Sigmundur Davíð og stærsta stjórnmálamótsögnin

Formaður Framsóknarflokksins notaði orðið ,,sértrúarsöfnuður" um ESB-sinna í þingræðu fyrir nokkru. Róbert Marshall og fleiri samfylkingarþingmenn svöruðu kallinu og mótmæltu hástöfum réttnefninu. Í gær sagði Sigmundur Davíð að viðbrögð ríkisstjórnarinnar við hrunin væru verri en hrunið sjálft.

Orð Sigmundar Davíðs hittu beint i mark, það sést á viðbrögðum verjenda ríkisstjórnarinnar, t.d. Illuga Jökulssyni.

Stærsta stjórnmálamótsögn samtímans er eftirfarandi: Ísland kemur vel undan kreppu, með lágt atvinnuleysi, hagvöxt og bjartar framtíðarhorfur. Ríkisstjórnin nýtur þess ekki og mælist með lægra fylgi en nokkur ríkisstjórn lýðveldistímans, - að hrunstjórninni undanskilinni.

Ástæðan fyrir þessari mótsögn er að Jóhönnustjórnin vill farga þeim verkfærum sem komu Íslandi hratt og vel úr kreppunni, þ.e. fullveldinu og krónunni.

Sigmundur Davíð kom auga á þessa mótsögn og gerir úr henni pólitík. Formaður Framsóknarflokksins er beittur rýnandi og gæt leitt flokkinn til öndvegis í íslenskum stjórnmálum.

 


mbl.is Íslendingum allir vegir færir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Simma Kögunarsyni eru allir vegir færir. Með milljarðana eftir stærstu innherjaviðskipti sem sögur fara af hér á klakanum, ef marka má umfjallanir um það mál í fjölmiðlun.  

Sjá t.d. grein eftir Guðmund Andra, ds. 15.8.2011 (http://www.visir.is/kogun-og-kugun/article/2011708159975).

 

En nú ertu djúpt sokkinn, Páll Vilhjálmsson.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 10:31

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segir þetta okkur ekki bara að viðreisnin varð án þátttöku stjórnarinnar, eða þrátt fyrir hana?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 10:31

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Haukur Kristinsson.

Það er mjög ósmekklegt hjá þér vægast sagt að ráðast að Sigmundi Davíð fyrir það að vera sonur pabba síns.

Hvað svo sem pabbi hans kann að hafa staðið fyrir að þínum dómi, þá kemur það persónu Sigmundar Davíðs, bara akkúrat ekkert við.

Ef þú villt koma með einhverjar málefnalega gagnrýni á Sigmund Davíð þá auðvitað gerir þú það.

En það er fyrir neðan beltisstað að ráðast að honum með uppnefnum og óbótum og skömmum fyrir að vera sonur föður síns !

Þú talar svo um að Páll Vilhjálmsson sem hér málefnalega hælir hér Sigmundi Davíð fyrir framgöngu sína í stjórnmálum sé nú vegna þess "djúpt sokkinn".

Þegar það er einmitt þú sem ert mjög djúpt sokkinn fyrir ómálefnalegt sikítkast þitt !

Gunnlaugur I., 29.4.2012 kl. 11:40

4 Smámynd: Elle_

Ekki ætla ég að lesa það sem Haukur vísar í eftir Guðmund Andra.  Eins og Skafti Harðarson sagði um Guðmund Andra: Hann er blindaður af flokksofstæki.

Elle_, 29.4.2012 kl. 11:44

5 Smámynd: Elle_

Og svo tek ég undir með Gunnlaugi og hef sagt það fyrr við Hauk Kristinsson í þessari síðu: Peningar pabba Sigmundar koma honum ekki við.

Elle_, 29.4.2012 kl. 11:47

6 identicon

Ekki það að peningar geri fólk að meiru þannig séð, en væri ekki eðlilegt að gera ráð fyrir að Haukur Kristinsson væri mikill ræfill, gunga og aumingi.

Hann Kristinn var heldur lélegur til að afla fjár.   

...Svona í anda umræðunnar.

En svo sem ekki við málefnum að buast frá Hauki þessum.  Sigmundur hefur mjög oft komið mjög sterkur fram.  Var einhver málefnalegri og betri undir Icesave ósköpunum?  ..Fyrir utan kanski Ólaf Grís?  ...Nei.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 12:00

7 identicon

@Gunnlaugir I. 

Illugi Jökulsson

Jón Daníelsson

Jónas Kristjánsson

Erling Ólafsson

o. fl. hafa fjallað um ræðuna, sem Simmi hélt í gær (eða í fyrridag). Við það hef ég engu að bæta. Erling endar pistil sinn með þessum orðum: „Þeir sem fæðast með gullskeið í munninum og geyma hundruði eða þúsundir milljóna í banka þurfa ekki að hugsa um slíkt þótt þeir geti hræsnast með að tala um verkakarla og konur. Svei.“ Jónas segir að SDG sé lýðskrumari frá innsta grunni. 

 

Og Elle góð, ef þú metur skrif Skafta meir en Guðmundar Andra, til lukku! 

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 12:23

8 identicon

Ég á mér draum.

Hann er hvorki stór né mikill og ég geri ekki miklar kröfur til lífsins. En mig dreymir samt um að eftir næstu kosningar þá hætti fólk eins og Jóhanna og Steingrímur og Guðmundur Andri og Illhugi Jökuls og Haukur Kristinsson að skipta okkur máli.

Ef við getum náð þeim stað í lífinu að þetta fólk og þeirra illgjörnu hugsanir og þeirra fánýta hjal hreinlega skipta okkur ekki máli lengur, þá fyrst getur vegferðin fram á við hafist.

Birgir (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 12:30

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta Birgir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 12:49

10 Smámynd: Elle_

Æ-i, Haukur, gullskeið eða silfurskeið í munninum við fæðingu er heimskra manna tal.  Var barnið sekt?????  Það gerir ekki feður automatískt vonda þó þeir eigi peninga. 

Þú ættir að fara að sýna mennsku en ekki þessa illgirni gegn mönnum sem eru ekki sekir um neitt.  Það væri allt annað mál ef þú værir að ráðast á illmenni.

Elle_, 29.4.2012 kl. 14:11

11 identicon

Merkilegt hvað Sigmundur Davíð virðist miklu heilagri en hinir flokksforingjarnir...

Skúli (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 14:27

12 identicon

Jónas talar um gegnheil svik stjórnarinnar í dag. Annað hvort er maðurinn með gullskeið í munninum eða farinn að spila á vitlaust mark.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 14:39

13 identicon

Ég á mér einnig draum.

Ég á mér þann draum að fólk hætti að láta foringja hinna samtryggðu, "löglegu en siðlausu" flokkanna fjögurra sundra okkur óbreyttum almúga þessa lands sem sauðum til slátrunar, þeim til stundardýrðar, sem yfirbyggðarguðum, en okkur til helferðar og stökkbreytts vafnings dauða.

Ég á mér þann draum að þessi litla þjóð beri gæfu til að láta ekki sundra sér sem sauðum til slátrunar á altari alríkis-yfirbyggðaguðanna í Brussel. 

Ég á mér þann draum að almúgi þessa gósenlands, þar sem misskiptingin hefur farið vaxandi ár frá ári, allt frá tímum einkavinavæðingar bankanna, ægivalds kvótagreifa og álfursta og erlendra hrægamma, standi nú saman í stað þess að láta foringjana fjóra sundra okkur sem sauðum ... enn á ný.

Stöndum saman og látum ekki þennan vinstri, hægri og miðjumoðs vaðal verða okkur að gordíonshnút um kverkar. 

Höggvum sjálf á hnútinn.  Stöndum saman, því sagan sýnir okkur að foringjunum fjórum er alveg ná-kvæmlega sama um mig og þig og okkur öll.

Stöndum því saman, með okkur sjálfum til lýðræðis og velferðar okkar allra. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 14:55

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Páll Vilhjálms. Ásthildur,Gunnlaugur I, Ell E, Jónasgeir,Birgir,Elín. Greinilegt að öll þráum við nýtt blómaskeið íslensku þjóðarinnar,þar sem gullskeiðinu sleppir.

Helga Kristjánsdóttir, 29.4.2012 kl. 15:02

15 identicon

Ekkert stendur í vegi fyrir blómaskeiði íslensku þjóðarinnar,

þeas.

ef við látum ekki sundra okkur sem sauðum af yfirbyggðunum.

Við búum í gósenlandi, en samt hefur misskiptingin vaxið ár frá ári, allt frá tímum einkavinavæðingar bankanna, ægivalds kvótagreifa og álfursta og erlendra hrægamma, standi nú saman í stað þess að láta foringjana fjóra sundra okkur sem sauðum ... enn á ný.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 15:09

16 identicon

Stöndum nú saman í stað þess að láta foringjana fjóra sundra okkur sem sauðum ... til slátrunar ... enn á ný.

Ég höfða til alls heiðvirðs og góðs fólks innan allra flokka.

Lærum af sögunni, sér í lagi af ný-liðinni sögu.  Endurtökum ekki hrunið.

Breytum helferðinni í ferðalagið saman til lýðræðis og velferðar okkar allra. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 15:41

17 identicon

Sigmundur Davíð hitti á auman blett hjá velferðarstjórninni og fyrir vikið er hennar helsti "stik i rend dreng" strax gerður út af örkinni til þess að reyna að hrekja ummæli SD.

Annars eru stórtíðindi dagsins þau það sem Geir Haarde sagði á Sprengisandi á Bylgjunni, þ.e. að ESB foringjarnir hafi hringt í hann til þess að þrýsta á að farið yrði vel með evrópska kröfuhafa í hruninu.

Þeim óskum hefur samfylkingin ekki brugðist og í þeirri staðreynd liggur hinn raunverulegi kostnaður við ESB umsóknina.  Mér sýnist í fljótu bragði verið á bilinu 2-300 miljarðar sem skattgreiðendur og lántakendur þurfa að punga út.

Þetta eru ekkert annað en árás á heimili landsmanna sem þessi mannskapur nennir ekki einu sinni að fela.  Hversu oft höfum við ekki heyrt samfylkingarliðið væla um að það þyrfti að selja heimilin í grjótnámur bankanna vegna þess að erlendir kröfuhafar hafi tapað svo miklu á hruninu.

Seiken (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 15:44

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það var skondið þegar Kristján Möller og Sigmundur voru í viðtali í Silfrinu minnir mig, að þá kom fram í viðtalinu að Kristján var með tölvu við hliðina á sér og tók við skipunum beint frá einhverjum í Samfylkingunni.  Sigmundur hló að þessu.  Það hefur sennilega hitt á jafnveikan blett og þessar yfirlýsingar hans núna.  Sumir þola einfaldlega ekki sannleikann.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 16:03

19 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigmundur er vitlaus lýðskrumari sem skilur ekki að til langstíma þá skapar krónan bara böl og vandræði.

Rýrir lífskjör almennings á hverjum degi.

Sleggjan og Hvellurinn, 29.4.2012 kl. 16:25

20 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hvað er það í fari Sigmundar Davíðs sem gerir það að verkum að mjög margir kasta til hans skít?  Kalla hann alskyns ónefnum og formæla öllu sem hann segir.  Ég er alveg sammála honum með það að við getum alveg verið sjálfstæð með okkar krónu og unnið okkur út úr vandanum.  Með þeim meðulum sem við höfum, svona þrátt fyrir þessa algjörlega vanhæfu ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 17:11

21 Smámynd: Elle_

Pétur, foringjarnir 4 eru ekki eins.  Sigmundur einn hefur staðið bæði gegn Brusselförinni og ICESAVE1 + 2 + 3.  ALLTAF. 

Skúli, ætti það ekki að fara eftir gerðum þeirra sjálfra?

Elle_, 29.4.2012 kl. 17:38

22 identicon

Ég get samsinnt þér Elle,

að Sigmundur má eiga það sem hann hefur vel gert og njóta sannmælis fyrir það, en þú verður að fyrirgefa mér að þegar til nauðsynlegs innanlands uppgjörs kæmi er ég ekki viss um að ég treysti honum og lái mér hver sem vill.

En fyrsta verkefnið og meginmarkmiðið hlýtur öllu venjulegu fólki að vera augljóst, að við verðum að losna við helferðar hyski AGS og ESB, þau Jóhönnu og Steingrím,

en ekki til að lenda í hjólförum helmingaskipta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hér innanlands, heldur þjóðinni allri til lýðræðis og velferðar.

Lærum nú eitthvað af nýliðinni sögu í upphafi 21. aldarinnar, þó ekki sé lengra farið aftur í tímann, sem væri þó lærdómsríkt fyrir marga að minnast og draga lærdóm af, til heilla fyrir okkur öll, sem fámenna þjóð.  Endurtökum ekki alltaf sömu nauðhyggjuna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 18:13

23 identicon

Með svokölluðum "vinstri flokkum" hefur framsókn alltaf, amk. hingað til, skarað eld að eigin köku elítunnar (þið munið hann Alfreð og svo miklu meira).

Með svokölluðum "hægri flokki" hefir framsókn alltaf, amk. hingað til, skarað eld að eigin köku elítunnar (þið munið hann Finn og svo miklu meira).

En það skal ítrekað að forgangsverkefnið og beinlínis lífsspursmál fyrir þessa þjóð er að knýja fram kosningar og losa sig undan oki helferðar hyskisins. 

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 18:44

24 identicon

Út af með Jónas. Hann truflar leikinn.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 19:43

25 identicon

Lilja Mósedóttir segir svo á facebook:

"Ástæða þess að ekkert gengur að breyta kvótakerfinu er ákvörðun SJS að flytja allar skuldir sjávarútvegsins yfir í nýju bankana. Skuldir langt umfram greiðslugetu greinarinnar. Ég benti á þetta en SJS var slétt sama og þá áttaði ég mig á því að hann ætlaði ekki að standa við kosningaloforðið um að breyta kvótakerfinu heldur hræra í því.

Kvótafrumvörpin staðfesta þetta.  Festa á í sessi tvöfalt kerfi - eitt fyrir stórútgerðina sem fær langtíma nýtingarsamninga og hitt fyrir smábátaútgerð sem býr við algjöra óvissu um nýtingarrétt sinn. Lítil og millistór útgerðarfyrirtæki sem keyptu kvóta dýrum dómum af hinum raunverulegu sægreifum verða látin fara í þrot."

Af þessu sést að enginn munur er á einkavinavæðingarstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hrunstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og helferðarstjórn VG og Samfylkingar. 

Alltaf skulu hagsmunir almennings, lítilla og meðastórra fyrirtækja vera fyrir borð bornir af sérhagsmunaöflum þessara flokka, amk. hingað til, þegar kemur að því að allt venjulegt fólk njóti einnig góðs af öllum landsins gæðum á sanngjarnan, gegnsæjan og heiðarlegan hátt.

Það er kominn tími til að almenningur galopni augun og krefjist sanngirnis, gegnsæis og heiðarleika og vitaskuld frelsis, jafnréttis og bræðra- og systralags okkar allra ... sem þjóðar í gósenlandi ... okkar allra. 

Fögur er hlíðin og við förum ekki rassgat, heldur spúlum viðbjóðnum út! ...:-)

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 20:21

26 Smámynd: Elle_

OK, en hví vildi Lilja ekki fara strax fram á að Brusselruglinu yrði hætt?  Stoppað?

Elle_, 29.4.2012 kl. 21:04

27 Smámynd: Elle_

Og hví sættist Lilja á að sækja um þangað?  Og sagði NEI við að þjóðin yrði spurð??  Það sama á við um Guðfríði sem líka vildi ICESAVE þrátt fyrir að þykjast vera gegn.

Elle_, 29.4.2012 kl. 21:09

28 identicon

Lilja hefur alltaf greitt atkvæði gegn Icesave.

En hún gekkst inn á, líkt og Ögmundur og Guðfríður Lilja, að ganga til aðildarviðræðna við ESB.  En ekki til AÐLÖGUNAR og það veistu Elle.

Þú veist það jafnvel og ég, að Lilja vill nú að þjóðin fái hið snarasta að segja sitt um ESB aðlögunina og stöðva þá fáránlegu ferð inn í rjúkandi rústina og mér hefur virst á fréttum undanfarna daga að Guðfríður Lilja sé sömu skoðunar.  Ég veit ekkert meira en aðrir hverju fram vindur, en það er ljóst að Guðfríði Lilju er ekki skemmt yfir ofbeldi Árna Þórs og annarra júró-stalínista Steingríms, sem nú hafa blygðunarlaust fellt grímurnar.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 22:04

29 identicon

Illugi brýnir félaga sína, að hrópa Sigmund Davíð niður.

Félagarnir mæta flestir, en eru dálítið ráðvilltir, því þeir vita ekki hvernig þeir eiga að hrópa hann niður. Illugi gefur nefnilega enga forskrift, bara að Sigmundur hafi vondar skoðanir á ríkisstjórninni.

Sumir félagar Illuga telja sig þó hafa eitthvað til að hrópa strákinn niður. Hann á nefnilega pabba. Og svo er hann í Framsóknarflokknum.

Persónulega finnst mér að Illugi hefði átt að skrifa pistilinn, þegar hann væri búinn að finna eitthvað bitastætt á Sigmund. T.d. að hann hafi rangt fyrir sér í meginatriðum um ríkisstjórn Jóhönnu.

Illugi veit að Sigmundur Davíð hefur kórrétt fyrir sér um stjórnina. En það gerir Illuga reiðan, og félaga hans. Sú reiði ætti þó að beinast að Jóhönnu, og hinum í ríkisstjórninni, enda veit fyrrum blaðamaðurinn Illugi, að sú iðja að skjóta sendiboðana leiðir einungis af sér vanþekkingu.

Af hverju eru vinstrimenn annars svona uppteknir af því að hrópa niður fólk og skoðanir þess?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 22:09

30 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hilmar það er einfaldlega ótti við að sannleikurinn komi upp á yfirborðið og fólki sjái í gegnum allt vælið og falsið, lygarnar og vilji liðið í burtu.   Einfalt að sjá það út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2012 kl. 22:18

31 identicon

@Elle E 29.04.2012, kl. 21:04 og 21:09

Það er beinlínis lygi, ef þú heldur því fram, kl. 21:09, að Lilja hafi einhvern tima samþykkt Icesave.  Það hefur hún aldrei gert.  Hafa skal það sem sannara er.

En varðandi ESB, þá gerir hún vel grein fyrir því í þessari grein:  

http://liljam.is/greinasafn/2012/april-2012/thjodaratkvaedagreidslu-um-esb-umsoknina/

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 22:22

32 Smámynd: Elle_

Pétur, ég hef aldrei sagt það og færi ekki að ljúga upp á fólk.  Veit vel að Lilja sagði alltaf NEI við ICESAVE.  Viltu ekki lesa aftur það sem ég skrifaði?:

1.  OK, en hví vildi Lilja ekki fara strax fram á að Brusselruglinu yrði hætt?  Stoppað?

2.  Og hví sættist Lilja á að sækja um þangað?  Og sagði NEI við að þjóðin yrði spurð??  Það sama á við um Guðfríði sem líka vildi ICESAVE þrátt fyrir að þykjast vera gegn.

Þarna sagði ég að GUÐFRÍÐUR hefði líka viljað ICESAVE, ekki Lilja, orðið LÍKA þýddi ekki LÍKA LILJA.  Og nefndi Guðfríði þar sem þú varst að mæla með að hún færi í flokk Lilju í pistlinum á undan

Guðfríði er of oft lyft upp á stall sem hún á ekki skilið þar sem hún segir eitt og gerir hitt eins og í ICESAVE.

Guðfríður vildi, eins og Lilja, ekki að við fengjum að ráða hvort sótt yrði um inn í þvingunarveldið.  Og mér er alveg sama á hvaða forsendum, það var vitað að ekki væri hægt að gera neitt nema taka upp lög veldisins og lítið ótímabundið rugl þar fyrir utan.  

Guðfríður sat hjá við lokaatkvæðið 16. júlí, 09 en sagði JÁ við ICESAVE2 og var fjarverandi við ICESAVE3 og varamaðurinn sagði JÁ.

Elle_, 29.4.2012 kl. 22:50

33 identicon

Jú sjáðu til Ásthildur Cesil, Illugi er ekki heimskur. Og hann áttar sig á því að hann er ekki alfa og omega upplýsingaveitu á Íslandi, og getur því trauðla stjórnað því að fólk sé hrópað niður á torgum.

Illugi veit það líka, að hann getur ekki stjórnað tilfinningum landa sinna, utan þessa ágætu kórfélaga sem hann ákallar í niðurhrópunum, hvað þá heldur fólksins sem beinlínis líður fyrir þann skaða sem stjórnin vinnur á hverjum degi.

Þess vegna er þessi furða mín á, að vinstrimenn skulu halda sig við hefðina, að hrópa niður andstæðingana og skoðanir þess, í stað þess að verða gagnlegir þjóðfélagsþegnar, og taka þátt í uppbyggingu, í stað þessa niðurrifs sem á sér stað.

Hitt er náttúrulega mörguleiki, að greint fólk, eins og Illugi, sé bara alls ekki neitt sérlega greint, þegar grant er skoðað.

Hilmar (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 23:04

34 identicon

Elle E, nú verð ég að biðja þig innilega afsökunar, því ég misskildi þig,

en þú gerir vel grein fyrir því að það var ... líka ... hægt að misskilja orð þín.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 23:40

35 identicon

Annars finnast mér athugasemdir Hilmars vera orðnar mun skemmtilegri

en okkar og því ættum við að hætta karpi okkar,

sem er nú að verulegu leyti komið út fyrir efni pistilsins.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 29.4.2012 kl. 23:45

36 identicon

Er það þessi pistill af jonas.is sem Haukur hrífst svo mjög af?

  Sé svo, þá er Hauki ekki alls varnað og rauðvínskrananum ekki heldur: 

Gegnheil svik
Ríkisstjórnin hefur svikið loforð sitt um þjóðareign sjávarauðlinda. Svikið eigin stjórnarsáttmála um þjóðareign og mannréttindi. Eftir heil þrjú ár í endalausu japli, jamli og fuðri er komið fram frumvarp Steingríms, er svíkur öll meginatriði sáttmálans. Samt hefur fyrning kvóta og þjóðareign auðlinda rúmlega 70% fylgi þjóðarinnar í könnunum. Þessi meirihluti vill innkalla veiðiheimildir, endurúthluta þeim á jafnréttisgrundvelli gegn markaðsverði. Þetta er ekki flókið og umboð til aðgerða er ljóst. Samt skelfur Steingrímur af ótta við kvótagreifana. Hann og ríkisstjórnin eiga að segja af sér strax.

Úr hvalnum eða valnum? (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 02:03

37 identicon

Tek undir athuasemd Péturs Arnar hér að ofan:

"Af þessu sést að enginn munur er á einkavinavæðingarstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, hrunstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks og helferðarstjórn VG og Samfylkingar. 

Alltaf skulu hagsmunir almennings, lítilla og meðalstórra fyrirtækja vera fyrir borð bornir af sérhagsmunaöflum þessara flokka, amk. hingað til, þegar kemur að því að allt venjulegt fólk njóti einnig góðs af öllum landsins gæðum á sanngjarnan, gegnsæjan og heiðarlegan hátt.

Það er kominn tími til að almenningur galopni augun og krefjist sanngirnis, gegnsæis og heiðarleika og vitaskuld frelsis, jafnréttis og bræðra- og systralags okkar allra ... sem þjóðar í gósenlandi ... okkar allra. 

Fögur er hlíðin og við förum ekki rassgat, heldur spúlum viðbjóðnum út! ...:-)"

Úr hvalnum eða valnum? (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 03:13

38 identicon

"Af hverju eru vinstrimenn annars svona uppteknir af því að hrópa niður fólk og skoðanir þess?" Góður punktur Hilmar. Hér rembast menn við að stjórna umræðunni. M.a.s. Smugan sem alltaf berst gegn heimskapítalismanum - í orði kveðnu - leyfir bara facebook ummæli.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 08:29

39 identicon

Láttu mig þekkja það Elín mín:

"M.a.s. Smugan sem alltaf berst gegn heimskapítalismanum - í orði kveðnu - leyfir bara facebook ummæli."

Gamla athugasemdakerfi Smugunnar var lagt niður, eftir að ég ítrekað benti á þá augljósu staðreynd, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, jafnvel ár eftir ár,

að Steingrímur og stalínistalið hans væru ekkert annað en lúxus-auðvalds-mellur, sem skeyttu engu um hag sauðsvarts almúgans, heldur máluðu sig með plútó varalit í öllum sínu plutocracy melluhætti. 

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 10:41

40 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni ratast oft rétt orð á munn.

Ef maður er hræddur við rök þeirra sem eru ósammála, þá er það kannski vegna óöryggis og skorts á réttlátum rökum, sem byggjast á staðreyndum og sannleika. Feluleikur og rökleysi eins er veikleikamerki, og er þar með styrkur annarra í opinni, heiðarlegri og réttlátri rökræðu.

Ef Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er að vinna fyrir almenning af ábyrgð og heilu hjarta, þá á ekki að vefjast fyrir honum að koma með vantrausts-tillögu strax á þessa ríkisstjórn, miðað við orð hans.

Það er ábyrgðarhluti að gera ekkert í málunum, ef hann raunverulega meinar að þessi ríkisstjórn sé hættulegri en hrunið sjálft.

Það samræmist ekki minni réttlætiskennd, að láta syndir feðranna bitna á afkomendunum. Þau rök eru bara froðubull í þessari rökræðu. Þeir sem reyna að rökræða sig áfram, með að blása út hverrar ættar fólk er, er heldur dómhart og þröngsýnt. Einstaklingar eru sjálfstæðar sálir, hvar sem þær sálir hafa fæðst.

Ef Sigmundur þorir ekki (eða fær ekki leyfi) til að koma með vantrauststillögu á þessa hættulegu ríkisstjórn, þá mæli ég með Sigurði Inga Jóhanssyni í hans formannssæti. Sá maður finnst mér tala af heilum hug, með opin augu, án flóttabliks í augum, eins og reynsluríkur, skynsamur, velviljaður og klett-traustur einstaklingur, sem ver hagsmuni almennings.

Þetta finnst mér eins og staðan er í dag. Vonandi læri ég á hverjum degi, að þekkja sannleikann betur seinna, en ég geri núna, og skipti þá um skoðun eða sé fleiri sjónarhorn, með nýrri mynd.

Sannleikann uppá borðið ásamt víðsýni og siðferði í stjórnsýsluna er eina leiðin til réttlætis.

Það er enginn fullkominn, og þeir sem spila fullkomnun, eru hreinlega að blekkja.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.4.2012 kl. 11:03

41 identicon

Mikið rétt Jón Jón Jónsson. Það er margt í mörgu eins og maðurinn sagði.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 11:28

42 identicon

Heill og sæll Páll; líka sem og, aðrir gestir, þínir !

Páll - Ásthildur Cesil - Gunnlaugur Ingvarsson - Elle E; og þið önnur, sem reynið að verja Sigmund Davíð, og Engeyjar- afglapann, Bjarna !

Þrátt fyrir; ómennsku og viðurstyggð Jóhönnu og Steingríms, er ekkert, sem réttlætir lofrullur ykkar, til handa Sigmundi Davíð, og Bjarna afglapa.

Þeir eru; NÁKVÆMLEGA sömu glæpa spírurnar, og fyrirennarar þeirra, Davíð og Halldór, gott fólk.

Gerið ekki; svona lítið úr ykkur - sem dómgreind ykkar, með því að mæra þessa Andskota - og furðulegt má kalla; að Páll síðuhafi, skuli vera forsöngvari í mærðinni, til handa þessu liði. enn - sem oftar.

Þið látið sum; eins og III. valkostur sé ekki til, sem hann jú raunar er, sem er fólkið úti í atvinnulífinu, sem lyktar af Glussa og Gírolíum, ekki ilmvatna glundri alþingis, gott fólk !!!

Með; fremur snúðugum kveðjum, að þessu sinni, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 13:20

43 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, við vorum ekki að mæra eða tala um Bjarna Ben að ég viti en nokkur okkar vorum að verja Sigmund gegn óþarfa persónulegri niðurníðslu sem kemur ekki neinum stjórnmálum við.

Elle_, 30.4.2012 kl. 15:00

44 identicon

"Kona heitir Nadine Dorries og hefur verið þingmaður fyrir Íhaldsflokkinn í Bretlandi frá árinu 2005. Hún flutti ræðu í brezka þinginu fyrir skömmu og lýsti David Cameron, forsætisráðherra Breta og Georg Osborne, fjármálaráðherra, sem „hrokafullum puntudrengjum“ (arrogant posh boys).

Lýsingin minnir á ræðu, sem Bjarni heitinn Benediktsson, forsætisráðherra, flutti á Alþingi á Viðreisnarárunum, þar sem hann kallaði nokkra þingmenn Framsóknarflokksins, „puntudrengi“ Framsóknar.

Þessi ummæli Nadine Dorries hafa orðið fleyg og umræður hafa verið í brezkum dagblöðum um að þau kunni að festast við þá Cameron og Osborne, ekki sízt vegna þess að þau endurspegli það, sem verið sé að hvísla um í brezka þinginu og á meðal fjölmiðlafólks í London. Fyrrverandi kennari Einars K. Guðfinnsonar, alþingismanns og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, Anthony King, prófessor við háskólann í Essex, lýsti Cameron fyrir skömmu í grein í FT sem „dilettante“ forsætisráðherra, þ.e. fúskara eða viðvaningi.

Í Bretlandi er nú talað um að forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann séu ekki í neinum tengslum við raunveruleikann í brezku þjóðlífi. Það sé t.d. óhugsandi að þeir hafi hugmynd um hvað lítrinn af mjólk kosti.

Þessar umræður eru þörf áminning um hve mikilvægt það er, að þeir sem gefa kost á sér til opinberra starfa hafi tengsl við grasrótina í hverju samfélagi. Áþekkar umræður hafa farið fram í Bandaríkjunum í forkosningum repúblikana þar. Mitt Romney bauð einum keppinaut sínum upp á veðmál, að þeir veðjuðu t.d. 10 þúsund dollurum um tiltekið mál. Hann virtist ekki gera sér grein fyrir að sú upphæð þætti býsna há hjá venjulegu fólki. Í annað sinn vildi hann koma sér vel hjá starfsmönnum General Motors og hafði orð á því að Ann, kona hans, ætti „nokkra“ Kadillakka. Og virtist ekki gera sér grein fyrir því að starfsmenn í því fyrirtæki væru ekki vanir því að einhver ætti nokkra slíka. Um daginn upplýsti kona Romneys kjósendur um að þau hjónin hefðu kynnzt fjárhagserfiðleikum af eigin raun, því að þau hefðu á námsárum sínum þurft að selja svolítið af hlutabréfum til að komast af. Og virtist ekki gera sér grein fyrir að það væri ekki endilega algengt að námsmenn gætu leitað í slíka varasjóði!

Þessar umræður eru ekki bara umhugsunarefni fyrir „hrokafulla puntudrengi“ í stjórnmálum heldur líka fyrir þá, sem kjósa þá."

Umhugsunarvert hvað varðar tengsl fjármagns og stjórnmála?

Orðrétt af Stjórnmálavakt Styrmis (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 15:23

45 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sigmundur er bara vitleysingur og lýðskruamari.

Enda hefur hann verið að ljúga um menntun sína.... og hefur ekki ennþá komið með hreint borð í þeim efnum.

Hvað ertu að fela Sigmundur?

Sleggjan og Hvellurinn, 30.4.2012 kl. 15:59

46 identicon

Heil; á ný; öll sömul !

Elle !

Sem afkomandi; Mongólskra höfðingja, að hluta, áskil ég mér allan rétt, til þess að vara við ómenninu Sigmundi Davíð - persónulega; sem opinberlega. Ég þakka Almættinu fyrir; að vera ekki inngróinn Íslend ingur, í ljósi atburðarásar, líðandi tíma - sem liðins, gott fólk.

Fannst rétt; að láta Engeyjar- gerpið fljóta þar með í allt of kurteisislegri gagnrýni minni, hér ofar, en,......... að verðskulduðu, þó.

Hvítflibba ræksnin; eiga ALLT ILLT skilið, héðan af, Elle mín !

Það er; mín dýpsta sannfæring, í ljósi vinnubragða þessa lýðs, árum - sem og áratugunum saman, fornvinkona knáa.

Breytir öngvu; um okkar gamalgrónu vináttu, Elle mín. Hún skaðast ekki; við hreinskiptnar orðræður, miklu fremur; styrkist, þekki ég þig, rétt.

Með; svipuðum kveðjum - sem þeim fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2012 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband