni. Krónuræfillinn gerir allan verðsamanburð erfiðan. Mörg nytjavaran er hér helmingi dýrari en í EU löndum. Af hverju eru fólk að fara til útlanda í innkaupaferðir? Af hverju borgar það sig jafnvel að greiða yfirþingd í flugi?
Think about it!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 08:27
Þið verðið bara að sætta ykkur við það Haukur að þjóðin vill ekki inn í hvorki almenningur allavega þeir sem eru með minni menntun, stjórnendur fyrirtækja né forystumenn atvinnulífsins. Hversu djúpt inn í hugskot ykkar þarf þetta að fara áður en þið hættið þessu tuði? Afsakanirnar verða líka alltaf aumkunarverðari eftir því sem fleiri agnúar koma í ljós. Það er vinglað og dinglað milli raka, sem hafa svo í flestum tilfellum reynst svikarök.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 09:45
Dýrt eða ekki dýrt hefur lítið með það að gera að landinu verði miðstýrt og stjórnað af Brusselbákninu. Við erum að tala um FULLVELDI LANDS, ekki peninga.
Elle_, 10.5.2012 kl. 11:00
Þap reynist mörgum erfitt að skilja! Nema kanski þar til skellur í tönnum.
Helga Kristjánsdóttir, 10.5.2012 kl. 11:17
Haukur minn, viltu ekki reyna að fylgjast með og lesa þig til um efnið. Ég get frætt þig um að í þessum hópi eru útgerðir t.d. með hæsta hlutfall andvígra eða um 80%. Það er framleiðsla og iðnaður sem telur hæst þarna.
Lesa fyrst og tuða svo.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2012 kl. 12:37
það skiptir bara engu máli hvað einhver páll þjóðrembingsöfgamaður og einhverjir framlengin sjallabjálfaflokks segja. því miður. þið getið öskrað og gargað útí bláinn einhverja hálfvitaþvælu að eilífu. Staðreyndin er sú að almenningur á og mun ráða þessu. Fyrst verða samningaviðræður og þær eru hálfnaðar. Síðan liggur fyrir Aðildarsamingur og um hann verður kosið.
Innihaldið í öskrum og óhljóðum ykkar öfgmanna eru til stórskammar. Fyrir utan vað þau eru ófögur. Og tilburðir ykkar til að berja niður með ofbeldi og svikabríxlum alla raunsæis og skynsemisumræðu eru mjög aarming fyrir þetta vesalings sker hérna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.5.2012 kl. 12:56
Segir hver? Þetta er beinlýsing á innlimunarsinnum hjá þér Ómar minn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.5.2012 kl. 13:09
Haukur. Það er í höndum Ríkisstjórnar að lækka hérna vöruverð. Ríkið verður einungis að afnema tolla og álög á innflutning.Álagning heildsala og verslunar kemur ofan á þessi gjöld.
Það þarf ekki að ganga í ESB til þess að lækka hér vöruverð heldur vilja Ríkisstjórnar.
Eggert Guðmundsson, 10.5.2012 kl. 13:28
Sannleikanum er hver sárreiðastur. Það sést á vanstilltum ofurmælum þessa Ómars Bjarka Kristjánssonar, sem hefur, þar að auki, ekki mikið álit á eigin landi fremur en fyrri daginn ("þetta vesalings sker hérna"). Já, það er víst munur að vera stór og mikill í Evrópusambandinu, Ómar Bjarki nesjamaður! Eða á ég að segja fjarðarfífl?
Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 14:09
Þó vita það allir nema hann,
að á mannamáli þýðir það að lúffa fyrir alræði fjármagnseigendanna og það sérstaklega á kostnað allrar alþýðu fólks og ræna það svo landi þess líka.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 14:29
Þar sem Ómar Bjarki er mættur hér, langar mig til þess að spyrja hann hvort það sé eitthvað til í því að kínverskir séu að snuddast í Loðmundarfirði?
Kolbrún Hilmars, 10.5.2012 kl. 15:38
Sko, nú má alltaf deila um hvað orð á nota og sona. Þjóðrembingur, öfgamenn etc. En málið er þetta, a þessi málflutningur, þessi eilífu svíka- og landráðabríxl og í framhaldi að þið séuð einhverjir sérstakir verjendur þjóðarinnar og eg veit ekki hvað og hvað - þetta er barsta hænufet frá málfutningi öfgaflokka sem dæmi Gyltrar Dögunnar. Hænufet. því miður. Og eg er ekkert vondur maður þ´eg bendi á hið augljósa og vari við. Ei veldur sá er varar.
Nú, með Loðmundarfjörð og Kínverja - að þá nei. Eg hef ekki heyrt neitt um það og enginn hér um slóðir svo ég viti til.
Lomundarfjörður og Kína voru til umræðu hér og þar kem ég með ýmsan þjóðlegan fróðleik um fjörðinn í kommentum:
http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1232226/
Eg held þetta sé alóraunhæft. Ef kínverjar vilja fá hafnaraðstöðu - þá er Seyðisfjörður miklu mun álitlegri kostur. Seyðisfjörður er höfn frá náttúrunnar hendi. Hann er bara eins og renna og svo aðdjúft að mikil fádæmi er.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.5.2012 kl. 16:58
Ekki er það nú fallegt af þér að beina Kínverjum í þinn eigin fagra fjörð.
Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 17:02
Mér hefur alltaf sýnst Ómar K. vera ´öfgamaðurinn´. Það var líka öfgaflokkur sem heimtaði að kúga okkur með ICESAVE og troða okkur svo inn til þeirra sem það vildu.
Elle_, 10.5.2012 kl. 17:16
Kúga okkur með Icesave!
Icesave var þjófnaður íslenskra glæpamanna á sparifé erlendra borgara. Allt undir verndarvæng sjallabjálfanna. Svo vildu menn bara hlaupa á brott frá skömminni. Engir peningar, við erum búin að eyða þeim, sorry. Og innbyggjarar uppfylltust af heilagri reiði yfir því hversu vondir útlendingar eru við okkur krútt mörlandana. Jesús!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 18:32
JÁ, KÚGA OKKUR MEÐ ICESAVE. VIÐ vorum ekki í ábyrgð. VIÐ stálum engum peningum. VIÐ töpuðum líka peningum við fall bankanna, líka gamlir menn og konur sem töpuðu ævisparnaðinum. Það var engin ríkisábyrgð á ICESAVE.
ÞÚ SKRIFAR NÁKVÆMLEGA EINS OG ÓMAR KRISTJÁNSSON ENDA VERIÐ SAGT AÐ ÞÚ SÉRT HANN.
Elle_, 10.5.2012 kl. 19:19
Haukur, var ekki Icesave undir vernd bankamálaráðherrans Björgvins evrókrata og fulltrúa kratanna í Fjármálaeftirlitinu, Jón Sigurðssonar? "Svo vildu menn bara hlaupa á brott frá skömminni," segirðu. Hverjir vildu hlaupa burt? Áttu við, að Valhöll hafi átt að borga? Eða fannst þér sjálfsagt, að íslenzkir skattborgarar skyldu látnir borga, m.ö.o. ríkissjóður? En þú hefur kannski ekki tekið eftir því í 19-fréttum Sjónvarpsins nú í kvöld, að jafnvel ESA teur sig ekki halda því fram, að það hafi verið ríkisábyrgð á Icesave!
Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 19:33
... jafnvel ESA telur sig ekki ...
Jón Valur Jensson, 10.5.2012 kl. 19:35
Jón Valur. Vissulega voru krata-blairoidarnir hennar ISG ekkert betri en sjallabjálfarnir. En öll einkavæðingin - einkavinavæðing bankanna undir forystu Dabba og Dóra var "fucking-dirty-business." Incompetence, incompetence, incompetence........
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:06
Þeir sem eru orðnir lúnir á vinstri/hægri moðsuðu fjórflokkanna hafa marga betri möguleika en að kjósa þá af gömlum þrælsótta.
Ég mæli með flokki heiðarlegasta stjórnmálamannsins, Lilju Mósesdóttur, SAMSTÖÐU - flokki lýðræðis og velferðar ... okkar allra.
Stöndum saman, óbreyttir og venjulegir Íslendingar, gegn ægivaldi einkavinavæddra fjármálafursta, hrunverja og helferðarstefnu þeirra.
Fjórflokkunum er ekki treystandi til heiðarlegs uppgjörs eftir hrunið!
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:26
Ég leyfi mér að vitna svo í pistil Lilju Mósesdóttur, doktors í hagfræði, sem hefur greint vandann af heiðarlegri skarpskyggni, hvernig best sé að því staðið, að "allir geti lifað hér mannsæmandi lífi, í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum." Því virðist helferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms alveg hafa gleymt, enda upptekin af svikum sínum um skjaldborgina fyrir heimili landsins.
Lilja segir svo á heimasíðu sinni, liljam.is:
"Kreppa krónunnar birtist í gjaldeyrishöftum sem koma eiga í veg fyrir að 1.000 milljarðar eða snjóhengjan svokallaða streymi úr landinu og gengi krónunnar hrynji. Snjóhengjan mun halda áfram að vaxa, þar sem ekki má lengur kaupa gjaldeyri vegna verðbóta á höfuðstól og útgreiðslum úr þrotabúum gömlu bankanna er ekki lokið.
Þrjár lausnir hafa komið fram á þessum vanda:
Í fyrsta lagi, Harðindaleiðin, þ.e. með gengishruni krónunnar
Í öðru lagi, Skuldsetningarleiðin með upptöku evru og láni hjá Seðlabanka Evrópu eða útgáfu ríkisskuldabréfa í erlendum gjaldmiðlum.
Í þriðja lagi, Skiptigengisleiðin sem gengur út að skrifa niður froðueignir við upptöku t.d. Nýkrónu.
Einkaskuldum þ.e. snjóhengjunni verður komið yfir á almenning ef við förum Harðinda- eða Skuldsetningarleiðina. Aflandskrónurnar bjuggu gömlu bankarnir að hluta til með peningaprentun og eignir kröfuhafa gömlu bankanna keyptu vogunarsjóðir á brunaútsölu. Peningaprentun og afslátturinn á eignum kröfuhafa eru froðueignir.
Hrapið í lífskjörum almennings kemur svo til strax með Harðindaleiðinni en dreifist yfir fleiri ár með Skuldsetningarleiðinni. Markmiðið með Skiptigengisleiðinni er að skrifa niður froðueignir sem engin greiðslugeta er fyrir til að verja kjör almennings og koma í veg fyrir fátækt og landflótta.
Seðlabankinn hefur innleitt áætlun um afnám gjaldeyrishafta sem felur í sér gjaldeyrisútboð. Markmiðið er að minnka snjóhengjuna og undirbúa upptöku evrunnar. Nú hefur komið í ljós að lítill áhugi er á þátttöku í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans . Það er því hætta á að gjaldeyrishöftin muni vara til eilífðar.
Í nýlegri skýrslu utanríkisráðherra er fullyrt að krónan komist í skjól með stuðningi Evrópska Seðlabankans eftir inngöngu í ESB. Ekki er hægt að skilja orð ráðherrans öðru vísi en svo að taka eigi lán fyrir snjóhengjunni.
Þetta stemmir ekki við svonefnda framvinduskýrslu um aðildarumsókn Íslands frá í mars, en þar er ítrekuð sú skoðun Evrópuþingsins að afnám gjaldeyrishafta sé skilyrði fyrir aðild að sambandinu og upptöku evru.
Ég spyr því efnahags- og viðskiptaráðherra hvort það sé rétt að engin aðstoð muni fást frá ESB við að leysa kreppu krónunnar fyrr en við höfum losað okkur við snjóhengjuna?
Ef enga aðstoð er að vænta frá Evrópska Seðlabankanum og lítill áhugi á uppboðsleið Seðlabankans, hvernig á þá að losa okkur við gjaldeyrishöftin og hvað mun það taka langan tíma?
Seðlabankastjóri fullyrti nýlega að bankinn hafi ekki umboð til að kanna aðra kosti í gjaldmiðilsmálum en upptöku evrunnar. Bankinn hafi því aldrei rætt við t.d. kanadísk og sænsk yfirvöld um möguleika á aðstoð við einhliða upptöku gjaldmiðils þessara landa.
Ég spyr því hvernig standi á því að Seðlabankinn hafi ekki umboð til að meta aðra kosti en upptöku evru eins og lofað er í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna?
Ég velti jafnframt fyrir mér hvort vandi þjóðarbúsins sé ekki fyrst og fremst skuldavandi en ekki krónuvandi eins og talsmenn evrunnar klifa stöðugt á?
Skuldakreppan í Evrópu hefur afhjúpað ókosti sameiginlegrar myntar. Jaðarríki hafa þurft að bregðast við lausafjárvanda með nafnlaunalækkunum og stórauknu atvinnuleysi. Á sama tíma hafa fjármagnseigendur flúið land með evrurnar sínar. Munu Íslendingar sætta við slíkar aðstæður?
…
Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg.
Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.
Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.
Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar. Hver vill búa í slíku samfélagi?
Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.
Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.
Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:33
Ég neyðist til að ítreka þessi orð Lilju, því það eru allt of margir fastir í skotgröfum fjórflokkanna. Hlustum á þessi varúðarorð Lilju og tökum mark á þeim, því þau eru sett fram af hjartans einlægni og heiðarleika:
"Ég óttast að þjóðin geri sér ekki grein fyrir því hvað staðan er alvarleg.
Sterk hagsmunaöfl í þjóðfélaginu ætla að koma 1.000 milljarða einkaskuld yfir á almenning með annað hvort gengishruni krónunni eða erlendu láni á okurvöxtum.
Þjóðin virðist ekki átta sig á hagsmunabaráttunni og hallar sér að stjórnmálaflokkum, sem klifa á nauðsyn þess að afnema höftin strax eða fá lán hjá Evrópska Seðlabankanum.
Spyrni þjóðin ekki við fótum eins og í Icesave málinu, þá verður framtíð barna okkar ekki lífvænleg á Íslandi. Velferðarkerfi sem tók áratugi að byggja upp verður eyðilagt í þágu fjármagnseigenda. Við það hverfur réttlætið og mannúðin úr samfélaginu okkar. Hver vill búa í slíku samfélagi?
Aðeins víðtæk samstaða mun tryggja að allir geti lifað mannsæmandi lífi í landi sem er auðugt af mannauði og náttúruauðlindum.
Ég skora á hvern á einn að líta í eigin barm og velta fyrir sér ábyrgð sinni á framtíðinni.
Framtíð sem enn er hægt að móta í þágu mannúðar og réttlætis."
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 20:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.