Mánudagur, 30. apríl 2012
Bænaskrár og blautir fætur
Íslendingar bjuggu þokkalega á þjóðveldisöld og samgöngur við nágranna í austri og vestri reglulegar á þeirra tíma vísu. Eftir Gamla sáttmála á 13. öld tók að halla undan fæti. Í stað upphitaðs skála kom gangnabærinn með dimmum útskotum, sagga og kulda. Samskipti við útlönd voru ekki í höndum Íslendinga.
Átjándualdarþáttur Péturs Gunnarssonar á RÚV í gær sagði frá þjóð í dróma. Hjálpræði þjóðarinnar var í útlöndum og þangað voru sendar bænaskrár sem fengu afgreiðslu hjá embættismönnum sem hvorki þekktu haus né sporð á Íslandi.
Minning um að einu sinni var hér sæmilegt að búa blakti með þjóðinni og þó varla. Handritin voru notuð til að bæta fataplögg og þétta skó. Blautir fætur voru hlutskipti Íslendinga þangað til þeir tóku verslunina í sínar hendur undir lok 19. aldar.
Blautir fætur og bænaskrár til Brussel verða hlutskipti komandi kynslóða Íslendinga ef einangrunarstefna Samfylkingar fær framgang með ESB-umsókninni.
Samanburðarleysi háir Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.