Laugardagur, 31. mars 2012
Baldur Þórhalls fræðimaður og frambjóðandi
Vinstrivaktin rifjar upp orð Baldurs Þórhallssonar prófessors við Háskóla Íslands, með Evrópumál sem sérgrein, og frambjóðanda Samfylkingar. Tveim dögum fyrir síðustu kosningar skrifaði Baldur
Endurreisn samfélags okkar byggir á umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Lífskjör okkar eru í húfi. Hægt er að hefja undirbúning að upptöku evru samhliða samningaviðræðum um aðild að ESB. Enginn annar kostur stendur til boða varðandi gjaldmiðlaskipti. Það hefur margoft komið skýrt fram í máli forystumanna ESB. Þeir eru hins vegar tilbúnir að semja við okkur um inngöngu á 9 til 12 mánuðum. Það þýðir að hægt er að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning á næsta ári. Þá getur hver og einn metið kosti og galla ESB aðildar.
Við áttum sem sagt að fá samning í síðasta lagi sumarið 2010 samkvæmt Evrópusérfræðingnum Baldri Þórhalls.
,,Lífskjör okkar eru í húfi," skrifaði snillingurinn og veit líklega mest lítið hvernig ESB-aðild hefur leikið Íra, Grikki og Portúgala.
Í ESB-málum er Baldur Þórhalls lélegur fræðimaður og enn verri gæslumaður almannahagsmuna.
Athugasemdir
Ekta krati hann Baldur. Alveg ekta.
jonasgeir (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 19:36
Páll Vilhjálmsson er á launum hjá klíkuklúbbum við að skrifa illa um fólk !!!!
Fróðlegt verður að sjá hvað Páll Vilhjálmsson ætlar að gera þegar búið verður að henda honum út frá klíkuklúbbunum ?
Fróðlegar umræður í ellinni , við hvað vannst þú eiginlega ?
Skrifa illa um fólk ????
JR (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 20:57
Baldur Þórhallsson er fræðimaður í gæsalöppum.
Það er gjanrna sagt um stjórnmálamenn (má alveg yfirfæra á menn í pólitískum gæsalöppum) að þeir spái fyrir um framtíðina, og útskýri svo eftirá, af hverju það gerðist ekki.
Baldur á algerlega eftir að útskýra af hverju spárnar hans rætast ekki.
Hilmar (IP-tala skráð) 31.3.2012 kl. 21:36
Mikið langar þig JR. að fræðast, það langar mig líka. Þú þarft að bíða þar til Páll nær hárri elli,græðir ekkert á því nema að svala forvitni þinni. Ég fræðist strax,með því að fá ummæli Evrópu-sérfræðings,sem er mikilvægt, þar sem mér er/var ætlað að kjósa um aðild að ESB.,sem flokkurinn,sem hann er í framboði fyrir,hefur sótt um.
Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2012 kl. 23:35
Baldur Þórhallsson er ekki aðeins frambjóðandi og prófessor. Því má ekki gleyma, að hann er álitsgjafi og stjórnmálaskýrandi hjá RÚV - og ein af mörgum ástæðum fyrir því, að leggja ætti það batterí niður eða selja það.
Sigurður (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 00:08
Hefur alltaf fundist stjornmalafrædingar vera eftir a vitrungar.
Birna Jensdóttir, 1.4.2012 kl. 01:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.