Þriðjudagur, 24. apríl 2012
Pólitíska kreppan dýpkar
Eina leiðin til að endurreisa stjórnmál á Íslandi er að rífa þau meira niður. Landsdómsmálið er ekki botninn á pólitísku kreppunni sem tröllríður húsum. Meira mun ganga á áður en ný samstaða myndast í stjórnmálum.
Pólitíska kreppan á sér margþættar skýringar og ekki tengjast þær allar hruninu. Hluti af kreppunni, svo dæmi sé tekið, er ósamstaða vinstrimanna - en það mein er eldra en lýðveldið. Annar hluti kreppunnar stríðið um hver skuli fara með forræði íslenskra stjórnmála. Síðustu áratugi var það forræði í höndum Sjálfstæðisflokksins. Samfylkingin var stofnuð til að velta Sjálfstæðisflokknum af stalli. Það tókst í síðustu þingkosningum en verður skammvinn gleði.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná fyrri stöðu í bráð enda ýmislegt óuppgert á þeim bæ. Til millilangs tíma er þó bandalag Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks líklegast til að vera raunhæfur ríkisstjórnarkostur. Á vinstri vængnum stefnir í óöld.
Í stjórnmálum eru áhugaverðir tímar framundan.
Mjög mikið áfall fyrir Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.