ASÍ í þágu ESB-sinna

ASÍ starfar í þágu sértrúarsafnaðarins sem vill Ísland inn í Evrópusambandið. Áróður ASÍ er einfeldningslegur, tekur til dæmis aldrei mið af viðvarandi atvinnuleysi í Evrópusambandinu en lofar vaxtalækkun og lægra matarverði.

Á Evrópuvaktinni er vakin athygli á tvöfeldni forystu ASÍ sem í einn stað boðar inngöngu í ESB en annan stað dregur fjöður yfir ömurleg lífskjör launafólks í jaðarríkum ESB

Skrifstofuliðið sem stjórnar stefnumótun ASÍ er ekki i neinum tengslum við pólitískan veruleika, hvorki á Íslandi né í Evrópusambandinu. Skrifstofuliðið er á hinn bóginn næmt á eigin kjör - og vill þess vegna aðild að vinnumarkaðinum i Brussel. En þangað fer ekki verksmiðjufólk, ekki sjómenn, ekki verslunarmenn, ekki iðnaðarmenn og ekki frystihúsafólk.

ASÍ starfar ekki í þágu launafólks.


mbl.is Verkalýðshreyfingin enn í vörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ekki gleyma því að ASÍ (Gylfi) vildi endilega að við tækjum á okkur Icesave! Það að auka okkar skuldir stórkostlega átti að bæta okkar hag með einhverjum undarlegum hætti.

Gylfi er orðinn akkeri á samtökunum ASÍ.

Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 13:16

2 identicon

Icesave, icesave, icesave. Það mætti halda að Jóhanna og Steingrímur hefðu fundið upp Icesave. Bara sisvona, 1, 2 og 3. Icesave var skilgetið afkvæmi Sjallabankans, þar sem m.a. kommissarinn Kjartan Gunnarsson sat og skildi hvorki upp né niður. Hættu að láta eins og kjáni Páll Vilhjálmsson, hættu að spila með þína ummælendur. Þú ert nefnilega enginn kjáni Páll.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 13:30

3 identicon

Það var alveg merkilega ömurlegt að hlusta á Gylfa alþýðuleiðtoga í speglinum í gær.

Maðurinn talaði um að það vantaði umræðu um kosti og galla Evrunnar?

Það hljómaði eins og maðurinn búi í sápukúlu og lesi aldrei nokkurn tíma, ekki í eitt einasta skipti, greinar á erlendum tungumálum.

Alla vega ekki nú síðustu 5 árin.

Hvers eiga félagsmenn ASÍ að gjalda?

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 13:38

4 Smámynd: Björn Birgisson

"Páll er meðal annars leigupenni hjá mér og mínum félögum í Heimssýn, við borgum honum laun fyrir að sjá um bloggið okkar og skrifa stundum í það, ágætis blogg hjá honum Páli." (Jón Ragnar Ríkharðsson, yfirlýstur frambjóðandi til þings fyrir Sjálfstæðisflokkinn).

Launin koma úr samskotabauki Heimssýnar, en að mestu þó frá ESB!

Björn Birgisson, 1.5.2012 kl. 15:57

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Bestu kjarabætur sem íslensk alþýða gæti fengið væri einmitt innganga í ESB ;)   

Óskar Þorkelsson, 1.5.2012 kl. 15:59

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ESB borgar ekki krónu til Heimssýnar. Alþingi samþykkti eitthvað málamynda framlag til íslenskra aðila - þar af einhverjar 10 milljónir til Heimssýnar ef ég man rétt.

Til þess að réttlæta slagsíðuna á stóru áróðursskrifstofunni sem ESB hefur stofnað hér á landi og rekur á eigin reikning.

Kolbrún Hilmars, 1.5.2012 kl. 16:31

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar, þú býrð í Noregi, er það ekki rétt munað hjá mér?

Eru norsk alþýða sammála þér um að bestu kjarabæturnar fáist hjá ESB?

Kolbrún Hilmars, 1.5.2012 kl. 16:37

8 identicon

Sæll Páll - sem og aðrir gestir, þínir !

Nafni minn; Þorkelsson !

Hví; húkir þú (persónulega) enn, meðal Austmanna (Norðmanna), vitandi um þá miklu sælu, sem ku tíðkast, í Evrópusambandi Fjórða ríkisins ?

Sjáum dýrðina; suður í Grikklandi, þessi misserin, nafni minn góður - og fornvinur.

Ég hygg; að þú ætti að skammast þín, að þessu sinni, þó Íslendingar séu slæmir í mörgu, að þá veitir þeim ekki af, að halda sig innan vémarka Norður- Ameríku, sinnar eigin Heimsálfu, enn; um stund, ágæti drengur.

Þú getur vart; verið svo Andskoti illa innrættur, Óskar Þorkelsson, að kjósa fyrrum samlöndum þínum, viðlíkra örlaga - og Grikkjum eru nú búin, og fyrr en varir, mun fleirri Suður- Evrópuþjóðum, að óbreyttu !!!

Með; þrátt fyrir allt, kveðjum nokkrum, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 16:39

9 identicon

ættir; átti að standa þar. Afsakið; Djöfulsins fljótfærni mína oftlega, á annarrs ágætu lyklaborði, mínu.

ÓHH

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 16:43

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Kolbrún, já ég versla nær allt í ESB landinu Svíþjóð sem sparar mér 30- 50 % í matvlaverði..  ekkert BS hér góða mín

Óskar Þorkelsson, 1.5.2012 kl. 16:52

11 identicon

@2:

Merkilegt að sjá svona greinilega hve lítill skilningur þinn á Icesave er.

Þó einhverjir Sjallar hafi komið nálægt illa reknum Landsbanka gerir það Icesave málið ekki að afkvæmi Sjálfstæðisflokksins. Þegar einkafyrirtæki fara á hausinn gilda ákveðnar reglur um það. Tryggingasjóðurinn átti aldrei að geta bætt allsherjar hrun enda er það ekki eðli trygginga að bæta tjón ef allir lenda í tjóni.

Stjórnmálamenn, bæði hér og í Bretlandi, vildu endilega láta almenning bæta viðskiptavinum bankans sitt tjón. Á ég heimtingu á því að ríkið borgi mér tjón ef ég fer með bílinn minn á verkstæði þar sem einhver fúskari skemmir bílinn minn? Nei, auðvitað ekki. Hið opinbera á ekki að koma nálægt þessu máli, bara dómstólar ef annar málsaðili óskar þess. Dómstólar geta hins vegar lítið gert ef fyrirtæki fer á hausinn, eins og Landsbankinn gerði.

Jóhanna og Steingrímur voru hins vegar æst í það að láta þessa hrikalegu summu lenda á íslenskum skattgreiðendum. Fyrir það eiga þau að fá dóm og sitja inni.

Icesave er gott dæmi um skaðsemi þess að opinberir aðilar skipti sér að viðskiptalífinu og markaðinum.

Helgi (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 16:55

12 Smámynd: Björn Birgisson

"Björn, ESB borgar ekki krónu til Heimssýnar." segir Kolbrún.

Ekki það? Alþingi úthlutaði Heimssýn 9 milljónum og Evrópuvakt Björns Bjarnasonar og Styrmis 4,5 milljónum, af ESB peningum. Sem sagt; NEI liðar fengu 13,5 milljónir, rétt eins og JÁ liðar. Uppruni peninganna er í ESB. Því má segja að ESB fjármagni skrif Páls Vilhjálmssonar að hluta, hvort sem frú Kolbrúnu líkar það betur eða verr.

Björn Birgisson, 1.5.2012 kl. 17:05

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Frú Kolbrún telur að smáskammtar Alþingis séu veittir úr ríkissjóði Íslands. Og greiddir af íslenskum skattborgurum.

En það er fróðlegt að heyra að ESB leggi til aura í þessu skyni. Alveg hefur okkar ágætu ríkisstjórn láðst að uppfræða okkur almúgalið um þær sporslur...

Kolbrún Hilmars, 1.5.2012 kl. 17:30

14 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún mín, kynntu þér IPA sjóði ESB landanna, til hvers þeir eru ætlaðir og hvort Ísland fái þaðan úthlutun - og þá mun renna upp fyrir þér ljós! Kannski Heimsljós!

Björn Birgisson, 1.5.2012 kl. 18:40

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aha, Björn, þessir IPA styrkir sem voru samþykktir úr nefnd á einhverjum vafasömum forsendum í síðustu viku og á enn eftir að fjalla um á þinginu. Varla er farið að úthluta þeim enn sem komið er? Eða hvað?

Kolbrún Hilmars, 1.5.2012 kl. 18:48

16 Smámynd: Björn Birgisson

Íslenskir skattgreiðendur greiða leigupennum Heimssýnar ekkert.

Björn Birgisson, 1.5.2012 kl. 19:49

17 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Oft hristir maður hausinn yfir einfeldningslegum skoðunum og barnslegri trúgirni ESB-safnaðarins. En þessi setning held ég þó að toppi allt:

„Uppruni peninganna er í ESB."

Hvað verður næst?

Hólmgeir Guðmundsson, 1.5.2012 kl. 20:00

18 Smámynd: Björn Birgisson

Næst verður vonandi að það kvikni ljós í kollinum á Hólmgeiri Guðmundssyni! Heldur sá góði maður að íslenskir skattgreiðendur séu að borga JÁ og NEI liðum fyrir að halda sínum málstað fram?

Hvað segir hinn mál- og ritglaði síðuhöfundur hér um það?

Björn Birgisson, 1.5.2012 kl. 20:36

19 Smámynd: Hólmgeir Guðmundsson

Alþingi íslendinga veitti 13,5 mkr til hreyfingar ESB safnaðarins, og sömu upphæð sem skiptist milli Heimssýnar og Evrópuvaktarinnar. Þetta er ekki mikið fé, samanborið við það sem Brussel-veldið ætlar að verja til undirróðurs hér.

Líklegt er að sá góði Björn Birgisson haldi að þetta, sem og allt annað sem Alþingi ver til mis gáfu- og gæfulegra verka sé styrkur frá Stefáni Fúla.

Líklega er borin von að það villuljós slokni í hans höfði. En það er svo sem skaðlítið, „der skal et par dumheder med i en bog, for at ogsaa de dumme synes den er klog".

Hólmgeir Guðmundsson, 1.5.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband