ESB - einkamálefni Samfylkingar

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn með ESB-aðild sem yfirlýsta stefnu. Aðrir stjórnmálaflokkar hafa fjallað rækilega um Evrópumál og komist að þeirri niðurstöðu að hag Íslands sé betur borgið utan ESB en innan. Engir samfélagskraftar berjast fyrir aðild - síðast gáfust Samtök iðnaðarins upp á ESB-aðild.

Makríldeilan er birting á andstæðum grundvallarhagsmunum Íslands og ESB. Deilan um Icesave-reikningana sýnir nakið ofbeldi ráðandi afla í ESB gagnvart smáþjóð. Írar fengu að kenna á sambærilegu ofbeldi, þegar þeim var gert haustið 2008 að setja ríkisábyrgð gjaldþrota banka. Írar búa við 15 prósent atvinnuleysi og dökkar langtímahorfur.

Skuldakreppan á evru-svæðinu mun breyta Evrópusambandinu í grundvallaratriðum. Aðeins tvær leiðir kom til greina. Í fyrsta lagi að vinda ofan af myntsamstarfinu og í öðru lagi stórauka miðstýringu myntsamstarfsins. Hvor heldur leiðin sem verður ofaná munu þjóðir hrökklast frá ESB. Bretar eru þegar búnir að segja sig frá tilraunum til að bjarga ESB með aukinni miðstýringu.

Samfylkingin er eina ástæðan fyrir því að umsókn Íslands um aðild að ESB er haldið til streitu. Samfylkingin mælist með 15 prósent fylgi meðal þjóðarinnar.

Stærsta utanríkismál Íslands frá stofnun lýðveldisins má ekki lengur vera einkamálefni Samfylkingar.


mbl.is Þrýst á um viðræðuslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Páll og hafðu þökk fyrir skrif þín.

Sigurður Haraldsson, 16.4.2012 kl. 08:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband