Miðvikudagur, 4. apríl 2012
Ópólitískt samfylkingarframboð
Forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur er skipulagt og hannað af samfylkingarfólki. Þóra slær á ópólitíska strengi en efnisleg og málefnaleg rök fyrir því hvers vegna fólk ætti að kjósa hana skortir.
Bakland Þóru mun eflaust spila á stef eins og ,,barnafjölskyldu á Bessastaði" og ,,lítum ekki lengur reið um öxl."
Þjóðin hlýðir ekki kalli Samfylkingar um að kjósa Þóru Arnórsdóttur til forseta lýðveldisins.
Á ekki að vera pólitískt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þóra lætur Samfylkinguna gera sig að fífli..
Vilhjálmur Stefánsson, 4.4.2012 kl. 20:13
Var að hlusta á þig á útvarpi Sögu í dag Páll og verð að segja að um mjög margt erum við sammála. Líka um þetta útspil sem er hannað af innherjum á Hallveigarstöðum
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.4.2012 kl. 20:21
Auðvitað kemur Páll Vilhjálmsson ekkert á óvart með því að tala illa um fólk !
En aumara er að sjá einhvern sem vill vera með honum í því !!!
JR (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 20:25
Ólafur hefur aldrei verið minn maður. En eins og málin standa þá hef ég ekki en fengið rök fyrir skárri frambjóðanda. Samfylkingafólk og aftaní lafendur þeirra duga ekki nú um mundir til nokkurs gagns.
En þér til upphefðar herra JR heigull, Þá er ég klár í aumingja hópinn þinn.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.4.2012 kl. 20:56
slagorðið gæti verið eftirfarandi í tvennum skilningi
"Börnin á Bessastaði"
Þór (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 21:23
Sammála Hrólfi.
Sigurður (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 21:31
Vinstrimenn eru meistarar í að dulbúast og skipta um nafn til að ná árangri í kosningum, enda hefur það virkað nokkuð vel hjá þeim. Nú er þetta að vísu orðið hlægilegt, enginn vill vera kallaður kommúnisti lengur (nema Steingrímur sem hefur opinberlega stært sig af því að vera kommi), vinstrimenn segjast nú jafnvel ekki vera vinstrimenn, LOL.
Ég segi ekki fleiri vinstrimenn til valda!
Ásgeir (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 21:48
Ólafur er því væntanlega fulltrúi ykkar sjallaballa til forseta?
Fasistatilburðir ÓRG heilla væntanlega hægri vænginn, þegar það hentar.
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 21:51
Hví er alltaf að spyrða Þóru við Samfylkinguna? Er ástandið ætíð þannig að fólk getur ekki lengur gert neitt á eigin forsendum?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 21:54
Ef að fólki er svo umhugað að fá "ÓPÓLITÍSKAN" forseta. Þá er valið augljóst: Ástþór Magnússon. Hann er ekki háður nokkrum stjórnmálaflokki. Hann er hreinn og beinn í sínum skoðunum. Fjölmiðlar gerðu rétt í því að gefa honum meiri athygli og ekki alltaf skrifa um "dúllur" sem þekkjast af skjánum. Þá er ég líka að meina það fólk sem hefur ekki tekið af skarið og gefið sig í framboð. Að síðustu vil ég láta það koma fram að núverandi forseti á að sitja eins lengi og hænsnin sem eru í ríkisstjórn.......... Bara til að bjarga því sem bjargað verður........... Það er mín skoðun. Lífið er jú pólitík....
Jóhanna (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 22:42
H.T. Bjarnason. Mikið er lifið einfalt hjá þér. Af hverju er Þóru spyrt við Samfylkinguna? Hún er borin og barnfæddur krati, dóttir Arnórs Hannibalsonar. Hún er í samfylkingunni. Hún var formaður ungra jafnaðarmanna. Hún var hlutræg svo um munaði í starfi sínu sem spyrill og hefur ávallt tekið málstað ESB. Hún er Já manneskja í ESB og Icesave.
Hún var hvött til framboðs að eigin sögn. Hún minnist ekki orði á afstöðu sína í þjóðmálum og fer með innihaldslausan fagurgala svo halda mætti að hún ætli að verða framlenging á ÓRG. Hún er frekjudós og kafbátur. Hún er frambjóðandi samfylkingarinnar sem og Herdís, sem raunar má segja sé frambjóðandi evrópuráðsins.
Þeirra hlutverk er að stöðva allar frekari þjóðaratkvæðagreiðslur varðandi ESB. Hún er flagð undir fögru skinni enda á hún kyn til.
Sumt fólk gerir ekkert á eigin forsendum og það er ekki hugsjón sem rekur Þóru áfram. Henni er otað í þetta. Þeir sem nefndu hana til sögunar voru samfylkingar og evrópusamtökin, sem gerðu lista yfir "betri kosti á Bessastaði" Þar var megnið af frambjóðendum pro ESB.Þorvaldur Gylfa, Stefán Jón Hafstein, Þóra og Herdís m.a. Hvað þarftu frekar?
Tveir plús tveir eru ekki fimm.
Jón Steinar Ragnarsson, 4.4.2012 kl. 22:43
Það vill enginn sjá forsetaframboð á "eigin forsendum".
Starfið er vel launað, hlunnindin töluverð og vegsemdin toppar allt sem best gerist bæði í hinum opinbera geira og á almennum vinnumarkaði. Eitt hundrað og eitthvað þúsund manns í forsetaframboð?
Hversu langur yrði kjörseðillinn - og hversu stór þyrfti hver kjörklefi að verða?
Kolbrún Hilmars, 4.4.2012 kl. 23:56
Engin kona á "steypinum" fer í forsetaframboð nema vera með tryggan bakhjarl. Til þess þarf stjórnmálaafl með nægjanlegt fjármagn til að geta lofað Þóru því að bera hana á höndum sér hvernig sem úrslitin verða. Eiginmaðurinn er reyndar líka farin í frí. Aðeins þarf að spyrja sig hverja langar svo mikið til að fella Ólaf að öllu er tilkostað- svarið er augljóst eins og Jón Steinar bendir á.
Sólbjörg, 5.4.2012 kl. 00:22
Já svarið er augljóst stúlkur ,það á að stöðva allar frekari þjóðaratkvæðagreiðslur.
Helga Kristjánsdóttir, 5.4.2012 kl. 02:33
Og ég tek undir með Jóni Steinari og stelpunum, 100%.
Elle_, 5.4.2012 kl. 02:49
Og Vilhjálmi.
Elle_, 5.4.2012 kl. 03:19
Þóru er betur treystandi en þér Páll.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:54
Þú att heima í gamla kommabælinu sem þú ert kominn úr Páll . Þar áttu heima og hvergi annarsstaðar.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:57
Og þeim peningum sem verið er að ausa í þig í gegnum Heimssýn væri betur varið í Þóru en þig.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 03:59
Það er hreint rugl að halda að einhver sé ómissandi.Um leið og einhver heldur að hann sé ómissandi er kominn tími á að láta hann taka pokann sinn.Það er óskrifuð regla til sjós, sem líka er fullgid á þurru landi.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 04:12
Og af hverju þarftu að taka það fram Páll, að þú sért ekki Baugsmiðill.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 04:19
Hefurðuðu verið það.
Sigurgeir Jónsson, 5.4.2012 kl. 04:21
Og er ég þá sjálfstæðismaður afþví ég er svo óheppin að eiga fullt af ættingjum sem eru heittrúaðir sjálfstæðismenn.
Sólbjörg þetta er einmitt svo heppilegur tími, þau fara í sumarfrí til að nýta í framboðið og eru þess vegna mun minna háð öðrum en flestir aðrir. Ef hún nær ekki kjöri, fer hún í sitt fæðingarorlof og þau bæði geta gengið inn í sína vinnu.
Bjarnveig Ingvadóttir (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 08:34
Bjarnveig mín fyrsta spurning þín, svarið við henni er já, ef þú ert búin að starfa með og tala máli sjálfstæðismanna. En varðandi hitt þá kostar að fara í framboð, meira en venjuleg laun duga fyrir. Það þarf milljónir þú hlýtur að gera þér grein fyrir því. En miðað við þær fjölmiðlakynningar sem Þóra fær mjög líklega ókeypis hjá samfylkingar fjölmiðlunum þá verður þetta henni ekki dýrt.
Sólbjörg, 5.4.2012 kl. 12:56
Erum við að fara að kjósa persónur og pólitískar strengjabrúður á Bessastaði? Mér er nú eiginlega skítsama hvort frambjóðandi er ljómandi fallegur barnmargur krati með stuðning ríkisstjórnarinnar eða gamalreyndur forseti frá fyrri öld sem hefur þraukað í embætti með klækjum og góðri eiginhagsmunataktík og nýtur stuðnings stjórnarandstöðunnar. Svona frambjóðendur fá ekki mitt atkvæði.
Ég ætla einfaldlega að kjósa um þau markmið sem frambjóðendur hafa með framboðum sínum. Ég kýs um það sem þeir vilja gera fyrir þjóðina á meðan þeir gegna embætti.
Ástþór skarar um þessar mundir framúr öðrum frambjóðendum þegar rýnt er í stefnuskrár. Hann er sá eini sem hefur getað komið gagnlegri stefnu frá sér og er þar að auki laus við að vera pólitísk strengjabrúða. Sjá www.forsetakosningar.is
Jón Pétur Líndal, 5.4.2012 kl. 14:00
Vel athugað hjá Páli hér um gamla kratann Þóru. Vonandi er hún ekki evrókrati í þokkabót!!!
En það hefur verið öflug umræða um grein mína um þetta mál og stendur enn yfir, hér: Eru fjölmiðlamenn, sem brugðust á bóluárunum, hæfustu öryggisventlar þjóðarinnar á Bessastöðum?
Umræðan snýst nú á seinni metrunum ekki sízt um lélega frammistöðu starfsmanna þeirrar stofnunar, sem ég er að gefnu tilefni farinn að kalla Milljarðagleypuna.
Jón Valur Jensson, 5.4.2012 kl. 15:30
Þóra ESB-sinni til margra ára
Þóra Arnórsdóttir var kosin í fulltrúaráð Evrópusamtakanna árið 1995 ásamt föðurbróður - - -Elle_, 5.4.2012 kl. 20:40
Þetta var mjög upplýsandi innlegg frá Elle. Bezt að birta hér öll þessi nöfn leiðandi manna í Evrópusamtökunum 1995:
"Kjörin var sjö manna stjórn og þriggja manna varastjórn. Sú fyrrnefnda er skipuð Ágúst Þór Árnasyni framkvæmdastjóra, Davíð Stefánssyni, Drífu Hrönn Kristjánsdóttur mannfræðingi, Jóni Þór Sturlusyni hagfræðingi, Ólafi Þ. Stephensen stjórnmálafræðingi, Sigríði B. Guðjónsdóttur lögfræðingi og Þórunni Sveinbjarnardóttur stjórnmálafræðingi. Í varastjórn voru kjörin Friðrik Jónsson alþjóðafræðingur, Magnús M. Norðdahl lögmaður [nú varaþingmaður] og Margrét Björnsdóttir endurmenntunarstjóri.
Jafnframt voru kjörnir 20 menn í fulltrúaráð ... :
Þeir fulltrúar sem kosningu hlutu á stofnfundinum eru Markús Örn Antonsson framkvæmdastjóri hjá RÚV, Ragnhildur Helgadóttir fyrrverandi ráðherra, Guðni Guðmundsson rektor, Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur [kona Svans Kristjánssonar stjórnmálafræðiprófessors], Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi ráðherra, Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri hjá Flugleiðum, Valgerður Bjarnadóttir deildarstjóri hjá EFTA [nú þingmaður, mikil Esb-jarðýta], Jónas H. Haralz fyrrverandi bankastjóri [látinn], Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Ellen Ingvadóttir löggiltur skjalaþýðandi, Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður, Inga Dóra Sigfúsdóttir stjórnmálafræðingur, Aðalheiður Sigursveinsdóttir nemi, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir sagnfræðingur [nú þingmaður evrókrata], Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar, Ása Richardsdóttir framkvæmdastjóri Hlaðvarpans [nú kona Listaháskólarektorsinsr], Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur [oft tilkvaddur til álitsgjafar í fjölmiðlum!], Þóra Arnórsdóttir nemi, Víglundur Þorsteinsson forstjóri og Jón Hákon Magnússon framkvæmdastjóri."
Þetta er mjög fróðlegur listi. Þarna eru t.d. menn og konur sem oft eru spurð álits í fjölmiðlum ... Vonandi hafa einhver þeirra séð að sér í millitíðinni -- áttað sig á því, að það er lýðveldisfjandsamleg afstaða að vilja troða Íslandi inn í Evrópusambandið, enda á Ísland hér mestu að tapa, en minnst að vinna.
En meðan við vitum ekki beinlínis, að þetta fólk hafi snúið til baka til stefnu fullveldis og sjálfstæðis Íslendinga, þá ber að varast að treysta þessu fólki fyrir áhrifastöðum á Alþingi, hvað þá á Bessastöðum!
Jón Valur Jensson, 6.4.2012 kl. 03:23
Ég var að vísa í pistilinn hans Páls.
Elle_, 7.4.2012 kl. 11:21
Er það bara ég eða fá fleiri smá hroll þegar birtur er listi yfir fólki sem deilir ákveðnum viðhorfum? Ég verð að játa að ég var á þessum sama stofnfundi fyrir sautján árum og eitt sinn kaus ég Alþýðuflokkinn, en það var að vísu á síðustu öld.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 7.4.2012 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.