Laugardagur, 21. apríl 2012
Hlutfallsleg eymd stjórnmálaflokka
Skoðanakannanir sýna fólk frábitið stjórnmálaflokkum, bæði þeim sem eiga fulltrúa á alþingi og einnig nýstofnuðum. Jónas Kristjánsson segir hvorki Framsóknarflokk né Sjálfstæðisflokk eiga efni á að hreykja sér, þar sem stærsti hluti kjósenda er andvígur öllu klabbinu.
Jónas hefur rétt fyrir sér svo langt sem það nær.
Á hinn bóginn skiptir hlutfallsleg eymd stjórnmálaflokkanna mestu mál þegar kemur að kosningum. Atkvæði þeirra sem finna ekkert við sitt hæfi falla niður dauð.
Athugasemdir
Þetta er orðinn kækur hjá flestum,sem verða svo brattir á kjördag og kjósa sinn flokk. Klabbið hefur af ýmsu að státa,en lýður fyrir síbyljutuggu andstæðinga sinna. Það sem er nærtækast og er að gera útaf við lýðræðið núna,er landráðasamsuðan,fyrirbrigði sem þekktist aldrei hjá ,Klabbinu,,. Við hana er að eiga gott fólk,hana ætlum við að fella,en láta ekki ginna okkur til að kjósa.
Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2012 kl. 13:09
Lýst mjög vel á tillögur Hægri Grænna, að setja það í algjöran forgang að koma skattleysismörkunum í 200 þúsund.
Ég segi bara fyrir sjálfan mig,fyrst skulum við gera lífvænlegt fyrir fjölskyldur á Íslandi, áður en við sendum 10 miljarða í þróunaraðstoð til ESB og Afríku,fyrst þróunaraðstoð við Íslensk heimili,eftir helför Vistri velferðarstjórnarinnar gegn Íslenskum heimilum, þar sem Vogunarsjóðum var veitt ótakmarkað skotleyfi á atvinnulaus og fjárvana heimili vegna ólöglegra lána, sem stökkbreyttust við Hrunið, og það var talið óðsmannsæði að taka vísitöluna úr sambandi, en nú viður kennt að var hið eina rétta.
Væri ekki tilvalið að þróunaraðstoðin við Grænhöfðaeyjar veri tekin út,og athugað hvað fór úrskeiðis.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 13:18
Athugasemdir Halldórs eru dæmigerðar um óraunhæfar væntingar í pólitík. Honum líst vel á einhverja hugmynd hægri grænna. Hvaða möguleika hefur hann á því að sjá eitthvað af því rætast miðað við það að ganga til liðs við stóran stjórnmálaflokk og vinna þessum hugmyndum brautargengi þar innan? Þessi nýja flokkaflóra kemur engu fram
Halldór Jónsson, 22.4.2012 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.