Þriðjudagur, 17. apríl 2012
Krónan, evran og kjarni málsins
Íslenska krónan sveiflast í samræmi við hagkerfi Íslands. Krónan tekur á sig högg sem annars myndu leiða til atvinnuleysis og niðurskurðar í ríkisfjármálum.
Evran er stöðugur gjaldmiðill sem tekur einkum mið af hagkerfi Þýskalands. Í kreppu lenda höggin ekki á evrunni heldur atvinnustiginu og ríkisfjármálum þeirra ríkja sem eiga í vanda.
Krónan viðheldur samstöðu íslensku þjóðarinnar, sem kýs fremur stöðuga atvinnu en stöðugt gengi.
Athugasemdir
Út úr þessum gjaldmyðilshöftum er ekki nema ein leið,því það eru rúmir 1000 miljarðar sem bíða þess að komast úr landi, og altaf bætist við vegna verðtryggingar,og froðu hagnaðurinn hjá jöklabréfaeigendum, og aflandskrónu eigendum er nú þegar orðinn gífurlegur.
Úr þessum vanda verður ekki leyst nema með sameinaðri leið Lilju og Hægri Grænna.
Frysta gömlu krónuna í gjaldeyrishöftum til 20-30 ára með þeim meðaltalsvöxtum sem eru á norðurlöndum,og taka upp ríkisdal fasttegdann US dollar,afnema verðtryggingun og leiðrétta höfuðstól verðtryggðra lána fyrst.
Og bjóða alandskrónueigendum upp á skiptigengi, ef þeir vilja komast úr landi með sínar krónur.
Halldór Björn (IP-tala skráð) 17.4.2012 kl. 11:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.