Össur keppir við Jón Gnarr í fíflsku

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fagnaði meðákæru framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins með eftirlitsstofnun EFTA gegn Íslendingum vegna þess að það gaf okkur færi á frekari vörnum.  Á heimasíðu utanríkisráðuneytisins er sérstaklaga tekið fram að það þjóni best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðákærunni.

Líða svo nokkrir dagar í innanlandsófriði.

Kemur þá ekki sami utanríkisráðherra og segir ,,allt í plati" við mótmæltum þrátt fyrir allt.

Gnarrismi er fíflska á kostnað almennings. Össur tekur gnarrisma á æðra stig og leggur þjóðarhagsmuni undir í fíflaskap. Það er ekki fyndið.


mbl.is Hafa mótmælt afskiptum ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lögfræðilega hlið málsins :Aðalmálflytjandinn og málflutningsteymið hafa fjallað ítarlega um málið. Mörg sjónarmið komu þar til skoðunar en þegar til þess var litið að málflutningi framkvæmdastjórnarinnar yrði ekki á annan hátt svarað skriflega var það einróma niðurstaða þeirra að það þjónaði best hagsmunum Íslands að leggjast ekki gegn meðalgöngu hennar í málinu.....(http://www.utanrikisraduneyti.is/frettir/nr/7013

gangleri (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 07:08

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

stormur í vatnsglasi

Sleggjan og Hvellurinn, 18.4.2012 kl. 08:59

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Að hafa fylgst með viðbrögðum Össurar undanfarna daga er einsog að hafa horft á 5 ára barn verið staðið að því að segja ósatt... Segir eitt í dag annað á morgun, bullar og snýr útúr...

Og það versta við þetta er að það virðist enginn reka hann á gat með þessa hegðun hans... Hvorki þing- eða fréttamenn...!

Ég veit að hjá Sjálfstæðisflokknum er mjög vinsælt að vera á móti aðildarviðræðum að ESB, en fjandinn hafi það, þvílíkir aumingjar að vera svona pikkfastir í þeirri hlið málsins... Hvernig væri nú að einhver fjölmiðilinn tæki nú saman þvæluna í honum Össuri, sýndi alþjóð og krefði hann útskýringar á öllu bullinu...?

Sævar Óli Helgason, 18.4.2012 kl. 10:18

4 Smámynd: Sólbjörg

Sævar, það er vinsælt að bjóða fjölmiðlamönnum til Brussel. Þeir fá að gjöf eithvert smáræði og ESB penna.

Sólbjörg, 18.4.2012 kl. 12:13

5 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Fréttamenn og fjölmiðlar geta lítið gert vegna þess hversu spilltir og spyrntir þeir eru við stjórnmálahreyfinagrnar, meira að segja RÚV sem er þrekkétandi fréttastofa og áróðursmálaráðuneyti sitjandi ríkisstjórna.

Óskar Guðmundsson, 18.4.2012 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband