Mánudagur, 23. apríl 2012
Forseti með innihald
Ólafur Ragnar lét blekkjast af útrásinni og þjónustaði auðmennina sem flestir trúðu að gætu gengið á vatni. Ólafur Ragnar lærði af mistökum sínum og sveiflaðist ekki frá auðmannadekri til ESB-ævintýramennsku líkt og forysta Samfylkingarinnar.
Ólafur Ragnar býr hvorttveggja að fræðilegri þekkingu til að greina mistök útrásarinnar og myndugleika til að setja niðurstöðurnar fram svo eftir sé tekið.
Við þurfum forseta með innihald og ættum þess vegna að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson í sumar.
Forsetinn: Maðurinn er ekki vél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sammála
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.4.2012 kl. 11:08
Ferill Þóru Arnórsdóttur og aðdragandi að framboði hennar segir, að hún sé óskabarn Samfylkingarinnar og ESB-sinna. Þetta er svo margfaldlega staðfest, bæði að undanförnu og á fyrri tíð, að ómögulegt er að taka annað trúanlegt. Því miður. Og mörgum finnst mikilvægt að varast hvort tveggja þetta, Samfylkinguna og ESB. Þá er ekki annað ráð en að kjósa þann frambjóðanda, sem helzt getur skákað Þóru, og það er Ólafur Ragnar. Sem sagt: ill nauðsyn. Engu að síður nauðsyn. Með hangandi haus og fýlusvip fær hann atkvæði mitt, en það mun skila sér, og hann fær það.
Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 11:45
ÓRG: nýtt vín, en sami gamli belgurinn sem er löngu farinn að leka
drilli, 23.4.2012 kl. 12:44
Sæll.
Draga þarf skýrt fram tengsl Þóru við Sf svo það sé alveg á tæru á hverra snærum hún er.
Hvað hefur hún annars fram að færa sem gerir hana að góðum forseta?
Helgi (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 13:41
Þóra er góð í erlendum tungumálum, góð í samskiptum og mjög sjarmerandi persónu. Að þessu leiti yrði hún góður forseti.
Hún myndi líklega standa sig vel sem "Vigdísarforseti", jafnvel betur en Vigdís sjálf. Hinsvegar virðist hún ekki hafa áhuga á að virkja Bessastaði eins og núverandi forseti hefur gert og það er of stór mínus til þess að horfa framhjá.
Annars fær Þóra engar erfiðar spurningar frá fjölmiðlum og það er erfitt að átta sig á því hvað hún stendur fyrir, hún mun fá atkvæði frá flestum þeim sem vilja puntforseta og Ólafur mun fá flest atkvæði frá þeim sem vilja virkan forseta sem þorir að veita ríkisstjórn aðhald.
Hallgeir Ellýjarson, 23.4.2012 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.