Vinstri gerjun, hægri stöðnun

Vinstrimenn sitja uppi með tvo ónýta flokka, Samfylkingu og VG. Kannski einmitt þess vegna er mesta pólitíska gerjunin á vinstri væng stjórnmálanna. Þar koma fram nýir flokkar og margvíslegar pælingar um hvað taki við af eftirhrunskúltúrnum.

Sjálfstæðisflokkurinn á hinn bóginn er ósköp lítið að segja. Jú, móðurflokkurinn vill lægri skatta.

Framsóknarflokkurinn tekur annað slagið rokur en þarf heildstæðari pólitík til að skrifa sig í vitund almennings.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Flokkar þurfa að anda á milli rokanna,nýbúnir að taka spretti fram að miðnætti,kvöld eftir kvöld. Fólk þarf líka hvíld á þeim. En vittu til,nú líður senn að uppkvaðningu Landsdóms þá kviknar í tundrinu. Þótt vakrir séu í eðli sínu hlýtur hrossabrestur að hleypa þeim á stökk.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2012 kl. 13:23

2 identicon

Stundum er það afarsælast að gera ekki neitt. Sjálfstæðisflokkurinn er að uppskera fylgi vegna vonlausrar ríkisstjórnar. Flokkurinn getur því bara setið rólegur á hliðarlínunni, meðan að Samfylking og Vg spila rassinn úr buxunum.

Þetta er svo sem í lagi, á meðan það lítur út fyrir að stjórnin hangi saman af völdunum einum, og ekki verði kosið fyrr en á næsta ári.

Þessi passíva aðferð dugar þó ekki þegar komið er í kosningaslag. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að fara í alvarlega endurnýjun, og losa sig við hálf-volga ESB sinna, og þá þingmenn sem hafa óæskilega hrun-áru. Og þá í skiptum fyrir fólk úr atvinnulífinu, en ekki kerfisfólk eða fólk í leit að þægilegri framfærslu.

Framsóknarflokkurinn á við alvarlegan ímyndar-vanda að stríða. Þingmenn tala í allar áttir, og mjög erfitt að henda reiður á raunverulegri stefnu, eða yfirhöfuð hvort flokkurinn fylgi einhverri ákveðinni stefnu.

Eina áþreyfanlega málið er 20% leiðin, sem ennþá er boðuð. Það sjá það þó allir heilvita menn, að sú leið er algerlega ófær, varð það um leið og stjórnin afhenti vogunarsjóðum bankana. Skattgreiðendur eru ekki færir um að fjármagna þessa leið, og því er hún dauð. Því fyrr sem Framsókn losar sig við þessa grillu, og Sif Friðleifsdóttur, því betra.

Hilmar (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 14:21

3 Smámynd: Sólbjörg

Er skrýtið þó erfitt sé að vita í hvorn flokkinn á að stíga, Framsókn eða Sjálfstæðisflokkinn sem situr með krosslagaða handleggi og gerir ekkert, eins og þeir verði heilagir við það. Þori vart að kjósa þá vegna ESB sinna í flokknum og eiginhagsmuna poti á kostnað kjósenda. Þeir verða að hreinsa til í flokknum, en ef þeir gera það þá fá þeir þessi 43% atkvæði sem kannanir sýna og meira til og geta hoppað í sæng með framsóknardömunni.

Sólbjörg, 20.4.2012 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband