Ósvífni lífeyrissjóðs

Lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu sum heimskulegustu útrásarævintýrin og voru beinlínis hluti af viðskiptablokkum auðmanna. Ógrynni fjármuna lífeyrissjóða tapaðist í útrásinni.

Það kemur úr hörðustu átt þegar lífeyrissjóður setur sjálfan sig á háan hest og talar um ,,stjórnmálaáhættu" í rekstrarumhverfinu.

Lífeyrissjóðirnar vita upp á sig skömmina en ætla ekki að taka til í eigin ranni eftir útrásarsukkið. Hálaunaliðið á skrifstofum lífeyrisjóðanna munu kalla það ,,stjórnmálaáhættu" ef löggjafinn breytir lagaumhverfi sjóðanna til hagsbóta fyrir sjóðsfélaga.


mbl.is Gildi vekur athygli á stjórnmálaáhættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo hefur framkvæmdastjórinn fengið 78 milljónir í laun síðustu fjögur árin eða um 20 millur ár ári. Væntanlega hefur hann einnig bíl til afnota og kostnaður vegna hans greiddur af sjóðnum.

Þá hefur stórnunarkostnaðurinn aukist um tæpar 117 millur á sama tíma. Er ekki allt í lagi með fólk. Af hverju þegja allir félagsmenn?

Jórunn (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 11:29

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.4.2012 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband