Þriðjudagur, 3. apríl 2012
Bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum
Nýjasta skoðanakönnunin sýnir Sjálfstæðisflokkinn með 38 prósent fylgi. Þjóðin er samkvæmt þessu búin að fyrirgefa móðurflokknum klúðrið kennt við hrun. Kemur það heim við mælikvarða sem segja hrunið ekki jafn slæmt og af er látið, sjá frétt um brottflutta landsmenn.
Endurreisn móðurflokksins veldur taugatitringi. Þór Saari sagði í RÚV í hádeginu að smáflokkarnir gætu rottað sig saman og náð kannske 10-12 þingmönnum.
Samfylkingarfólk er með böggum hildar. Gísli Baldvinsson endurvekur tilboð Jóhönnu Sig. um að leggja niður Samfylkinguna og stofna til bandalags gegn Sjálfstæðisflokknum.
Bandalag gegn Sjálfstæðisflokknum er viðurkenning á þjóðarflokkshlutverkinu sem móðurflokkurinn nýtur. Pólitísk og samfélagsleg upplausn styrkir Sjálfstæðisflokkinn.
Erum í góðri stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfstæðisflokkurinn er misjafn enda margur fiskurinn þar á svamli.
EN það er bara einasti flokkurinn þar sem skynsemi er til staðar. Það er svo merkilegt. Hvað hruni eða öðru líður.
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 14:27
Bjarni Ben segir FLokkinn í góðri stöðu til að byggja á þeim árangri sem náðst hefur. Hvaða árangur er Bjarni að tala um? Hvaða árangri hafa Sjallarnir náð, annað en eitt lítið þjóðargjaldþrot, seðlalaus Seðlabanki, fangelsisvist Baldurs Náhirðis og uppfærsla Vesalinganna í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem Sjallar voru í nær öllum aðalhlutverkum. Eða að koma í veg fyrir að þjóðin fái að greiða atkvæði um stjórnarskrármálið samhliða forsetakosningum í sumar. Ríkisstjórnin fær hrós í erlendum blöðum fyrir endurreisn íslensks efnahagskerfis. Ætla Sjallarnir að eigna sér þann árangur, eftir að hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til að tefja fyrir mokstri úr því Augean fjósi, sem þeir hlupu frá eftir nær 20 ára valdasetu?
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 15:09
Páll, hvernig væri að þú kommentaðir á þetta:
http://eyjan.is/2012/04/03/27-prosent-allra-huseigenda-standa-uppi-med-neikvaett-eigid-fe-mest-tekjuha-heimili/
Þetta gerir hin íslenska króna, gjaldmiðill sem hefur rýrnað um 20.000% miðað við dönsku frænku sína síðan hún var tekin upp.
Slöttólfur (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 17:48
Það voru þrír vinstriflokkar sem buðu fram fyrir síðustu kosningar. Þeir eru fimm núna, eftir þriggja ára valdasetu vinstrimanna.
Umræða um bandalag vinstrimanna er því í besta falli hlægileg afþreying, svona á meðan þeir sundraðst enn meir.
Hver trúir því, að Steingrímur J, Jóhanna, Sigurjón Þórðarson, Lilja Mósesdóttir og Birgitta Hauksdóttir geti myndað saman bandalag?
Allt þetta fólk hefur meistararéf í flokkasundrun. Nema kannski Sigurjón, en hans staða er að FF er ónýtt, og bráðvantar því nýjan vettvang. Hvernig hann myndi tækla samstarf við Steingrím J í fiskveiðimálum er þó óvíst, en ég myndi að óreyndu spá klofningi.
Þjóðin kemur til með að muna fernt við næstu kosningar. Að neyðarlög Geirs H Haarde komu í veg fyrir hrun, að Icesave andstaða þjóðarinnar komu í veg fyrir að hrunið sem þó varð, varð ekki verra, að vinstristjórnin hefur svikið öll kosningaloforð og mjög illa hefur verið haldið á hagsmunum heimila, og svo náttúrulega, að síðustu ár hafa einkennst af sundrungu, klofningi og glötuðum tækifærum.
Þjóðin hefur því enga aðra kosti en Sjálfstæðisflokk, og eftir atvikum, Framsókn. Báðir flokkar þurfa þó að losna við nokkra dragbíta, en að því gefnu, er meirihluti algerlega öruggur.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 17:59
>Ríkisstjórnin fær hrós í erlendum blöðum fyrir endurreisn íslensks efnahagskerfis.<
Ríkisstjórnin? ICESAVE-STJÓRNIN?? Hvað ef ÞJÓÐIN hefði ekki kolfellt nauðungina? Í tvígang?? Hvað ef forsetinn hefði ekki staðið í lappirnar?? Var það ekki FORSETINN og ÞJÓÐIN sem fengu hrós í erlendum blöðum?
Elle_, 3.4.2012 kl. 20:32
Það þykir nú frekar löðurmannlegt að skreyta sig með stolnum fjöðrum,en ég er auðvitað ekki viss hvort menn hlynntir stjórninni upplýsi erlendu pressuna á þennan veg. Blaðamenn gefa sér að það hljóti að vera svo.
Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 22:09
Já Elle og Helga uppgangurinn hjá Íslendingum er ÞRÁTT FYRIR RÍKISSTJÓRNINA EN EKKI VEGNA HENNAR. Það er munurinn.
AUk þess neita ég því að Dögun sé vinstriflokkur, með Frjálslyndaflokkinn innanborðs þá er það málið að hann er hægrameginn við miðju. Annars er þetta hægri vinstri bara orðið þreytt í dag.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.4.2012 kl. 23:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.