Samfó 17%, VG 11%

Vinstriflokkarnir eru rúnir trausti og með lágmarksfylgi. Í geðshræringu eftir hrun kaus þjóðin yfir sig Jóhönnu, Össur og Steingrím J. en sér eftir öllu saman og vill losna við eymdarliðið sem má ekki ekkert aumt sjá án þess að gera það verra.

Hreyfingarþingmenn halda lífi í ríkisstjórninni á alþingi en þykist þess utan vera í stjórnarandstöðu. Fylgið við Dögun, stjórnmálaflokk Hreyfingarþingmanna, er 5 prósent.

Þráseta vinstriflokkana mun festa í sessi myndina sem fólk hefur af þessu liði: völdin eru til að maka krókinn, skítt með almannahagsmuni.


mbl.is Ríkisstjórnin tapar fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Norræna velferðarstjórnin" sem gaf erlendum Vongunarsjóðum ótakmarkað skotleyfi, á atvinnulaus og fjárvana íslensk heimili,vegna ólöglegra gengisbundinna lána, og vegna ólöglegra (aleiðusamninga) verðtryggðra stökkbreyttra lána, á nú að sjá sóma sinn í að segja af sér strax.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 20:53

2 Smámynd: Elle_

Ég er sammála Halldóri Guðmundssyni.  Og þó löngu fyrr hefði verið eða eins og í júní, 09.

Elle_, 2.4.2012 kl. 23:52

3 Smámynd: Sólbjörg

Eru allir kjósendur Samfylkingarinnar kannski fluttir til Noregs?

Sólbjörg, 3.4.2012 kl. 00:11

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Sæll Páll. Þetta er mjög athyglisverður punktur hjá þér með hreyfinguna (sem er rangnefni) hún þykist vera í stjórnarandstöðu en vinnur ekki þannig. Fróðlegt væri að vita hvaða dúsu var samið um fyrir þingmenn hreyfingarinnar fyrir að halda stjórninni á floti. Réttara nafn á hreyfinguna er andheitið: kyrrstaðan.

Hreinn Sigurðsson, 3.4.2012 kl. 01:01

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Öðruvísi mér áður brá, í árdaga gengu þingmenn Hreyfingar meðal fólksins á Austurvelli,máttu ekkert aumt sjá. Nú hafa þeir tekið upp takta eymdarliðsins,sem eins og Páll orðar svo hroll,yndislega,án þess að gera það verra.

Helga Kristjánsdóttir, 3.4.2012 kl. 04:47

6 identicon

Það eru aðeins 3 ár síðan Hrunflokkarnir, Íhaldið + hækjan hlupu á brott frá gjaldþrota þjóð með allt niður um sig. Skuldirnar voru í kringun 10 þúsund milljarðar. Eitt þúsund milljörðum var skellt á 320.000 manna samfélag, 9 þúsund milljarða þurfti útlandið að afskrifa. Heimsmet, ekki einu sinni per capita, eins og flest okkar heimsmet hafa verið. “Yes, we are quite different” sagði forseta ræfillinn. “Indeed we are”! Hluti af þessu fjármagni liggur “save” á leynireikningum erlendis, í "eigu" þekktra manna með flokkskírteini Sjalla eða hækjunnar. Svo eru menn að telja sér trú um að Hrunflokkarnir tveir fái meirihluta við næstu kosningar. Það er meira en nóg af fábjánum hér á skerinu, en ekki svona margir. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 10:59

7 identicon

Bíddu, kaust þú ekki sjálfur VG Páll?

Valur Bjarnason (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband