ESB-umsóknin og minnimáttarkenndin

ESB-umsókn samfylkingarhluta ríkisvaldsins er uppgjöf gagnvart verkefninu um lýðveldið Ísland. Þegar búið er að skilja hismið frá kjarnanum í málflutningi ESB-sinna stendur þetta eftir: Íslendingar geta ekki rekið sitt eigið samfélag og verða að leita sér aðstoðar í Brussel.

Minnimáttarkenndin er bakhlið mikilmennskubrjálæðis útrásarinnar. Samfylkingin fóstraði útrásarhugmyndir á stórum skala. Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsmaður var skjólstæðingur Samfylkingar og Björgólfur Thor eldri var heiðursgestur á landsfundi Samfylkingar. Formaður flokksins og utanríkisráðherra ætlaði Íslandi sæti í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hirðskáld Samfylkingar, Hallgrímur Helgason, skrifaði mærð um veldi útrásarauðmanna í Kaupmannahöfn.

Hrunið eyðilagði heimsmynd Samfylkingar. Viðbrögðin voru þau að segja að Ísland hafi brugðist. Íslendingar eru ekki nógu góðir þegnar fyrir stórhuga Samfylkingu - og þess vegna verður að ESB-væða Ísland.

ESB-umsóknin er í þágu flokkshagsmuna Samfylkingar og fáeinna kjána sem kunna ekki skil á þeim hversdagslegu sannindum að ábyrgð og hagsæld haldast í hendur. 


mbl.is Vill halda í íslensku krónuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nú hefur Össur hinn skarpi upplýst þjóð sína um hvar hans vísindaþekking og "hundsvit" liggur.

Hann telur sig nú sjálfsskipaður vera orðinn helsti og mesti snjóflóða-sérfræðingur landsins.

Nú teiknar þessi sérfræðingur uppi gríðarlegar snjóhengjur og hótar illræmdum snjóflóðum yfir þjóð sína, gangi þjóðin ekki nú þegar að ESB/EVRU trúboði hans.

Þegar allt um þrýtur í allri ESB og EVRU lyginni og allt verið hrakið ofan í kok á honum og ESB trúboðinu.

Þegar ekkert gengur með góðu þá skal það nú bara gert með illu!

Þjóðin mun bara fá yfir sig gríðarlegar og líklega mannskæðar náttúruhamfarir !

Hversu lágt getur þessi aumasta lyga fígúra íslenskra stjórnmála lagst !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 08:12

2 identicon

Einhliða eða tvíhliða upptaka annars gjaldmiðils, er einfaldlaega hlutur sem ekki gengur upp,það eru 1000 þúsund miljarðar af aflandskrónum inn í hagkerfinu sem bíða þess að komast út.Þjóðin er yfirskuldsett, og nær allur gjaldeyrisforðinn tekinn að láni,og að ætla þjóðinni að taka 1000 miljarða erlent lán til viðbótar til að losna við 1000 miljarða af aflndskrónum er einfaldlega þjóðinni ofviða.

Það er ekki nema ein leið út úr þessu, hún er sameigileg leið Hægri Grænna og Lilju, upptaka Ríkisdals, og frysta gömlu krónuna í gjaldeyrishöftum til 10-20 ára, og bjóða upp á skiptigengi.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 08:18

3 identicon

Stóð það ekki í Morgunblaðinu að forsætisráðherra hafi ekkert getað gert og enga ábyrgð borið? Þau eiga það sammerkt stjórn og stjórnarandstaða að þau eru til óþurftar. Þess vegna flykkjast þau utan með blýantana sína.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 09:39

4 identicon

Össur kemst í Limbó..... Hann er einn af þessu guðs volaða liði sem við viljum sem fyrst hrökkvi af þingi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 27.4.2012 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband