Höftin, fasteignaverð og skuldir heimila

Fasteignaverð helst hátt á Íslandi þrátt fyrir offramboð af eignum. Helstu ástæðurnar er lágir vextir, gjaldeyrishöft og hátt atvinnustig. Hátt fasteignaverð bætir eignastöðu heimilanna sem fjármagna neyslu með fasteignalánum.

Hverjir tapa á þessari stöðu?

Jú, sparifjáreigendur.


mbl.is Skuldir heimilanna tefja batann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sparifjáreigendur sitja á 1.050 milljörðum sem bankarnir hafa fært þeim í formi ríkistryggðra bankainnstæðna umfram lögboðna innstæðutryggingu, sem aldrei hefur verið greitt af lögboðið ríkisábyrgðargjald.

Rétt er að taka fram að í þessu tilviki er ábyrgðarþeginn bankinn en ekki sparifjáreigandinn, því innstæðan er skuldbinding bankans við viðskiptavini sína um greiðslu peninga við úttekt innstæðunnar hverju sinni.

Miðað við fjárhæð innstæðna og áhættu ríkisins, ætti þetta gjald að nema minnst 65 milljörðum á ári, sem bankarnir og innstæðutryggingasjóður virðast aldrei hafa greitt ríkissjóði. Í skjóli (meintrar?) ríkisábyrgðar hafa bankarnir hinsvegar getað boðið mun betri ávöxtun á innstæðum (sem standa á sléttu) heldur en öðrum fjárfestingarkostum (sem hafa flestir skilað tapi vegna hrunsins).

Þessir >65 milljarðar á ári eru einfaldlega "the cost of doing business" fyrir ríkistryggt bankakerfi á Íslandi árið 2012. Frá hruni er þetta uppsafnað vel yfir 200 milljarða, sem myndi duga skv. útreikningum Hagsfræðistofnunar til að niðurgreiða að fullu uppfyllingu kröfunnar um almenna skuldaniðurfærslu.

Það skemmtilega við það væri að þá myndi hvorki spariféð hans Palla gamla haggast né lífeyrissjóðurinn hennar Gunnu frænku, og þar sem stór hluti peninganna færi aftur í bankana þá er ekki eins og þeir væru að tapa neitt stórt heldur. Tekjur ríkisins myndu aukast tilfinnanlega og kaupmáttur heimila aukast svo þau gætu farið að snúa hjólum atvinnulífsins með aukinni neyslu. Skaðabótaskylda væri engin þar sem aðeins væri framfylgt gildandi lögum.

Indriði mætti meira að segja fá alla ánægjuna af því að innheimta allt þetta fé, og Steingrímur ánægjuna af því að afhenda það aftur til bankanna!

Þetta gætu orðið bestu hringekjuviðskipti lýðveldistímans.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.4.2012 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband