Sunnudagur, 22. apríl 2012
Krónan er ávísun á pólitískan sigur
Næstu kosningar er hægt að sigra með krónunni. Stjórnmálaflokkur sem lýsir yfir allsherjartrausti á krónunni virkjar um leið samfélagsöfl sem eru þreytt á úrtöluflokkum á vinstri væng stjórnmálanna sem finna Íslandi allt til foráttu, hvort heldur krónunni, fullveldinu eða samfélagsgerðinni.
Samfellt níð um íslensk samfélag fer saman við ófriðarbálið sem Jóhönnustjórnin kveikir með atlögu að stjórnarskránni og nú síðast landsbyggðinni.
Stuðningur við krónuna er um leið pólitísk yfirlýsing að íslenskt efnahags- og atvinnulíf verði endurreist á okkar forsendum en ekki á á grunni Evrópusambandsins.
Evran engin lausn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
páll, þú og þessi "fjallheimski" formaður framsóknarflokksins verðið að svara einni einfaldri spurningu. hún er þessi: hvernig ætlið þið að fá erlenda fjárfesta til að koma inn í íslenskt krónuhagkerfi?
fridrik indridason (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 14:57
Kínverjarnir sjá um það. Sjá westurfari.blog.is
Björn Emilsson, 22.4.2012 kl. 15:05
Hvert er málið með allt þetta hjal um "erlenda fjárfesta"? Eru menn enn í 2007 gírnum?
Væri ekki nær að þjóðin nýtti sér hrun-áfallið til þess að fara sér hægt og endurmeta getu þjóðfélagins á eigin forsendum? Byrja á grunninum; tekjuöflunarmöguleikum og eyða svo á móti aðeins því sem tekjurnar leyfa.
Ef við höfum ekki sjálf trú á eigin getu getum við varla ætlast til þess að einhverjir fjárfestar úti í heimi hafi hana.
Kolbrún Hilmars, 22.4.2012 kl. 16:21
Tek undir með Páli og Kolbrúnu. Hvaða undirlægjuháttur og sjálstæðisleysi er þetta í fólki. Höfum við ekki búið hér í þúsund ár? Og höfum við ekki haft það bara fjandi gott svona yfirleitt. Það er eins og hér hafi allt hangið á horriminni frá upphafi. Hverslags vitleysa er þetta eiginlega. Get a grip!!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 16:35
Fólk virðist gleyma baráttu íslendinga til að komast til "manna". Áður fyrr vorum við ekki meðal manna, við vorum kúguð og nýtt af dönskum og enskum mönnum.
Árið 1944 fengum við sjálfstæði frá dönum og hefum síðan þá brotist til "manna" í þeirri álitsmerkingu sem Evrópubúar höfðu. Frá þessum tíma höfum við notað sjálfstæðan gjaldmiðil frjálsrar þjóðar sem við köllum krónu.
Ég við biðja fólk um að hugsa sig aðeins um eða ca. 3mín, hvað þessi viðskipti með íslenska krónu hefur afrekað sl. 68 ár.
Hún hefur byggt upp alla innviði Ísland, stofnanir, samgöngur, skóla, menntun, fiskiflota,flugfélög os.fr.
Hún hefur gert okkur kleyft að komast í fremstu þjóð veraldar í lífsgæðum.
Ég tel Evru ekki neina lausn fyrir okkur íslendinga, og ég hreinlega skil ekki þá umræðu. Þeir sem vilja Evru ættu að skoða hvað sá gjaldmiðill er búinn að gera þeim samfélögum sem hana nota.
Þess vegna er ég sammála síðuhöfundi að sá sem sér ekki kosti hinnar íslensku krónu á ekkert upp á pallborð íslendinga og þeir ættu að skammast sín að vera með stríð gegn henni.
Eggert Guðmundsson, 22.4.2012 kl. 18:48
Heyr Heyr!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2012 kl. 19:54
Þetta er einhvers konar form minnimáttarkenndar. Kann varla aðra skýringu. Tek undir pælingar Eggerts. Það er ekkert bannað og hreinlega hollt að rifja upp hverju við höfum þó fengið áorkað síðustu áratugi.
Margir virðast hreinlega glíma enn við áfallaröskun eftir Hrunið og mörg form þráhyggju og heilkenna um orsakavalda og afleiðingar. Sennilega sá meirihluti þjóðarinnar hlutina í sama ljósi fyrstu daga og mánuði eftir hina myrku viku þegar bankarnir féllu. Í örskamman tíma virtist ESB vera ljósið. En meirihlutinn sá stóra samhengið mjög fljótlega. Ekki dregur heldur úr sá djúpstæði vandi Evrunnar sem sífellt verður ljósari.
Eftir situr umsóknarferill og milljarða kostnaðarpakki sem engin lýðræðisþungi eða meirihluti er á bakvið.
Með þessu er ég ekki að gera lítið úr vanda þeirra sem glima við afleiðingar efnahagshruns. En það gerðist víðar. Og þar er líka vandi, jafnvel þó í ESB sé. Eða kannski í sumum tilvikum djúpstæðari vandi, einmitt vegna þess.
P.Valdimar Guðjónsson, 22.4.2012 kl. 22:36
Svo innilega sammála öllum her utan Friðrik Indriðasyni og svo kinverja aðdáandanum ! ......En ekki get eg þó óskað þess af heilum hug að Makril deilan verði til að stöðva þetta ógáfulega ESB flan ... en það gæti þó haft sinar afleiðingar og einhverra augu opnuðust ? ..
Ragnhild H. (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 23:27
já krónan hefur reynst okkur svo vel
LOL
til þess að einhver stjórnmálaflokkur geta lýst yfir stuðining við krónuna þarf hann að koma með lausn á gjaldeyrishöftunum
Sleggjan og Hvellurinn, 23.4.2012 kl. 00:37
Væntanlega hefur Sleggjan og Hvellurinn ekki séð Silfur Egils í dag og ekki kynnt sér möguleika skiptigengileiðar Ný-krónu, sem Lilja Mósesdóttir hefur kynnt og Gunnar Tómasson, sá gamalreyndi og alþjóðlega virti hagfræðingur, hrósaði mjög sagði í Silfri Egils í dag. Og nei, það er ekki lýðskrum, heldur mjög raunhæf og sanngjörn leið, til að losa okkur við allt að 1.000 milljarða "froðuna" sem Seðlabankinn hefur þurft að taka morð-dýr lán fyrir sem gjaldeyrisvarasjóð. Skiptigengileið Ný-krónu er leið til að koma með sanngjarna og réttláta leið út úr gjaldeyrishöftunum. Við þurfum aðeins að hugsa út fyrir boxið og það er líka gaman að lesa athugasemd Eggert þar um.
Menn verða stundum að hugsa út fyrir box Greenspan, sem sjálfur hefur viðurkennt fyrir bandaríksri þingnefnd að hans kerfi, sem byggði á endalausu stigveld lána og þar með skulda hrundi 2007 með falli Lehman Brothers og hið vestræna hagkerfi er ekki enn búin að bíta úr nálinni með það hvort að það gossi endanlega með hörmulegum afleiðingum. Algjör óþarfi fyrir okkur að lenda undir hruni dollars og evru, sem gæti mjög mögulega orðið.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 01:29
Ykkur að segja, þá er verið að féfletta almenning hér á landi, með því að leyfa hrægömmum og erlendum vogunarsjóðum og alríkis-bankavaldi heimsins að ræna okkur vegna vanhæfrar ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, sem vilja moka eigin mistökum og fela skít sinn í stóru skúffunni í ESB og ef það eru ekki landráð að setja þjóð sína hægt og bítandi á hausinn og með landsins gæði að veði, að lokum, þá veit ég ekki lengur hvað Vidkun Quisling hét.
Litli landsímamaðurinn (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 01:35
Þjóðnýting einkaskulda – almenningur blóðmjólkaður
mars 23, 2012 by liljam
Kröfuhafar gömlu bankanna og útrásarvíkinganna leita enn leiða til að koma kröfum sínum yfir á skattgreiðendur í stað þess að láta gömlu bankana og útrásarvíkingana borga. Forysta stjórnarflokkanna hefur ýtt undir þessa viðleitni kröfuhafanna með ítrekuðum nauðsamningum um „Icesave skuldbindinguna“, andstöðu við almennar skuldaleiðréttingar sem hefðu rýrt eignir kröfuhafa og stuðning við gjaldeyrishöft sem koma í veg fyrir að aflandskrónur og aðrar eignir kröfuhafa verði afskrifaðar. Á bak við aflandskrónurnar og eignir kröfuhafa gömlu bankanna voru einkaskuldir fyrirtækja sem fóru í þrot. Þjóðarbúið hefur því ekki efni á að greiða út þessar aflandskrónur og eignir kröfuhafa. Ríkisstjórnin skilur ekki vandann og leyfir aflandskrónueigendum að kaupa ríkisskuldabréf fyrirverðlitlar krónur eins og þær hefðu fullt verðgildi. Þetta heitir að þjóðnýta tapaðar einkaskuldir. Skerða verður lífskjör almennings verulega í landinu ef þessum froðueignum verður ekki þrýst út úr hagkerfinu með því að rýra virði þeirra með háum útstreymisskatti eða með því að taka upp Nýkrónu á mismunandi skiptigengi til að rýrar verðgildi þeirra.
Höft til verndar kröfuhöfum
Sífellt fleiri sérfræðingar taka nú undir tillögu mína um skatt á útstreymi fjármagns sem ég lagði m.a. til í grein í Fréttablaðinu í lok október 2008. Tillögu minni var slátrað af fólki sem veit ekkert um fjármálakreppur og skilur ekki nauðsyn þess að skrifa niður tapaðar eignir sem notaðar voru til að fjármagna fjárfestingar og neyslu fyrirtækja og einstaklinga sem nú eru gjaldþrota. Í stað t.d. 80% skatts á útstreymi fjármagns voru innleidd gjaldeyrishöft sem vernda kröfuhafa gegn eignarýrnun og tryggja þeim hæstu ávöxtun sem völ er á í Evrópu. AGS ráðlagði stjórnvöldum að styggja ekki eigendur þessara froðueigna. Aflandskrónueigendum var því boðið að umbreyta froðueignum sínum í ríkisskuldabréf án afskrifta og með hárri ávöxtun. Ávöxtun sem sótt er í vasa skattgreiðenda og skuldsettra heimila og fyrirtækja á Íslandi. Eftir hrun hefur þjóðin ekki átt gjaldeyri til að kaupa krónueignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa.
Útflutningstekjurnar hafa farið í að greiða fyrir innflutning og vexti og afborganir af erlendum skuldum. Útstreymi vaxtagreiðslna af froðueignum sem eru á leið út úr hagkerfinu hefur veikt gengi krónunnar og gert endurfjármögnun erlendra lána erfiðari og dýrari en ella. Fljótlega þarf t.d. Nýi Landsbankinn að endurfjármagna lán að upphæð um 320 milljarða. Nauðsynlegt er að fá nýtt erlent lán til að koma í veg fyrir að þessi upphæð bætist ekki við um 700 milljarða eignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa gömlu bankanna sem sitja fastar á bak við höftin og bíða þess að fara út. Útstreymi sem setur mikinn þrýsting á krónuna til lækkunar. Höftin virka eins og vatnsaflsvirkjun sem lokar á útstreymið og á bak við vegg virkjunarinnar safnast upp stöðugt hærra stöðulón peninga. Stöðulón sem núna er um 1.000 milljarðar en fer niður í um 700 milljarðar um leið og búið er að tryggja endurfjármögnun Landsbankans.
Lífskjörin í vasa kröfuhafa
Sú leið sem stjórnarflokkarnir hafa valið til að tryggja eignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa er að halda kaupmætti í landinu niðri og langt undir því sem gerist hjá nágrönnum okkar. Lítill kaupmáttur almennings á Íslandi dregur úr innflutningi vöru og þjónustu, þannig að afgangur myndast á viðskiptum við útlönd. Afgangurinn er notaður til að fjármagna hægfara útstreymi froðueignanna. Miklar skuldir og vaxtagreiðslur íslenska þjóðarbúsins gera þjóðinni sífellt erfðara fyrir að fjármagna hægfara útstreymi froðueigna og því eru nú uppi raddir um að veikja þurfi gengi krónunnar enn meira til að fjármagna útstreymið. Enn á ný er m.ö.o. uppi krafa um að styrkja skjaldborgina um fjármagnseigendur á kostnað lífskjaranna í landinu. Stjórnarflokkarnir virðast ekki sjá neina aðra leið út úr vandanum. Ef hin svokallaða norræna velferðarstjórn ætlar að fara lífskjaraskerðingarleiðina, þá mun mikill fjöldi landsmanna sjá hag sýnum betur borgið með því að selja krónueigendum eignir sínar á bóluverði og flytja þangað þar sem lífskjör eru viðunandi.
Nýkróna
Skattlagningu á útstreymi fjármagns hefur verið hafnað á þeirri forsendu að skatturinn gangi á eignarrétt kröfuhafa og gegn ákvæði EES samningsins um frjálst flæði fjármagns. Upptaka Nýkrónu með mismunandi skiptigengi er leið framhjá þessum vandkvæðum. Launum fólks í landinu yrði breytt í Nýkrónu þannig að upphæð þeirra yrði óbreytt. Froðueignir á leið út úr landi yrði hins vegar skipt yfir í Nýkrónu þannig að 10 milljónir í gömlum krónum yrðu t.d. 2 milljónir í Nýkrónum. Upptaka Nýkrónu myndi þannig laga ytra ójafnvægi hagkerfsins sem birtist í því að þjóðin hefur ekki efni á að kaupa krónueignir aflandskrónueigenda og kröfuhafa nema fella gengi krónunnar enn meira og skerða verulega lífskjör almennings með hærra vöruverði og dýpkandi skuldakreppu heimilanna.
Jafnframt væri nauðsynlegt að nota upptöku Nýkrónunnar til að laga innra ójafnvægi hagkerfisins sem felst í því að sumir eiga alltof miklar eignir (fjármagnseigendur og lífeyrissjóðir) og aðrir eru of skuldsettir. Við upptöku Nýkrónunnar þyrfti því að skrifa húsnæðisskuldir þannig að 10 milljón kr. lán færi yfir á 8 milljónum kr. og lækka eignir fjármagnseigenda til samræmis. Upptaka Nýkrónu er ekki töfrabragð heldur nauðsynleg varnaraðgerð til að koma í veg fyrir aukna fátækt og stórfelldan landflótta á næstu árum.
Ný-króna fyrir Nýja Ísland (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 02:17
til þess að einhver stjórnmálaflokkur geta lýst yfir stuðining við krónuna þarf hann að koma með lausn á gjaldeyrishöftunum
Halda þeim þar til einhver kynnir haldgóð rök fyrir afnámi þeirra.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.4.2012 kl. 03:44
Lausnin er ekki evran heldur leiðrétting .
mars 14, 2012 by liljam
Vandamálið í íslensku efnahagslífi er að skuldir fyrirtækja og heimila eru mun hærri en eignir þeirra. Þegar bankarnir hrundu og eignabólan sprakk, þá hrapaði verð hlutabréfa og fasteignaverð lækkaði á sama tíma og skuldirnar héldu áfram að hækka vegna verðbólguskota í kjölfar gengishruns. Á bak við skuldir fyrirtækja og heimila eru verðbréf í eigu aflandskrónueigenda og kröfuhafa. Eignir sem urðu að hluta til vegna stöðugt hækkandi eignaverðs fyrir hrun og hafa síðan orðið verðmeiri vegna hárra vaxta og verðbóta eftir hrun. Þessar eignir nema nú um 1.000 milljörðum og eru að mestu í eigu erlendra aflandskrónueigenda og kröfuhafa gömlu bankanna sem vilja skipta þeim yfir í erlenda gjaldmiðla.
Seðlabankinn á ekki gjaldeyri til að fjármagna útstreymi þessara eigna út úr hagkerfinu. Gjaldeyrissvarasjóðurinn er rúmlega 1.000 milljarðar en hann er allur fenginn að láni. Ef sjóðurinn yrði notaður til að fjármagna útstreymið, þá stæðu eftir skuldir sem myndu fljótlega leiða til ósjálfbærrar skuldsetningar ríkissjóðs nema okkur takist að afla mun meiri útflutningstekna en nú er raunin. Í dag nemur afgangurinn á viðskiptajöfnuði (þegar búið er að nota erlendar tekjur til að greiða fyrir innflutning) um 100 milljörðum og dugar upphæðin aðeins til að fjármagna greiðslur af erlendum lánum þjóðarbúsins. Afar litlar líkur eru á að okkur takist að auka þennan afgang á á næstu árum. Samkeppnishæfni útflutningsgreina og ferðamannaiðnaðarsins er í hámarki vegna þess að gengi krónunnar er um 20% lægra en meðaltalið síðast liðin 30 ár og laun því lág samanborðið við viðskiptalöndin. Umsvif sjávarútvegsins hafa aukist vegna aflaaukningar og aldrei hafa jafn margir ferðamenn komið til landsins. Það þarf því að leita annarra leiða en að auka skuldsetningu þjóðarinnar til að laga ójafnvægið í hagkerfinu. Svar núverandi stjórnarflokka er að herða gjaldeyrishöftin og taka síðan upp evru. Höftin magna upp vandann og upptaka evrunnar lagar ekki ójafnvægið í hagkerfinu.
Höftin auka vandann
Ástæða þess að aflandskrónueigendur og kröfuhafar sætta sig við gjaldeyrishöft er að eignir þeirra bera ávöxtun sem er hærri en almennt gerist í nágrannalöndunum. Auk þess gera höftin Seðlabankanum kleift að stýra útstreymi fjármagns þannig að ekki komi til gengishruns sem myndi rýra verulega eignir þeirra sem ekki yrðu fyrstir til að skipta krónueignum sínum í erlendan gjaldmiðil. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) sem stofnaður var til að verja hagsmuni fjármagnseigenda þrýsti því á hækkun stýrivaxta upp í 18% í nóvember 2008 og innleiddi gjaldeyrishöft í formi boða og banna. Hugmyndir mínar um að leggja háan skatt á útstreymi fjármagns sem erlendir fjárfestar gætu lækkað með langtíma fjárfestingu aflandskróna í íslensku viðskiptalífi voru slegnar strax út af borðinu og talað um brot á EES samningum. Slíkur (Lilju)skattur hefði gert okkur kleift að losna við óþreyjufulla aflandskrónueigendur og afla ríkissjóðs mikilla skatttekna sem dregið hefði úr þörf fyrir skattahækkanir og niðurskurð í heilbrigðis- og menntamálum. Fjárfestingar aflandkrónueigenda til lengra tíma hefði auk þess dregið úr samdrættinum eftir bankahrunið. Beinn og óbeinn kostnaður skattgreiðenda af gjaldeyrishöftum í formi boða og banna er orðinn gífurlegur og brýnt að afnema þau.
Aflandskrónueigendur og erlendir kröfuhafar hafa verið óþreytandi að leita að glufum í höftunum sem kallað hefur á sífellt harðari lagasetningu. Nú síðast innleiddu stjórnarflokkarnir m.a. í lög bann við að gera upp við þrotabú gömlu bankanna hér á landi en slík uppgjör áttu að fara fram fljótlega. Ástæðan er sú að flestir kröfuhafar eru erlendir og munu þeir vilja skipta krónueignum sínum yfir í erlenda gjaldmiðla. Með þessu banni voru stjórnarflokkarnir í raun að stöðva greiðslur úr þrotabúi Landsbankans hér á landi upp í Icesave „skuldbindinguna“. Meirihluti þessara flokka samþykkti ítrekað nauðasamninga fyrir hönd skattgreiðenda með þeim orðum að Ísland yrði að standa við svokallaðar alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Varnaðarorð mín sumarið 2009 um að við gætum ekki staðið undir þessari skuldbindingu áttu m. ö. o. við rök að styðjast og voru staðfest með þessu banni. Það er því orðið ljóst að við getum ekki verið án hafta án þess að taka upp annan gjaldmiðil.
Evran er ekki lausnin
Samfylkingin hefur lagt hvað mesta áherslu á upptöku evrunnar sem lausn á öllum okkar efnahagsvandamálum og ekki síst gjaldmiðilskreppunni. Flokkurinn hefur komist upp með að nefna ekki á hvaða gengi krónunnar upptaka evrunnar fari fram og hvort nota eigi fleiri en eitt gengi þegar skipt verður yfir í evrur. Gengi krónunnar mun hafa áhrif á það hvort þjóðin fari fátæk inn í ESB eða ekki. Umræðunni um mismunandi skiptigengi er alltaf drepið á dreif með fullyrðingum að vandinn sé ekki ójafnvægi milli verðmætis eigna og skuldbindinga þjóðarinnar heldur að eignir og skuldbindingar þjóðarinnar séu ekki í sömu höndum.
Ríkisstjórnin er í afneitun. Vandamálið snýst nefnilega um að snúa eignatilfærslunni eftir hrun við og færa eignir frá eignafólkinu til þeirra sem skulda. Enginn áhugi hefur verið á slíkri eignatilfærslu sem myndi fela í sér stórfelldan skatt á eignir eins og verðbréfaeignir og innistæður. Allt kapp hefur verið lagt á að vernda eignarétt eignafólks í landinu eftir hrun. Ef eignir verða ekki færðar til þeirra skuldsettu, þá mun áfram fjölga í hópi þeirra 26.000 einstaklinga og 6.300 fyrirtækja sem í dag eru í alvarlegum vanskilum eftir upptöku evrunnar. M.ö.o. öll okkar vandamál hverfa ekki við upptöku evrunnar.
Þegar ójafnvægi ríkir í hagkerfinu vegna þess að skuldbingingar þjóðarinnar eru hærri en eignir hennar er nauðsynlegt að nota mismunandi skiptigengi. Lægra gengi á skuldbindingum þjóðarinnar (sem aflandskrónueigendur og erlendir kröfuhafar eiga) er þá notað til að koma á jafnvægi milli eigna og skuldbindinga þjóðarinnar við upptöku evrunnar. Mismunandi skiptigengi gengur ekki á eignarrétt körfuhafa og er í raun eina leiðin til að ná fram leiðréttingu á verðmæti froðueigna sem urðu til vegna skuldsettra kaupa á verðbréfum til að ná fram hækkun á verði þeirra og verðtryggingarinnar. Leiðrétting mun þýða að hægt verði að draga úr vanskilum fyrirtækja og einstaklinga eftir upptöku evrunnar.
Leiðrétting í gegnum eignatilfærslu til þeirra sem skulda eða mismunandi skiptigengi við upptöku annars gjaldmiðils eru leiðir til að draga úr ójafnvæginu í hagkerfinu. Ríkisstjórn sem ekki leiðréttir ójafnvægið mun keyra hagkerfið í þrot
Lausnin á gjaldeyrishöftum (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.