Eftir ESB-umsóknina

ESB-umsóknin lifir ekki af sumarið. Síðasta sneypa Össurar og Samfylkingar, vegna stuðnings framkvæmdastjórnar ESB við Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólnum, afhjúpar algert ráðleysi ríkisstjórnarinnar.

Baklandið fyrir umsókninni er hrunið. Fyrrum stuðningsmiðlar, Eyjan og Fréttablaðið, birta nú hörmunarfrásagnir af evru-svæðinu.

Óvíst er hvernig umsóknin verður urðuð og verður ekki tekin á dagskrá fyrr en ESB bjargar evrunni á sannfærandi hátt, sem gæti gerst á fimm til tíu árum, en mun líklega ekki takast.

Eftir ESB-umsóknina breytist stjórnmálaumræðan hér á landi. Uppgjörið við hrunið verður klárað og við fáum betri tíð með blóm í haga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Páll, það vona ég svo sannarlega. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 18:30

2 identicon

Vonandi fer þessu ESB kjaftæði að ljúka,sem allra fyrst,það sér það hver meðalgreindur maður að þjóðin vill ekki inn í þetta ólíðræðislega ríkjabandalag, þar sem framkvæmdastjórnin er ekki einusinni kosin að þingmönnum ESB,heldur pólitískt skipaðir af stærstu ríkjunum,og framkvæmdastjórnin ræður því sem hún vill ráða.

Heillavænna væri fyrir þjóðina að snúa sér að innanlandsmálum,því það gæti farið svo að það séu ekki nema örfáir mánuðir í næstu þingkostninar, þar sem ríkistjórn Jóhönnu og Steingríms er ein rjúkandi rúst, og hver höndin upp á móti hver annari.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 18:34

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Umsóknin lifir ef vilji ESB er eitthvað í líkingu við vilja Samfylkingar. Þeir hafa sýnt að þeir hafa úthaldið.

Ragnhildur Kolka, 19.4.2012 kl. 19:36

4 identicon

Það er svo mikil eymd í löngun samfylkingarskipstjóra að það kemur fram á þennan hátt, með tvöfeldni, óframfærni gagnvart aðilum ESB og almennum aumingjaskap.

Svo sem ekki nýtt, en aldrei skýrara en nú.

Þessi samfylking er þvílíkt eymdarinnar partý að leitun er á öðru eins..

jonasgeir (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 19:40

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Verði sá vilji veikari en okkar,að losna við hrúgaldið. Gefum okkur einnig viðurkenningu,Ragnhildur fyrir að umbera óráðsstjórnina.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2012 kl. 19:50

6 Smámynd: Elle_

Ég hallast að að Ragnhildur hafi hitt naglann á höfuðið.  Og svo er stjórnin forhert eins og Brussel-stjórnin, all ekki ráðalaus.  Vita nákvæmlega hvað þau ætla.  Það vantar alvöru andstöðu, hörku, núna, í stjórnarandstöðuna.

Elle_, 19.4.2012 kl. 22:17

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elle spurningin er af hverju fáum við ekki andsvör frá stjórnarandstöðunni? hvað eru þau eiginlega að hugsa.  Af hverju er ekki líka komin vantrauststillaga á þessa ömurlegu sviksamlegu ríkisstjórn, eða allavega á utanríkisráðherrann og krafist afsagnar hans, þar sem hann hefur orðið uppvís að stjórnlagabroti með þögn sinni um afstöðu Esb til málshöfðunarinnar?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 22:45

8 Smámynd: Elle_

Vildi að ég skildi það, Ásthildur mín.  Ætli allt alþingi sé kannski of samofið og nokkrir alþingismenn með alvöru heiðarleika og alvöru vilja bara fái engu um ráðið gegn Brusselsteinveggnum sem stjórnar VG-gólftusk, nei, -forystunni og hjálpurunum?

Elle_, 19.4.2012 kl. 23:00

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elle það lítur allavega þannig út svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 23:03

10 identicon

Heill og sæll Páll á ný; sem og aðrir gestir, þínir !

Ásthildur Cesil; og Elle !

Dögunar; og Samstöðu liðin, hanga hvorutveggju, aftan í draumsýninni, um Merkel og Sarkozý Brussel Paradísina.

Þannig að; ykkur er alveg óhætt, að sjá þau : Birgittu Jónsdóttur / Þór Saari / Margréti Tryggvadóttur, og Lilju Mósesdóttur, í hinu rétta ljósi.

Þau eru; NÁKVÆMLEGA sömu ræksnin, og Bjarni Benediktsson, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stöllur góðar.

Ég hefi meiri trú; á Norðan garranum, en þessu Andskotans hyski, gott fólk.

Sama gumsið; og Jóhanna og Steingrímur, við nánari athugun !

Með beztu kveðjum; sem jafnan, öngvu, að síður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 23:28

11 Smámynd: Elle_

Óskar Helgi, já, ég meinti enga vissa flokka heldur nokkra velviljaða stjórnmálamenn úr ýmsum flokkum.  Nema Brusselsteinveggurinn eða flokkur Jóhönnu er að mínum dómi einn fullkomlega vonlaus.

Elle_, 19.4.2012 kl. 23:48

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sigmundur Davíð er búinn að standa sig afburða vel og allir þingmenn Framsóknar. Það stoðar lítt að reyna að þjappa andstöðunni saman,ef öllum er hafnað sem berjast fyrir björgun landsins úr klóm ríkjabandalagsins. Hverjir eiga að bera upp vantrauststillögu og kjósa með henni,auðvitað öflugustu flokkarnir þrír. Það jafngildir að reka óvinaher af höndum okkar.

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2012 kl. 00:57

13 identicon

Komið þið sæl; á ný !

Nafna mín; Kristjánsdóttir !

Rangt; ályktað, af þinni hálfu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er sama Helvítis illfyglið - og þau hin 62, svo ég opni augu þín, fyrir staðreyndum, nafna mín.

Hér; verður öngvu borgið, nema með samstilltu átaki fólks, sem lyktar af Glussa og Gírolíu; BEINT ÚR ATVINNULÍFINU; ekki Andskotans hvítflibba og blúndukerlinga hyskinu, nafna mín góð !

Gangi það ekki eftir; má falbjóða Kanadamönnum og Rússum, land og fólk og fénað allan, og rynnu Íslendingar þar með, ljúflega,, inn í þjóðahöf, þeirra ágætu landa.  

Punktur. !!!

Með; sízt lakari kveðjum - en öðrum fyrri / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 01:54

14 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

AHA! Með sigg í lófum stæltur faðmbyggir,já,já, glímukóngur,spennandi!! Óskar minn! Skal þá bíða til loka þessa kjörtímabils,mér er brátt,,,, að ljúka þessu bévítans esb.nuddi,ég er stolt og vil ekki líða að þetta ofbeldi viðgangist. Það eru engir andskotans glussatraktorar þarna til varna,í musteri lýðveldissins. Ég er viss um að á morgun mundi ég skrifa öðruvísi,en er drulluþreytt eftir matseld og gestakomur,að lokum: Nú skal fara að sofa,sál mín er svo þreytt,leggst á kodda og lofa, að langa ekki neitt. Góða nótt!!

Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2012 kl. 03:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband