Mótsagnir ESB-stjórnmála

Sósíalistinn Hollande boðar vöxt sem útleið úr kreppu og ætlar að ná upp hagvexti með opinberri eyðslu og lækkun lífeyrisaldurs. Þá ætlar Hollande að hækka skatta á ríka Frakka - hann er jú sósíalisti.

Þjóðverjar óttast að kjósi Frakkar Hollande sem forseta marki það endalok þýsk-franskrar samvinnu við að ráða bug á skuldakreppu evru-svæðisins. Hollande segist ætla að láta það verða sitt fyrsta verk að heimsækja Merkel og krefjast endurskoðunar á fjárlagabandalaginu sem sitjandi Frakklandsforseti, Sarkozy, og Merkel gerðu í vetur.

Grikkir óska sér Hollande sem forseta enda kvarta þeir sáran undan þýskum fjármálaaga og vilja slakari taum undir merkjum útþenslu í ríkisútgjöldum í nafni hagvaxtar. Sjálfir ganga Grikkir til þingkosninga í dag og öfgaflokkum til hægri og vinstri spáð góðu gengi.

Hagvöxtur byggður á aukunum ríkisútgjöldum skuldugra þjóða og stöðugleiki með öfgaflokkum. Sunnudagurinn 6. maí 2012 gæti markað spor í sögu Evrópusambandsins.


mbl.is Frakkar kjósa forseta í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greinileg merki um Sam-skreppu heimsins,þegar einu þjóðríki kemur niðurstaða kosninga annars við. Eftur fréttum að dæma,ríður Sarkozy ekki feitum hesti og er engan vegin öruggur að vinna þetta kapphlaup. Af gefnum forsendum,óska ég að Hollande vinni slagtaumatöltið.

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2012 kl. 10:29

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

SLAKTAUMATÖLTIÐ,leiðrétti þessa linmælgisvillu. M.b.kv.

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2012 kl. 11:19

3 identicon

Sæll.

Frakkar undirrita eigin dauðadóm ef þeir kjósa sósíalista sem forseta. Sarkozy er auðvitað lélegur forseti en ekki tekur betra við ef marka má spár. Franskur sósíalismi er jafn ömurlegur og íslenskur.

Frakkar skulda talsvert og þær skuldir munu ekki lækka á vakt sósíalista með tilheyrandi kostnaði. Viðskiptahalli Frakka síðasta ár hefur aldrei verið hærri. Skattar verða án efa hækkaðir sem mun þýða lægri skatttekjur fyrir franska ríkið og aukið atvinnuleysi með tilheyrandi kostnaði. Staðan er ekki björt fyrir Frakka :-(

Helgi (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband