Fimmtudagur, 19. apríl 2012
Össur reynir að þegja skömmina
Skammarlegasta framkoma íslensks ráðherra um langa hríð er frammistaða Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra í meðákæru ESB gegn Íslandi vegna Icesave-málsins.
Össur dylur ríkisstjórn og alþingi meðákæruna fram á síðasta dag en kemur þá fram í fjölmiðlum og fagnar ákærunni með þeim formerkjum að Ísland fái tækifæri að koma að skriflegum rökstuðningi.
Enginn keypti rök Össurar og jafnvel langlundargeð Steingríms J., sem er þó mikið með ESB-umsókninni, var á þrotum.
Þegar búið var að berja Össur til að taka til varna fyrir íslenska hagsmuni lét hann til leiðast með því að aðstoðarmaður hans talaði við aðstoðarmann sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi og sagði honum að meðákæra ESB væri ekki heppileg.
Össur er í felum síðustu dægrin, gaf ekki RÚV færi á viðtali í gær og lætur aðstoðarmannin ræða við Mogga í dag.
Aumingjaleg frammistaða í alla staði, Össur Skarphéðinsson.
Framkoma ESB óeðlileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Í athugasemdinni felst að íslensk stjórnvöld telji þessa framkomu ESB óeðlilega gagnvart ríki sem á í viðræðum um aðild að sambandinu.
Halló hvað eru þeir að meina með þessu hálfvitarnir á þingi, á ESB ekki að beita sér með þessum hætti afþví við erum í viðræðum um aðild. Þetta er svo asnalega sett upp að það á sér engin takmörk, væri þá í lagi að þeir beitu sér ef við værum ekki í viðræðum, spyr sá sem ekki veit.
valli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:36
Aðildarsinnar hafa ýmsir tjáð sig um að svo sé vel staðið við bakið á ríkjum ESB og aðkoma framkvæmdastjórnarinnar nún sé einmitt dæmi um slíkt. Svo segja þeir líka að þetta sé okkar málstað til framdráttar (og þá væntanlega mótsnúið þeirra aðildarríkjum). Þetta kallast kannski að haga seglum eftir vindi.
Elvar Eyvindsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 09:45
Þetta minnir óþægilega mikið á IceSave tilburði Gapuxans frá Gunnarsstöðum.
Óskar Guðmundsson, 19.4.2012 kl. 11:19
Flottur... Þú er fyrstur til að draga saman órökréttahegðun og orð Össurar Skarphéðinssonar í þessu máli... Skrýtið að enginn skuli hafa gert það fyrir...!
Í siðaðri löndum taka menn nefnilega pokann sinn verði þeir uppvísir að svona hegðun gagnvart þingi og þjóð...
Sævar Óli Helgason, 19.4.2012 kl. 11:58
Bendi á afskaplega skemmtileg skrif stjórnarliðans Margrétar Tryggvadóttur á Eyjunni um þetta mál:
http://blog.eyjan.is/margrett/2012/04/18/esb-og-likid-i-lestinni/
Margrét hefur lært ýmislegt á undanförnum þrem árum, en fátt betur en það, hvernig bera skal kápuna á báðum öxlum. Ég reikna með að félagar hennar í nýja flokknum, eins og Sigurjón Þórðarson, hljóti að vera virkilega ánægðir með afstöðu hennar, og þessi grein hennar verður áreiðanlega til þess að þétta raðir FF á bakvið þetta nýja ESB framboð.
Þessi grein hennar er náttúrulega liður í að treyna sér vel borgað innidjobb á Alþingi, enda er hún víst stórskuldug vegna húsnæðiskaupa, eins og veðbókarvottorð hennar, sem birt var á Svipunni, ber með sér. Hún fær eitt ár í viðbót á fínum launum til að standa undir afborgunum, og til að berjast fyrir því að hún og fleiri stórskuldugir fái niðurgreiðslu skattborgara á lánum sínum. Hún gerir sitt besta, til að ríkið eyði ekki peningunum í vitleysu, eins og hækkun aumingjabóta:
http://eyjan.is/2012/04/18/segir-barnabotaleid-arfavitlausa-thad-tharf-ekki-ad-aumingjavaeda-halfa-thjodina/
Margrét veit, að meiri aumingjabætur, þýða minna til niðurfellinga á skuldum hennar.
Margrét stendur sig vel, í að hugsa um velferð Margrétar.
Hilmar (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 12:06
Já, þetta hljómar mjög aumingjalegt hjá kallinum... úff!
Skúli (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.