Miðvikudagur, 25. apríl 2012
Evru-vit Össurar - hraðferð inn í martröð
Össur utanríkis býður hraðferð inn i evruland, samkvæmt Samfylkingar-Eyjunni. Össur trúir blint á evruna og veðjar á stuðning þeirra sem stinga höfðinu í sandinn þegar veruleikinn afhjúpar sértrúarruglið.
Í Hollandi segir ríkisstjórnin af sér fremur en að fylgja forskrift ESB um lækkun fjárlagahalla. Forsetaframbjóðandi vinstrimanna í Frakklandi hafnar fjárlagabandalagi ESB, sem Þjóðverjar segja hornstein björgunaráætlunar evrunnar.
Die Welt segir um uppreisnina gegn evrunni í stórri fyrirsögn: Wenn das so weiter geht, ist die Euro-Zone am Ende.
Angela Merkel kanslari Þýskalands stendur frammi fyrir martröð evrulands, segir í Telegraph.
Hér á Fróni býður Össur upp á hraðferð inn í martröðina.
Athugasemdir
Ætlar þetta engan endi að taka, um leið og maður slakar á yfir einum ósigri hans, kemur hann með nýtt útspil. Ég er orðin svo leið á karlinum að ég veit ekki hvað ég gæti gert.... étið hattinn minn ef ég ætti einn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2012 kl. 18:22
Má maður spyrja hvern fjandann þetta á að fyrirstilla? Blindur leiðir blindan?
Hvað þýðir þetta nákvæmlega?
Jón Steinar Ragnarsson, 25.4.2012 kl. 23:18
Árinni kennir illur ræðari.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:20
Merkilegt að 5. herdeildin hafi vitað um þetta fyrirætlaða ´skjól´Brussel og Samfylkingarinnar á undan fréttamiðlum. Og varla var það komið enn fram í alþingi. Þarna, 1+1/2 degi á undan fréttinni, skrifaði hann í no. 3: - - - Eftir inngöngu í ESB er svo væntanlega hægt að fá einhvers konar skjól fyrir krónuna hjá ECB þangað til evran verður tekin upp. - - -
Elle_, 26.4.2012 kl. 11:00
Já bíðið nú aðeins við er búið að ákveða að skipa nefnd með ESB til að kanna styrk krónunnar ÁÐUR EN BÚIÐ ER AÐ LEGGJA ÞAÐ FYRIR ALÞINGI? Er einhver hér í sólóleik? Hvað segir 17. greinninn tekur hún bara á forsætisráðherranum?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 11:15
Össur stendur á fjóströð ESB ...ekki ætla eg i flórinn með karlaulanum...en þið ??.hvenar verður eitthvað gert her af alvöru og vitleysann stoppuð ,sem löngu var hægt ef þessi þjóð stæði saman i einhverju !
rh (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 22:54
Ég ætla allavega ekki í þann flór með Össuri. Mun berjast með öllu sem ég á til, að forðast að fara þarna inn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2012 kl. 23:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.