Miðvikudagur, 25. apríl 2012
Össur með eitt samningsmarkmið: aðild að ESB
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra er aðeins með eitt samningsmarkmið og það er aðild að Evrópusambandinu. Hann viðurkennir þetta í samtali við Morgunblaðið þegar hann útskýrir samningstaktíkina gagnvart ESB.
En hinu get ég lofað að ef komi ekkert óvænt upp á okkar megin að þá verði samningsafstaða okkar algerlega skýr vel fyrir þann tíma, segir Össur og víkur að erfiðasta samningskaflanum.
Það liggur sem sagt ekki fyrir hver samningsmarkmið Íslands eru í í sjávarútvegsmálum, þótt umsókn hafi verið send Brussel 16. júlí 2009. Össur heldur áfram að útskýra:
Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að viðræðurnar um sjávarútveginn verði erfiðastar og taka mestan tíma. Íslendingar munu hafa mjög fasta afstöðu í sjó. Þar eru okkar hagsmunir okkar skýrir og sérstaðan mjög eindregin sem við teljum rökstyðja mjög vel okkar afstöðu eða markmið. Þannig að ég get ekki fullyrt neitt um að það verði komin mynd á lyktir viðræðna milli okkar og þeirra Brussel-megin.
Össur ætlar ljúka viðræðum við Evrópusambandið og setja síðan fram samningsmarkmiðin. Hvers vegna? Jú, gagnvart ESB er Össur aðeins með eitt markmið og það er að Ísland verði aðili að Evrópusambandinu.
Össur lofar engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.