Fimmtudagur, 26. apríl 2012
ASÍ rauf þjóðarsáttina
Þjóðarsáttin 1990 um hóflegar kauphækkanir og lága verðbólgu lagði grunn að hagsæld sem innistæða var fyrir. ASÍ sagði upp þjóðarsáttinni þegar samtökin féllu fyrir sértrúarsöfnuði sem vill Ísland inn í Evrópusambandið.
Í þjóðarsáttinni 1990 var krónan gefin stærð - engin umræða var um að tekinn yrði upp annar gjaldmiðill. Forysta ASÍ smitaðist svo illilega af ESB-trúnni að hún evru-væddi umræðuna og tók þátt í að níða skóinn af krónunni. Þar með gróf forystan undan lífskjörum launþega en líklega er það ekki tilgangur verkalýðshreyfingar.
Forysta ASÍ ber sinn hluta ábyrgðarinnar á skorti á samstöðu í atvinnumarkaðnum og þjóðfélaginu almennt.
Hefur ekki tekist að ná samstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ASÍ sem samtök eru fulls ígildi enn. Það eru hins vegar þeir sem hafa komist til valda innan samtakanna sem eru spilltir ESB sinnar og nýta sér samtökin í pólitískum tilgangi. Þeir hafa skaðað samtökin en ekki eyðilagt þau, ekki enn.
Sú ákvörðun, árið 2000, að taka skoðun á inngöngu í ESB inn í stefnuskrá ASÍ var gerð á þröngum fund. Félagsmenn stéttafélaga fengu þar engu ráðið, ekki frekar en kosningu til ábyrgðarstarfa innan samtakanna. Á þessari samþykkt hangir Gylfi og hans slekti. Það hefur aldrei verið gerð könnun meðal launþega um hvort ASÍ eigi að skipta sér af þessu.
ASÍ er enn viðbjargandi, en til þess verður að verða algjör mannaskipt í stjórn þess og gefa launþegum landsins kost á að kjósa í þá stjórn. Verði þetta ekki gert, mun ASÍ lognast útaf.
Hitt er svo annað mál að 1990 var krónunni gefin stærð, eins og þó bendir á. En sú stærð hvarf ekki vegna afskipta ASÍ, heldur vegna þess að þegar ákveðið var að láta krónuna finna sína eigin stærð, þegar verðtrygging launa var tekin af, urðu til tveir gjaldmiðlar í landinu. Verðtryggð króna fyrir banka og lánastofnanir og svo hin krónan sem átti að finna sjálfa sig, fyrir allt annað í hagkerfinu. Þetta getur auðvitað ekki gengið til lengdar. Við þurfum einn gjaldmiðil í landinu og sá gjaldmiðill á að vera íslenskur. Ef talin er þörf á verðtryggingu lána, þá á sá gjaldmiðill að vera verðtryggður á öllum vígstöðum.
Reyndar tel ég hina leiðina betri, að afnema verðtyggingunni sem heldur uppi ofvöxnu bankakerfi og skikka stjórnendur þeirra fyrirtækja til að fara að sýna ábyrgð í sínum gerðum. Að stjórna bönkum eins og menn!!
Og vissulega ber foysta ASÍmikla ábyrgð á skorti á samstöðu í landinu. Forysta sem ekki vill hlusta á sína umbjóðendur getur aldrei orðið til að auka samstöðu þjóðarinnar. ASÍ þarf fyrst og fremst að auka samstöðu innan eigin raða, stokka upp í stjórn og auka lýðræðið. Að því loknu og þegar umbjóðendur sambandsins hafa gefið nýrri stjórn línurnar um hvert skuli stefna, geta þau farið að vinna að sátt meðal landsmanna, ekki fyrr.
Samtök sem eiga í stríði innbyrgðis, vegna valdhroka þeirra sem með stjórn þeirra fara, eru ekki marktæk né trúverðug!
Gunnar Heiðarsson, 26.4.2012 kl. 10:19
ASÍ hefur alltaf verið krataklúbbur. krötum hefur aldrei verið treystandi. það eru til fleiri dæmi um undirlægjuhátt þeirra gagnvart útlendingum t.d í þorskastríðunum.
Mitt stéttarfélag gerði könnun á viðhorfi félagsmanna til ASÍ og niðurstaðan er áhugaverð.
Könnun á viðhorfi félagsmanna VM til aðildar að ASÍ
Á aðalfundi VM - Félags vélstjóra og málmtæknimanna þann 26. mars 2011 var samþykkt tillaga þess efnis að félagið kannaði viðhorf félagsmanna til aðildar félagsins að Alþýðusambandi Íslands.
Félagið stóð fyrir rafrænni viðhorfskönnun dagana 19. desember 2011 til 15. janúar 2012.
Úrtak var 3450 félagsmenn og þátttaka var 450, eða 13,04%
Spurt var: Ert þú hlynnt/ur aðild VM að ASÍ?
Svarmöguleikar voru: já / nei / skila auðu
Já sögðu 73, eða 16,22%.
Nei sögðu 353, eða 78,44%
og 24, eða 5,33%, skiluðu auðu.
http://vm.is/Pages/330?NewsID=2010
hrenni (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 15:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.