Upplýsingar auka tortryggni, segja hrunkvöðlar

Samtök atvinnulífsins telja aukið gagnsæi í afskriftum fyrirtækja valda tortryggni í samfélaginu og leggjast þess vegna gegn lögum um að upplýsingar um afskriftir fyrirtækja verði opinberar. Afstaða Samtaka atvinnulífsins er dæmigerð fyrir hrunkvöðla.

Afskriftir eru meðgjöf samfélagsins til gjaldþrota rekstararaðila. Meðgjöfin getur aldrei verið einkamál þiggjanda og veitanda.

Spilling útrásar grasseraði í skjóli leyndar. Öll lög sem aflétta leyndinni eru af hinu góða.


mbl.is Gerir bönkum enn erfiðara um vik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Samtök atvinnulífsins telja aukið gagnsæi í afskriftum fyrirtækja valda tortryggni í samfélaginu".

Enn ein staðfesting á því að SA er eitt ljótasta tákn gamla Íslands. Standa vörð um klíkurnar og sérhagsmuni. Stór hættuleg fyrir alla nýsköpun og þróun á Íslandi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 08:55

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Gera þarf upp á milli orsök og afleiðingu.

Afleiðingin af hruninu - eru undirmálslán  (töpuð útlán"

Töpú útlán eru bara rusl - verðlausir pappírar. 

Það er lagaskylda að afskrifa undirmálslán í eignasafni banka og opinberra aðila.

Svona bankahrun eru hamfarir.   Álitaefni kann að vera hvort á að bjóða upp - eða semja um afskriftir.

Í mörgum tilfellum kann að vera ódyrast fyrir viðkomandi lánastofnun - að semja - og láta viðkomandi rekstur komast sem fyrst á ferð aftur til að skila arði fyrir samfélagið.

Uppboðsleiðin getur verið margfalt dýrari og seinfarnari leið.

En þetta er matsatriði - ég bendi bara á að ég held það geri öllum erfiðara um vik - að fara uppboðsleiðina í öllum tilvikum - og í raun gæti bara rústað samfélaginu endanlega.

Hratt uppgjör- er besta leiðin - en álitaeefnin eru mörg - það er líka rétt.

Kristinn Pétursson, 2.5.2012 kl. 09:24

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Kristinn þarf þá ekki að vera samsvörun milli afskrifta fyrirtækja og einstaklinga.  Hér hallar verulega á að mínu mati.  Og bankarnir hafa opinbert leyfi á einstaklinga og geta gert þeim lífið óbærilegt endalaust. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.5.2012 kl. 10:17

4 identicon

Hvernig eru afskriftir meðgjöf samfélagsins?

Er verið að halda því fram að almenningur borgi allar afskriftir?

Rósa (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 15:23

5 Smámynd: Hjörleifur Harðarson

Já á endanum borgum við.... Ég er reyndar lítið aflögufær med mínar 2 milljónir á ári í heildarlaun sem reyndar gerir ekki nema 145.000 í ráðstöfunar tekjur á mánuði..

Hjörleifur Harðarson, 2.5.2012 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband