ESB í stríði við Ísland

Löndunarbann á íslensk skip, bann á kaupum og sölu skipa til og frá Íslandi, hafnbann á íslensk skip í höfnum ESB-ríkja og viðskiptabann á útgerðavörur til Íslands, eru meðal þvingunaraðgerða Evrópusambandsins gagnvart Íslandi vegna makríldeilunnar.

Fjölmiðlar í Noregi kalla aðgerðir Evrópusambandsins ,,angrep" eða árás á Ísland. Jóhönnustjórnin ætlar að beygja sig í duftið fyrir Brusselvaldinu. Flokkshagsmunir Samfylkingar eru hærra metnir en þjóðarhagsmunir.

Útflutningur Íslands á makríl nam 24 milljörðum króna árið 2011. Gunguháttur ríkisstjórnarinnar teflir þessum útflutningi í hættu. 


mbl.is Hótar Íslandi refsiaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðgerðir ESB., vissulega  hreint " angrep".

 ÞRÁHYGGJA Samfylkingarinnar í þessu máli er orðin býsna alvarlegur sjúkdómur, eða er hægt að álíta annað, þegar " flokkshagsmunir eru hærra metnir en þjóðarhagsmunir" ??

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:06

2 identicon

Það má ýmislegt segja um Norðmenn, en þeir segja oft hlutina eins og þeir eru og kunna að fara vel með fjárhagslega hagsmuni.

Þeir skrifa; 

 Dermed angriper EU på nok et felt sitt søkerland Island.

Eða eins og þú bendir svo réttilega á Páll.  Þar með gerir EU árás á umsækjandan Ísland á ENN einu sviðinu.

Í þessu sambandi er líka talað um málafylgju EU í Icesave málinu.

Íslenskir kratar eru svo lágskreiðir að það er merkilegt að þeir gangi á tveimur fótum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:08

3 identicon

Hér er skrifað eins og andstæðingar Íslands séu að verki !

Er það eitthvað merkilegt , veit það ekki, þegar þar eru að verki launaðir pennar klíkuklúbba  sem virðast hafa þann eina tilgang að eyðileggja íslenskt samfélag ???

Þetta klíklúbbasamfélag, sem launar skrifuð orð á þessari síðu, eru eigendur á fyrirtækjum í ESB löndum og hafa hagsmuni af því að íslensk þjóð fái ekki sína peninga fyrir auðlindir sínar !!!!!!!!

Munið það þegar þið lesið skrifuð orð á þessari síðu, kvislings !

JR (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:19

4 identicon

Eru Norðmenn líka launaðir af LÍÚ herra JR?

Ertu í nánu sambandi við Breivik í Noregi JR?  Ofsóknarhugmyndirnar líkjast.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:29

5 identicon

ég held að það sé erfitt að bulla jafnmikið og þú gerir páll í örfáum setningum. refsiaðgerðirnar sem samþykktar voru beinast gegn svokölluðum ósjálfbærum veiðum. við íslendingar erum hinsvegar þekktir og viðurkenndir fyrir að okkar veiðar eru sjálfbærar. og hvað varðar útflutning á makríl er ekki ein einasta króna í hættu. einfaldlega af því að við seljum ekki gramm af makríl til esb landa. megnið er til rússlands og asíu.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 13:55

6 identicon

Ekki það að ég geti leiðrétt villutrú sértrúrarsöfnuða, en er það ekki líkt meðlimum eins og Friðriki Indriðasyni að segja Pál bulla þegar hann vitnar beint í norskan fjölmiðil?

Næsta skref alþjóðadómstóll WHO segja þeir í Noregi bara nokkuð sáttir, enda EU að vinna skítverkin fyrir þá.

Þannig er nú virðingin fyrir smáríkjum í sambandinu EU.

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:25

7 identicon

jonasgeir, þú (og páll) megið vitna í votta jehóva máli ykkar til stuðnings í makríldeilunni mér að meinalausu. Slíkt gerir málflutninginn hvorki sannan né réttan. ef norskir fjölmiðlar eru ykkar einu heimildir í málinu og þið standið við "þórðargleði" fréttir þeirra er ykkur einfaldlega ekki viðbjargandi.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:32

8 identicon

Áttu í vandræðum með lesskilninginn Friðrik Indriðason?

"... verður sambandinu ekki aðeins heimilað að banna útflutning sjávarafurða til ríkja þess úr fiskistofnum sem ekki eru til staðar samningar um heldur öllum sjávarafurðum. Þá er einnig meðal annars opnað á möguleikann á hafnbanni á skip frá ríkjum sem ekki eru talin stunda sjálfbærar veiðar."

Er ekki nær að vinna bug á eigin annmörkum, áður en þú veður inn á netið með rugl og kjaftæði?

Hilmar (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 14:46

9 identicon

Norðmenn áttu hugmyndina að 5% af kvótanum fyrir okkur og esb greip töluna á lofti.

Ekkert fjárans esb hér (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 16:47

10 identicon

Ekki dugði að gylla ESB, svo að Íslendingar vildu ganga í það, og nú er fátt eftir til að gylla, atvinnuleysi og þrot vítt og breitt í ESB-löndum. Fræðsla í formi áróðurs hefur ekki heldur dugað. Og þá er þriðja aðferðin reynd, að þröngva landinu í ESB með refsingum og ógnunum, til að geta sölsað undir sig auðlindir þess, þar á meðal makrílinn. Miklir drengskaparmenn í Brussel og Samfylkingunni.

Eigi víkja, sagði Jón Sigurðsson, og undir það má taka.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 17:05

11 identicon

Vissulega eigum við líka í þessari sjávarútvegsdeilu um makrílinn við Norðmenn.

En stóriunurinn er sá að Norðmenn hóta okkur hvorki einu né neinu og hafa aldrei gert.

En ESB Hroka valdið hótar okkur nú fjandsamlegum og algerlega alþjóðlega ólöglegum viðskiptaþvingunum sem brjóta gegn mikilvægum og fullgildum alþjóða sáttmálum, s.s. Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna, EES samningnum og Alþjóða viðskiptamálastofnuninni WTO.

Við eigum að slíta þessum viðræðum við ESB nú þegar.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 25.4.2012 kl. 17:12

12 Smámynd: Sólbjörg

Evrópusambandsnefndirnar eru ekki lengur að flækja hlutina eða fela sitt rétta andlit. Nýja reglugerðin þeirra: "Við ESB megum refsa þeim sem okkur langar til og við ákveðum refsinguna."

ESB er hér með búið að ná klerkastjórninni í Írak í vinnubrögðum. Þumalinn upp eða þumalinn niður!! Miklu einfaldara en allt þetta lýðræðisvesen og réttlæti.

Þessi frétt fjallar um tímamót í sögu evrópu.

Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 19:16

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Sólborg, hér hefur orðið prentvilla, klerkastjórninn er í Íran en ekki Írak

Brynjar Þór Guðmundsson, 25.4.2012 kl. 20:24

14 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sæl hér;

Er sjálfur farinn að hallast að því að hér sé um að ræða árás ESB og ESB-sinna á þá sem ekki vilja inngöngu...

Kanski ljótt af mér að segja þetta en allavega þá virðast ESB-sinnarnir í ríkisstjórninni ekkert vilja nema hjálpa ESB í þessum aðgerðum...

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 25.4.2012 kl. 21:32

15 Smámynd: Sólbjörg

Takk, Brynjar, betra að vera með á hreinu hvort á að skrifa n eða k, munar heilu landi með öllu tilheyrandi.

Sólbjörg, 25.4.2012 kl. 22:37

16 Smámynd: Elle_

Ég er sammála þeim sem segja að Brussel og ísl. ´Evrópusinnar´ ógni og ráðist á þá sem kæra sig ekkert um yfirstjórn þeirra.  Einn ósvífnasti vinnumaður fyrir Brussel og Samfylkinguna skrifar í takt við það í no. 7 hvað þvingunarveldið muni nú standa með okkur EF við bara förum þangað inn.

Elle_, 26.4.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband