Laugardagur, 7. apríl 2012
Styrmir, konur tvær og Ólafur Ragnar
Styrmir Gunnarsson skrifar skýran texta og er skorinorður - nema þegar hann ákveður að vera myrkur og dulur. Í föstum pistli Styrmis í Sunnudagsmogga skrifar hann um endalok elítuhópanna sem stjórnuðu Íslandi, sumpart á bakvið tjöldin.
Elíturnar eiga hvern sinn stjórnmálaflokkinn. Fundarstaður þeirra, alþingi, mælist með innan við tíu prósent stuðning með þjóðarinnar og eru þar með í vinsældum rétt fyrir ofan Vítisengla.
Styrmir spyr hvort þriðja kynslóð elítunnar muni sólunda fjölskyldusilfrinu. Hann nefnir Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda í þeirri andrá. Þóra er afabarn Hannibals Valdimarssonar sem um miðbik síðustu aldar var einn helsti gerandi á vinstri væng stjórnmálanna. Þóra var til skamms tíma virk í Grósku, sem var undanfari Samfylkingar. Hún er jafnframt ESB-sinni.
Styrmir stýrir ekki lengur Morgunblaðinu, hann er aðeins dálkahöfundur þar á bæ. Auðvitað er það tilviljun að frétt um liðskönnun undirbúningshóps Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands skuli birtastí sama tölublaði og pistill Styrmis.
Kristín er ekki af neinni kynslóð valdaelítunnar á Íslandi. Styrmir er einmitt að leita að frambjóðanda eins og Kristínu.
Styrmir er nefnilega þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar Grímsson eigi ekki lengur að vera forseti lýðveldisins.
![]() |
Kanna fylgi Kristínar til forseta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Einmitt! það er hver með sínu sinni,en langflestir frelsissinnaðir Íslendingar fylkja sér um Ólf á Bessastaði. Það mun færa okkur gæfu.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2012 kl. 10:56
Ólaf Ragnar Grímsson.
Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2012 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.