Þriðjudagur, 8. maí 2012
Samfylkingarréttlæti til útflutnings
Samfylkingin hannaði atkvæðagreiðslu á alþingi til að fyrirframsýkna Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Björgvin G. Sigurðsson og Árna Mathisen en ákæra Geir H. Haarde. Valkvætt réttlæti af þessu tagi er pólitískt einelti.
Í Evrópu óttast stjórnmálamenn að samfylkingarréttlæti verði víðar tíðkað í uppgjöri við fyrirséð hrun evru-ríkja.
Sértækt réttlæti var síðast milliríkjaverslun þegar sovéskir kommúnistar kenndu leppríkjum sínum hvernig ætti að gera upp við fortíðina.
Samfylkingin eykur sóma Íslands, eða hitt þó heldur.
Landsdómur vekur ugg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki svona "réttarríki" sem þarf að viðhalda.
Réttarhöld sem viðhalda pólitískri spillingu eru rannsóknarverkefni sagnfræðinga, á siðblindum múgæsingar-stjórnmálamönnum og mútuþegum Samfylkingarinnar. Þeir klíkuflokksmenn/konur í Samfylkingunni og fleiri flokkum, hafa því miður kallað yfir sig þessa skammarlegu stöðu sjálfir.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.5.2012 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.