Styrmir, konur tvær og Ólafur Ragnar

Styrmir Gunnarsson skrifar skýran texta og er skorinorður - nema þegar hann ákveður að vera myrkur og dulur. Í föstum pistli Styrmis í Sunnudagsmogga skrifar hann um endalok elítuhópanna sem stjórnuðu Íslandi, sumpart á bakvið tjöldin.

Elíturnar eiga hvern sinn stjórnmálaflokkinn. Fundarstaður þeirra, alþingi, mælist með innan við tíu prósent stuðning með þjóðarinnar og eru þar með í vinsældum rétt fyrir ofan Vítisengla.

Styrmir spyr hvort þriðja kynslóð elítunnar muni sólunda fjölskyldusilfrinu. Hann nefnir Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda í þeirri andrá. Þóra er afabarn Hannibals Valdimarssonar sem um miðbik síðustu aldar var einn helsti gerandi á vinstri væng stjórnmálanna. Þóra var til skamms tíma virk í Grósku, sem var undanfari Samfylkingar. Hún er jafnframt ESB-sinni.

Styrmir stýrir ekki lengur Morgunblaðinu, hann er aðeins dálkahöfundur þar á bæ. Auðvitað er það tilviljun að frétt um liðskönnun undirbúningshóps Kristínar Ingólfsdóttur rektors Háskóla Íslands skuli birtastí sama tölublaði og pistill Styrmis.

Kristín er ekki af neinni kynslóð valdaelítunnar á Íslandi. Styrmir er einmitt að leita að frambjóðanda eins og Kristínu.

Styrmir er nefnilega þeirrar skoðunar að Ólafur Ragnar Grímsson eigi ekki lengur að vera forseti lýðveldisins.


mbl.is Kanna fylgi Kristínar til forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Einmitt! það er hver með sínu sinni,en langflestir frelsissinnaðir Íslendingar fylkja sér um Ólf á Bessastaði. Það mun færa okkur gæfu.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2012 kl. 10:56

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ólaf Ragnar Grímsson.

Helga Kristjánsdóttir, 7.4.2012 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband