Fimmtudagur, 12. apríl 2012
Össur í þjónustu ESB
Utanríkisráðherra Íslands stundar hagsmunagæslu fyrir Evrópusambandið hér á landi. Össur Skarphéðinsson kallar það vinarhót þegar ESB-ríki hóta Íslendingum löndunarbanni vegna makríldeilu.
Össur telur það málstað Íslands til framdráttar að framkvæmdastjórn ESB leggist á sveif með ESA um að krefjast ábyrgðar almennings á skuldum einkabanka vegna Icesave-reikninga í Hollandi og Bretlandi.
Fái Össur nokkru ráðið munu yfirráð yfir fiskveiðilandhelginni færast til ESB og það mun utanríkisráðherra segja harla gott fyrir Ísland.
Össur Skarphéðinsson sér sjálfan sig sem toppembættismann í Brussel - útá starfsmannakvóta sem samið er um jafnhliða aðildarviðræðum.
Ekki rétt að hætta viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Össur segir "Krafa framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um aðild að málshöfðun Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) gegn Íslandi vegna Icesave-málsins undirstrikar veikleika hjá ESA að mati Össurar Skarphéðinssonar. "
Flestir sega að hætta ekki viðræðum sýni veikleika hjá Íslendingum.
Betra er að ESA sýni veikleika !
SLÍTA STRAX VIÐRÆÐUM !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 07:52
Össur Skarphéðinsson er búinn að ljúga svo að Þjóðinni sinni að hann á sér ekki viðreisnarvon aftur í pólitík nema þá í gegnum ESB...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.4.2012 kl. 08:28
Væri hann ekki fínn í einhverri yfirmannssjávarútvegsstöðu við hlið Árna í Róm?
http://www.dv.is/frettir/2010/11/2/arni-mathiesen-til-starfa-hja-fao-i-rom/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 08:29
Þessi ESB umsókn hefur snúist upp í martröð. Hvað ætla menn svo að gera í sumar þegar við förum að veiða hvali og makríl og ESB hefur viðskiptaþvinganir sem þeir hafa verið að hóta? Leggjast enn meir á hnén og kyssa vöndinn af meiri ákefð en nokkru sinni fyrr? Slítum þessum viðræðum strax.
Einar Þorvaldsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 08:47
Össur er í þeirri auðvirðulegu stöðu að vera skósveinn við ESB hirðina en heldur sig sjálfan vera stóran karl og klókann. Í raun er hann fyrirlitinn heima sem að heiman.
Sólbjörg, 12.4.2012 kl. 08:48
LANDRÁÐAMAÐUR AF VERSTU GERÐ OG VIÐ LEIFUM HONUM AÐ VERA Í STJÓRN LANDSINS HVAÐ ER AÐ OKKUR?
Sigurður Haraldsson, 12.4.2012 kl. 09:01
Síðan væri hægt að bæta við einhverjum tveim konum frá VG til að passa upp á kynjakvótann.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:10
ESB á það sameiginlegt með íslensku bönkunum að haldast á lífi bara á lýginni. Það eru búnir að vera neyðarfundir hjá ESB í nokkur ár og ekkert hefur unnist úr þeim sem segir það að það er ýmislegt ennþá sem að fær ekki að koma upp á yfirborðið, þetta sama á við um stóru bankanna nýju, en íslenskir skattgreiðendur eru búnir að leggja þeim til yfir 600 milljarða. Það er hlutafé og ábyrgðir vegna víkjandi skuldabréfa, víkjandi lán, lausafjárlán upp á 217 milljarða sem að aldrei er fjallað um og svo nú það nýjasta þá eru bankar að gefa út sértryggð skuldabréf með vo ekki sé minnst á þau fyrirtæki og fjölskyldur sem hafa og er verið að keyra í þrot vegna ólöglegra lána. Þessi vinstri stjórn er það versta sem að við gátum mögulega kosið yfir okkur og ef að við stöndum í verri málum í dag en fyrir fjórum árum, þá verð ég að segja eins og ég spáði við endurreisn nýju bankanna að við verðum 15 til 20 ár að ná landinu aftur á meðalról meðal þjóða
valli (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:19
Elín, góð, ha, ha.
Sólbjörg, 12.4.2012 kl. 09:30
Skreið í gegnum síðasta prófkjör og veit að endirinn nálgast........
GB (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 09:31
Øssur smyr sig bara med vaselini og segir ad tad se gott to hann geti ekki setid.
Verst ad flestum eda øllum sem eru ekki i samfylkingakornum tykir tetta alls ekki gott.
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 10:23
Klárum þetta , núna.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2012 kl. 11:43
Já Helga, klárum þetta núna!
Sólbjörg, 12.4.2012 kl. 11:47
Kosningar strax,og nýtt fólk á alþingi Íslendinga, fólk er búið að fá upp í kok af stjórn Jóhönnu og Steingríms, og Össur þarf að fynna sér eitthvað annað að gera.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2012 kl. 11:56
Hann þarf það ekki ef hann verður á bák við lás. Og þau hin ekki heldur.
Elle_, 12.4.2012 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.