Steingrímur J.: 20% atvinnuleysi með evru

Ísland væri með um 20 prósent atvinnuleysi ef við hefðum haft evru við bankahrun, segir Steingrímur J. Sigfússon allsherjarráðherra. Er þetta í samræmi við reynslu Íra sem urðu fyrir bankahruni um líkt leyti og við.

Gott og vel Steingrímur J.

En hvers vegna styður þú umsókn Samfylkingar um aðild að Evrópusambandinu?


mbl.is Stór verkefni og veigamiklar spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stóllinn góður, það er það eina sem mér dettur í hug.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 18:40

2 identicon

Steingrímur segir sjaldan satt eða að hann standi fyrir almannahag.

Það sýnir núverandi verðbólga á Íslandi og nýir 10 þús. kr. seðlar.

Það sýnir meðferðin á Icesave.

Það sýnir hvernig gefa á 40 þúsund milljarða hagsmuni í makríl.

Það sýnir hvernig umsóknin um ESB stendur.

Var það ekki eitthvað fleira?   

..En samt hefur hann eitthvað fyrir sér í þessu.  Enda kjöftugur.

jonasgeir (IP-tala skráð) 29.3.2012 kl. 19:24

3 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Heitir það ekki málamiðlun sem allir stjórnmálamenn þurfa að gera ?

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 29.3.2012 kl. 20:59

4 Smámynd: Elle_

´Málamiðlun´ afsakar ekki stórfelldar blekkingar og lygar Steingríms.

Elle_, 29.3.2012 kl. 22:02

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var annars heitt í umræðunum á þingi í kvöld,Steingrímur fjarri góðu gamni,ef svo má að orði komast.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2012 kl. 00:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steingrímur er sá maður sem hefur tungur tvær eða jafnvel fleiri ef það er hægt.  Vonandi losnum við bara við hann eftir næstu kosninganr, því sjaldan hefur nokkur maður logið jafn sannfærandi og lýgur enn, frekar nokkur maður sem sest hefur á alþingi með litlum staf nokkru sinni. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 01:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband