Þriðjudagur, 10. apríl 2012
Makríll, Icesave og ESB
Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er ekki treystandi fyrir hagsmunum Íslendinga gagnvart öðrum þjóðum. Um það vitnar Icesave-málið skýrast. Þau Jóhanna og Steingrímur J. reyndu ítrekað að varpa skuldum einkabanka yfir á óbornar kynslóðir Íslendinga vegna þess að Bretar og Hollendingar kröfðust þess.
Eftir hrun varð sjávarútvegur ásamt ferðaþjónustu þess valdandi að við unnum okkur hratt og örugglega úr kreppunni. Makríllinn er nytjastofn sem kominn er inn í íslenska lögsögu og því á forræði Íslendinga ákveða hvernig veiðum skuli hagað. Makríllinn er flökkustofn og löng hefð fyrir því að Ísland semji við nágrannaþjóðir s.s. Færeyinga og Norðmenn um nytjar á flökkustofnum.
Evrópusambandið vill, fyrir hönd Íra og Skota, skammta Íslandi skít úr hnefa þegar kemur að makrílveiðum. Og í ofanálag eru hafðar uppi hótanir um löndunarbann á íslensk skip ef við beygjum okkur ekki undir forræði ESB í málinu.
Það eitt að íslensk stjórnvöld sé enn í aðildarviðræðum við Evrópusambandið staðfestir enn og aftur að ríkisstjórn Jóhönnu Sig. og Steingríms J. er ekki treystandi fyrir hagsmunum Íslands í samskiptum við aðrar þjóðir.
„Það er ESB sem ræður för“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.