Sunnudagur, 8. apríl 2012
Samfylkingin notar Þóru í þágu flokksins
Á fáeinum klukkustundum tókst að sækja á bilinu 1500 til 3000 undirskriftir, sem dreift er á öll kjördæmi, til stuðnings forsetaframboði Þóru Arnórsdóttur. Kosningavél sem nær þessum árangri verður ekki til á fáeinum dögum.
Aðeins starfandi stjórnmálaflokkur getur afrekað undirskriftarsöfnun af þessu tagi. Samfylkingin er á útopnu á bakvið framboð Þóru.
Andúðin á Ólafi Ragnari skýrir ekki nema að hluta ákefð samfylkingarfólks að gera sigurvegara úr Þóru Arnórsdóttur. Samfylkingin lítur á framboð Þóru sem þátt í endurreisn flokksins sem mælist með 18 prósent fylgi síðast þegar að var gáð.
Þóra komin með lágmarksfjölda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki í fyrsta skipti að sjá blogg þín í leiðinlegri kantinum og í tilhæfulausum staðhæfingum.
En hvaðan hefurðu fengið það staðfest að "Samfylkingin notar Þóru í þágu flokksins"?
Finnst þér það virkilega merkilegt að ná í lágmarksfjölda undirskrifta í ÖLLUM landshlutum á 9 eða 10 tímum?
Þóra Arnórsdóttir fékk mög góða útkomu í könnun á fylgi hjá DV.is núna fyrir nokkrum dögum og því er varla merkilegt að ná þessum lágmarkfjölda sem er 1500 undirskrifta í öllum landshlutum.
Er það?
Friðrik Friðriksson, 8.4.2012 kl. 09:46
Fáum við að sjá þennan meðmælalista? Ég er forvitinn. Þetta eru væntanlega opinber gögn. Þú ættir að fá þau með tilvísan til upplýsingalaga.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 10:15
Samfylkingarfólk gladdist opinberlega yfir velgengninni, sem eðlilegt er (Facebook). Þetta er velheppnað og vel útfært framtak, og menn mega vel við una.
Svona stuðningur flokkanna við forsetaframbjóðendur hefur hins vegar ekki alltaf gefizt vel, sbr. kosningarnar1952. En fari Þóra fram sem forystukona sósíal-demókrata í landsmálapólitík, ja, þá mega smáfuglarnir fara að vara sig!
Flosi Kristjánsson, 8.4.2012 kl. 10:26
Gleðilega páska gott fólk.
Tek undir með Jóni Steinari, að fá að sjá meðmælalista. Ekki bara meðmælalista Þóru Arnórsdóttur, heldur einnig meðmælalista Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég kæri mig ekki um að mínu nafni hafi kannski verið troðið á einhverja leynilega undirskriftarlista, sem ekki eru birtir.
Ég hef ekki skráð mig á hvorugan meðmælalistann, svo ef nafnið mitt er þar, þá er það ekki með mínu leyfi. Hef ekkert á móti Þóru eða Ólafi, en þessi örvæntingafullu áróðursvinnubrögð eru ekki lýðræðisleg.
Þessar forsetakosningar eru orðnar eins og framhalds-fáránleikrit spilltrar pólitískrar stjórnsýslunnar.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2012 kl. 10:45
Samfylkingin notar Þóru, eða Þóra notar samfylkingu.
Það er í það minsta klárt að þetta er ekki einstaklingsframtak þarna á bak við. Það er nokkuð ljóst, hvað sem fólk eins og Friðrik Friðriksson segja sem eru frekar fúllyndir á páskadegi. En það er svolítið kratískt að taka lífinu alvarlega og kenna öðrum um í leiðinni.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 10:51
Undirbúningur að framboði Þóru var hafin fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Allt sem er í kringum framboð hennar er fyrir löngu ákveðið,listar,ræður,framkoma,og fleira, er allt vel undirbúið af ákveðnum einstaklingum í Samfylkingunni. Þetta er einungis pólitík sem hérna ræður,ferðinni.
Númi (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 11:11
Ríkisfjölmiðlar hafa bara áhuga á Þóru - það er svo augljóst að allar reglur um jafnræði og hlutleysi hafa verið brotnar. Líkegt að RUV óttist kæru, þessvegna munu þeir frá og með nú draga sig í hlé.
Ekki það að RUV muni gæta jafnræðis og kynna hina frambjóðendur til jafns á við Þóru það verður ekki gert. Stöð2 og aðrir miðlar munu á næstunni sjá um að hampa Þóru þar til á lokasprettinum kemur RUV inn aftur.
Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 11:13
Mér er nóg að sjá Eirík Bergmann í hópi klappliðsins. En þeir sem undrast tortryggni í garð Þóru og markmiða henna, hvort sem hún er grunduð eða ekki, geta skrifað það á reikning Samfylkingarinnar. Með vinnubrögðum sínum, spuna og manipúleringum hefur þeim tekist að kenna fólki að efast um allt sem frá þeim kemur og treysta engu sem í fjölmiðlum þeirra birtist. Þannig hefur Samfylkingunni tekist að grafa undan öllu trausti hjá þjóðinni á öllum sviðum.
Það verður langt þangað til að þau sár á þjóðarsálinni grói, en fyrsta skrefið er að gefa henni það traust sem hún hefur áunnið og þurrka hana út með öllu hennar akademíska öryrkjahyski sem stálu byltingunni í landinu.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 11:22
Geisp.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.4.2012 kl. 11:51
Eg ætla minna á að þóra sem forseti fer i a.m.k. 3ja mánaða barneignafri Hverjir skrifa undir hvað á meðan ?? þetta er bara svona eitt af mörgu i þessu samfylkinginar plati sem er að reyna veiða hrekklausar sálir ! það eru alltaf vönduð vinnubrögðin þar !!!!!!!!
rh (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 13:11
rh... þeir sömu og skrifa undir hjá Ólafi Ragnar í dag (þegar hann fer á Suðurpólinn ) munu skrifa undir þegar og ef Þóra verður forseti og fer í frí.
Ekkert flókið við það.
Láki (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 14:56
Ég vil minna á að á meðan forseti fer í tæplega árs barneignarfrí og síðan í fæðingarorlof í framhaldi af því, þá er það Forsætisráðherra, forseti Alþingis og Forseti Hæstaréttar sem fara með forsetavaldið. Er það ekki nóg til að fá hárin á sköllóttum manni til að rísa?
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 15:37
Menn hafa kannski ekki hugleitt hentugleikana sem blasa við í þeirri stöðu? Ætli það sé úthugsað? Hmmm....beats me.
Jón Steinar Ragnarsson, 8.4.2012 kl. 15:38
Úthugsað? Nah - bara heppileg tilviljun
Kolbrún Hilmars, 8.4.2012 kl. 16:16
Ég er ekki áhangandi Samfylkingarinnar né er ég aðdáðandi ESB. Samt finnst mér Þóra vera áhugaverður kostur.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 16:24
Jón Steinar. Að hvetja manneskju í áhrifamesta embætti landsins, sem er á leið í margra mánaða frí, er að mínu mati vanvirðing við þá manneskju sem er hvött til þess umdeilda embættis.
Þóra Arnórsdóttir á betra skilið, en svona meðferð þrýstings-spillingar-aflanna.
Gleymum ekki að Ísland er spillt, þótt kannanir stjórnsýslunnar hafi birt falskar upplýsingar, um að Ísland væri nánast óspillt, fyrir nokkrum árum síðan.
Ríkis-fjölmiðlarnir sáu um að flytja almenningi þann lyga-boðskap.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2012 kl. 16:40
Esbsinnin Þóra á ekki upp á mitt pallborð. Ég veit hvað ég hef með Ólaf, en ekkert hvað ég fæ með hina nema Jón er hann ekki Lárusson, en hann er vel falinn og fær enga umfjöllun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.4.2012 kl. 16:41
Framboð Þóru er sameiginlegt framboð Jóhönnu, Jóns Baldvins og ESB.Það er dauðadæmt.En það var vissulega gott að hún æddii strax í undirskriftasöfnunina.Þau eru því sem næst búin að sprengja sig.Síðustu metrarnir ráða úrslitunum eins og alltaf.Nei við ESB og Icesave Þóru Arnórsdóttu.
Sigurgeir Jónsson, 8.4.2012 kl. 17:56
Jón Lárusson er ekki ESB maður, stjórnvöld og fjölmiðlar eru því búin að senda hann till Gulagaeyja.
Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 17:59
ja það eru margir fiskar faldir undir steinum her og varhugaverðir og se að um það eru margir sammála ! ...Þóra er fin i sjónvarpinu að loknu Bareignafrii og það er sorglegt að hún láti etja ser úti þetta háólett ! En tek fram að Herdisi stið eg ekki frekar ,enda ESB sinni lika ! og eg bara krossa fingur og bið fólk að tala máli LANDSINS OKKAR ....
Ragnhild H.....rh (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 19:38
Það er vert að taka fram að sitjandi forseti þarf ekki á undirskriftum að halda. það er nóg fyrir hann að bjóða sig fram, svo er víst til einhversstaðar listi yfir þá sem hvöttu hann til að bjóða fram...
En Þóru líst mér ekkert á að fá, held hún verði bara þæg puntudúkka fyrir samfylkinguna.
Páskakveðjur
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 8.4.2012 kl. 19:42
Ótrúlega mikið af neikvæðu og niðurdrepandi fólki sem er að kommenta hér (þó ekki alveg allir). Dettur engum í hug að Þóra sé að fara í framboð að eigin hvötum og vilja? Af hverju þurfið þið að gera allt ljótt og tortryggilegt í kringum framboð hennar. Getið þið ekki gefið þeirri hugsun smá möguleika að það enn sé til heiðarlegt fólk á Íslandi og það sé ekkert samsæri í gangi ???
Af hverju þurfið þið að vera í stríði við allt og alla ?
Það er að koma vor, verum bjartsýn og horfum á framboð Þóru sem merki um að senn fari að vora í Íslenskri þjóðarsál.
Mér finnst það a.m.k. mjög jákvæð breyting að sjá Þóru og fjölskylduna hennar setjast að á Bessastöðum. Í unga fólkinu og börnunum liggur framtíðin.
Láki (IP-tala skráð) 8.4.2012 kl. 20:15
Láki minn, ef þetta væri svona einfalt og sætt eins og í "Hálsaskógi" og þig dreymir um. Myndum reyndar öll vilja það en þannig er það ekki.
Lofa þér Láki að það mun vora í íslenskri þjóðarsál við næstu þingkosningar. Við öll hér viljum svo heitt búa ungu fólki og börnum mannsæmandi líf, þar sem fólk getur látið drauma sína og vonir verða að veruleika.
Sólbjörg, 8.4.2012 kl. 20:56
Palli er stórvirkur samsæriskenningasmiður og reynir gjarnan að túlka alla hluti sínum málstað í hag. Nú er uggur í kalli vegna þess hve fljótlegt verk það var fyrir nánustu stuðningsmenn að safna meðmælendum við framboð Þóru.
Svona var það einnig þegar Vigdís bauðsig fram og Ólafur Ragnar.
Það að halda því fram að stjórnmálaflokkur standi á bak við framboð Þóru eru bara misheppnaðir varnarhættir Páls sem hefur hugan við Heimsýn og ESB og er stuðningsmaður míns gamla félaga og vinar Ólafs Ragnars. Árum saman störfuðum við saman í pólitíkinni og á ég all nokkra sök á frama hans.
*
Ég var einn af meðmælendum Ólafs Ragnars á sinni tíð, hef kosið hann í tvö skipti sem forseta og greiddi hjá honum í kosningasjóð. Hann var þá eini kosturinn að mér fannst. En nú hefur hann verið í tæp 16 ár forseti og nóg er komið.
*
Palli ætti að gæta sín á því að skaða ekki framboð ÓRG, að hann gerir Ólafi Ragnari bara óleik með því að fara í svona samsæriskenningaleik og aula áróður. Auk þess eru félagar í Sam sterkustu stuðningsmenn ÓRG og verða á meðan hann býður sig fram, enda sá aðili sem hafði mest um það að segja að SAM var stofnað.
*
Nú hef ég þegar gerst meðmælandi hjá Þóru og öll skrif leg meðmæli eru opinber gögn sem almenningur getur nálgast. Ekki eins og þessar internetkannanir sem hafa verið ómerkilega áróðurstæki í höndum óvandaðra manna. Ég er í VG og hef aldrei verið í SAM og er á móti inngöngu Íslands í ESB.
*
Ég hef enga persónulega andúð á ÓRG, en þar sem hann boðar mjög harða pólitíska stefnu í þessari kosningabaráttu sem ég er að stórum hluta ósammála get ekki kosið hann. Ég er andstæðingur þess að forseta-frambjóðandi fari fram undir slíkum formerkjum.
Kristbjörn Árnason, 9.4.2012 kl. 10:04
Hér í Kópavog heg ég heyrt að fyrrum framsóknarmönnum sem söfnuðu undirskriftum en engum Samfylkingarfólki. Eins hef ég heyrt að stuðningi Vg fólks og Sjálfstæðisfólks og að sjálfsögðu Samfylkingar fólks. EN sé ekki í fljótu bragði hvað flokkapólitík kemur þessu máli við. Því að í ljósi þess að Ólafur Ragnar var jú formaður Alþýðubandalagsins og þar á undan m.a. í Framsókn þá held ég að flokkanir komi bara ekki beint að þessu. Þetta eru hópar fólks sem vilja bara breytingar. Þ.e. að engin embættismaður geti gert eitthvað embætti alfarið að sínu. Ólafur er jú búinn að vera um 1/4 af lýðveldistímanum og hans tími er liðinn m.a skv. því sem hann sagðir sjálfur í upphafi. Það eru engin brýn má sem einhver annar getur ekki gert líka. ESB samningur fer í Þjóðaratkvæði og því þarf ekki ÓRG sérstaklega til að verja það.
Magnús Helgi Björgvinsson, 9.4.2012 kl. 10:26
Sæll Páll, ég er mikill áhugamaður um pólitík og þess vegna langar mig til að spyrja þig nokkurra spurninga.
Hafa stjórnmálaflokkar áður teflt fram frambjóðanda í forsetakosningar? Hverjir og hvenær?
Eru einhverjir stjórnmálaflokkar á bak við aðra frambjóðendur í komandi forsetakosningum?
Er Samfylkingin eini flokkurinn sem beitir sér fyrir því að koma "sínum" manni á Bessastaði?
Hefur Sjálfstæðisflokkurinn stundað vinnubrögð af þessu tagi sem þú segir Samfylkinguna stunda?
Ef ekki, væri Sjálfstæðisflokknum trúandi til þess?
Ég hlakka til að lesa svör þín.
Kveðja,
Jóhann Hlíðar Harðarson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 10:47
Rógsvél Ólafs Ragnars komin í gang. Bara fyrsta púst.
Þetta á eftir að verða svæsið, maður minn
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.4.2012 kl. 12:24
Jóhann Hlíðar, ég skal svara þér:
Það er ekkert nýtt nei að stjórnmálaflokkar hafi reynt að ota sínum að í forsetakosningum. Raunar má með nokkurri vissu segja að megnið af frambjóðendum hafi haft pólitískt agenda frá einhverjum ákveðnum flokki. Það sem er sammerkt með þessum frambjóðendum er hinsvegar það að þeir hafa aldrei hlotið kosningu.
Fólk skynjar pólitískan loddaraskap og er lúnkið á að rata á hlutlausa aðila eins og sagan sýnir. Þess vegna er framboð Þóru dauðadæmt frá byrjun.
Fólk vill hlutleysi og tryggð við þjóðina ekki stjórnmálamann með hulin markmið. Þóra og Herdís eru báðar hvattar og studdar af Samfylkingunni með eitt markmið í huga. Það að ýta burt allri fyrirstöðu fyrir innlimun í ESB.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 15:19
Það hefur aldrei þótt gott að reyna að bæta böl með að benda á annað verra, ef það er það sem þú ert að reyna að koma að.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2012 kl. 15:26
Þóra er sem persóna hinn fullkomni forsetaframbjóðandi.
En ef hún hefur líst sig stuðningsmann aðildar að ESB og hefur Samfylkinguna Þann lánlausa flokk sem sitt bakland,þá reitast fljótt af henni fjaðrirnar.
Snorri Hansson, 9.4.2012 kl. 16:12
Sá tónn sem hér er sleginn í kosningabaráttu vorsins er með miklum ólíkindum og hreint ótrúlegt ef síðuritari trúir í raun og veru því bulli sem hann lætur hér frá sér fara.
Ætla menn virkilega að fara að gera ESB aðildarumsóknina að aðalbaráttumáli forsetakosninganna? Finnst mönnum virkilega að þar eigi að draga einhverja línu á annan hvorn veginn? Ætla menn ekki að treysta því að það verði þjóðin sjálf sem segir já eða nei við þeim samningi sem hugsanlega verður lagður fram til samþykktar hjá þjóðinni? Ég segi hugsanlega, því hart er jú unnið að því að eyðileggja það ferli sem í gangi er og því óljóst hvort nokkur samningur muni líta dagsins ljós, svo lýðræðislegt sem það má nú teljast.
Gæti kannski verið að svona vel hafi gengið að safna undirskriftum hjá Þóru að m.a. var hún sjálf og hennar eiginmaður í söfnun undirskrifta t.d. í Fjarðarkaupum núna fyrir helgina við góðar móttökur almennings (ég held það versli jú fleiri en Samfylkingarmenn í þeirri ágætu verslun). Meiri kosningavélin það!
Er ekki hægt að hafa þessa kosningabaráttu aðeins málefnalegri og er ekki hægt að hafa ESB umræðuna á vitrænum grunni og ræða kosti og galla inngöngu í ESB yfirvegað og án upphrópana og pólitískra dilkadrátta? Eru engin mál sem við getum rætt um sem þjóð og komist að lýðræðislegri niðurstöðu um þannig að allir geti verið sáttir við alla vega hvernig komist var að niðurstöðu, þó menn verði aldrei allir á eitt sáttir um niðurstöðuna hverju sinni?
Nú hef ég ekki hugmynd um hver skoðun Þóru er á ESB umsóknarferlinu, en ég hef litla trú á því að hún hafi í hyggju að gera það að kosningamáli hjá sér og ég hef litla trú á því að hún fari í framboð með annað i hyggju en að verja lýðræðislega aðferð við að ná niðurstöðu í það mál sem önnur, hver sem sú niðurstaða verður.
Karl Ólafsson, 9.4.2012 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.