Þriðjudagur, 10. apríl 2012
ESB-umsóknin, VG og Samfylking
Steingrímur J. og Vinstrihreyfingin grænt framboð stefna á afhroð í kosningum verði ekki búið að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Samfylkingin, aftur á móti, heldur dauðahaldi í aðildarviðræðurnar til að geta einn stjórnmálaflokka boðið upp á framtíðarlandið í austri.
Það hallar á VG í málinu. ESB-umsóknin var eftirgjöf VG gagnvart kröfu Samfylkingar við ríkisstjórnarmyndun. Fyrirséð er að Samfylking muni styrkja sig á næstu vikum með forsetaframboði Þóru Arnórsdóttur. Ef Þóra verður ekki forseti er búið að auglýsa upp leiðtoga til að hoppa í sæti Jóhönnu.
Steingrímur J. og vinstri grænir sitja uppi með Svarta-Pétur í ESB-málinu.
Þrýstir á ESB að opna lykilkaflana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll, þú ert með þetta drengur góður enda íslandsvinur mikill.
Sigurður Haraldsson, 10.4.2012 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.